Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 43

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 43
að undirbúa nám í nýjum skóla: Áhersluþættir stjórnanda og mannaráðningar Birna maría svanbjörnsdóttir Háskólanum á akureyri, miðstöð skólaþróunar, allyson macdonald Háskóla íslands, menntavísindasviði og guðmundur Heiðar Frímannsson Háskólanum á akureyri Þróun og mótun skóla er flókið ferli sem felst í því að byggja upp færni til að efla nám nemenda. nám og kennsla er í brennidepli í allri skólaþróun en margir óskilgreindir þættir hafa áhrif þar á. skólastjórnendur hafa þar mikið að segja. Það sem einkennir skilvirka skóla er meðal annars náms - árangur, dreifð forysta og samvinna. rannsóknin sem hér er um rætt er hluti af starfendarannsókn með starfsfólki í nýjum grunnskóla í þéttbýli. skólastjóri var ráðinn til starfa til skólans tæpu ári áður en eiginlegt skólastarf hófst. meginmarkmið rannsóknarinnar er að skilja og varpa ljósi á sýn skólastjóra á forystuhlutverkið í upphafi starfsins, hvaða viðfangsefni biðu hans og hvað hann hugsaði þegar hann réð fólk til starfa. gögnum um sýn og viðfangsefni var safnað með viðtölum og vettvangsathugunum. mikið kapp var lagt á að undirbúa jarðveg hins nýja skóla þannig að þar gæti farið fram farsælt skólastarf. skólastjóri vann að stefnumótun skólans í samvinnu við nýmyndað foreldraráð. Hann fékk einnig tíma til að lesa sér til um strauma og stefnur í skólamálum og kynna sér fyrirkomulag í öðrum skólum. auk þess sinnti hann mannaráðningum og hagnýtum þáttum sem lutu að skipulags- og byggingar - málum. skólastjóri sagðist vilja vera sýnilegur, faglegur þátttakandi í skólastarfinu og leita lausna með samræðu að vopni. skólanum bárust margar umsóknir um störf en sóst var eftir áhugasömu og fjöl - hæfu fólki sem gæti samsamað sig stefnu skólans og unnið í teymum í opnum rýmum með þarfir nem - enda að leiðarljósi. Vandað var til verka við ráðningar og tekin fjölmörg viðtöl við hæfa umsækjendur en þeir sem sóttu um voru flestir fremur reynslulitlir. skólastarf er farið af stað en ekki hefur allt gengið upp eins og áformað var. Byggingarframkvæmdum seinkaði og það olli ringulreið og töfum á áætlaðri faglegri samvinnu kennara. Vísbendingar eru um að í skólanum séu aðstæður til að þróa námssamfélag og samvinnu. 43 Hagnýtt gildi: rannsóknin færir fræðasamfélaginu nýja þekkingu á því hvaða þáttum þarf að sinna við upphaf og undirbúning skólastarfs í nýjum skóla og hvað þarf að hafa í huga þegar ráða á fólk til starfa. Hún varpar ljósi á ýmsa þætti sem huga mætti nánar að og veita stuðning í því sambandi. má þar nefna mikilvægi þess að væntingar skólastjórnenda til skólastarfsins og forystuhlutverksins séu skýrar og ráðningarferli skipulagt og úthugsað. Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.