Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 49

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 49
kvörð unum og að foreldrar séu virkjaðir til þátttöku.3 með tilliti til skipulagsins í skólanum, kynja skiptingar starfsfólks og starfsreynslu var ákveðið að tala við að minnsta kosti einn kenn - ara úr hverju teymi, tvo karlmenn og þrjár konur. einnig var ákveðið að hafa með í úrtak - inu reyndasta og óreyndasta kennarann. Fyrsti höfundur tók einstaklingsviðtal við skólastjóra, deildarstjóra og fimm kennara. skólastjóri var spurður spurninga eins og hvert hann teldi vera hlutverk sitt, hvaða væntingar hann hefði til samstarfsmanna sinna og hvernig hugmyndavinnunni frá vinnufundum 2006 hefði verið fylgt eftir við mótun sýnar skólans. einnig var spurt í hverju starf hans hefði falist þetta tæpa ár áður en raunverulegt skólastarf hófst og hvaða hugsun og væntingar lægju að baki ráðningu kennara og deildarstjóra. Til að sjá hugmyndir skólastjóra í víðara sam - hengi og ganga úr skugga um hvort samræmi væri milli sýnar og væntinga skólastjórnanda og hugmynda deildarstjóra og kennara um sýn hans og væntingar til þeirra voru tekin ein stakl - ingsviðtöl við deildarstjóra og fimm kennara. Viðtölin voru öll tekin í september 2009 til janúar 2010 á vinnustað viðmælenda að þeirra ósk. nokkur óformleg viðtöl voru auk þess tekin við skólastjóra. Viðtölin hófust með opinni og víðri rannsóknarspurningu með nokkrum undirspurningum. Viðtölin voru öll hljóðrituð og afrituð undir dulnefni. kennararnir kallast hér, k1, k2, k3, k4 og k5 en skólastjórinn og deildarstjóri eru nefndir svo. Til að kynnast aðstæðum, upplifa andrúms - loftið og fá mynd af starfinu voru einnig gerðar sex vettvangsathuganir á fyrstu tveimur mán - uðunum eftir að skólinn tók til starfa. ein heimsóknin stóð í eina og hálfa klukkustund, þrjár voru rúmlega klukkustundar langar og tvær hálftíma langar. gengið var um skólann, setið, horft og spurt og spjallað við nemendur, kennara, skólastjórnendur og annað starfsfólk í skólanum. Til að tryggja siðferðilegar kröfur rannsókn - ar innar um virðingu, skaðleysi, velgjörðir og réttlæti voru viðmælendur upplýstir um tilgang og markmið rannsóknarinnar áður en viðtölin áttu sér stað og þeim heitið algjörum trúnaði og nafnleynd (sigurður kristinsson, 2003). skrifað var undir upplýst samþykki og rannsóknin tilkynnt til persónuverndar. nefndar hafa verið fjórar meginógnanir við réttmæti eða trúverðugleika eigindlegra rann - sókna. í fyrsta lagi að það vanti fyllri mynd af fyrirbærinu, í öðru lagi að það sé skekkja í úr - taki, í þriðja lagi að fagleg fjarlægð rann sakanda sé ónóg og í fjórða lagi að um sé að ræða ótímabær rannsóknarlok (sigríður Hall dórs - dóttir, 2003). Hér er einungis um að ræða helming kennara og því hætta á að fyrsta ógnun - in sé til staðar. Til að forðast ógnun tvö voru viðmælendur m.a. valdir með tilliti til kyns, reynslu og starfsvettvangs. Þeir hófu allir nýlega störf í nýjum skóla og er því mögulegt að fjarlægðin sé ekki næg og ógnun þrjú til staðar. Vegna seinkunar á framkvæmdum við byggingu skólahúsnæðis og annríkis kennara vegna ýmissa ófyrirséðra þátta í upphafi skóla starfs drógust viðtöl á langinn og þau áttu sér ekki öll stað alveg í upphafi skólans eins og fyrirhugað var í fyrstu. Því er ógnun fjögur til staðar, þ.e. að greiningarferlið hafi ekki verið fullþróað og meiri tíma hefði þurft til að lifa með gögnunum. niðurstöður skólastjórinn samsamaði sig sýn vinnuhóps frá 2006 um skólastarfið og taldi skýrslu hans hafa legið til grundvallar stefnumótun skólans, þar sem lögð var áhersla á að skólinn væri athvarf þar sem allir væru með og komið væri til móts við mismunandi þarfir með samvinnu, um - hyggju og gleði í skólastarfinu. Hann vill vera sýnilegur og virkur þátttakandi í hinu daglega skólastarfi og leggur áherslu á dreifða forystu, samræðu og lausnaleit. áherslur í starfi og undir búningur eiginlegs skólastarfs gefa mynd af viðfangsefnum, viðhorfum, sýn og vænt - ingum í starfi hins nýja skólastjóra við upphaf skólastarfs í nýjum skóla. ráðningamál skipa þar stóran sess. Áherslur skólastjóra í starfi skólastjórinn taldi hugmyndir sínar um skóla - 49Að undirbúa nám í nýjum skóla Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 3 Þessar upplýsingar fengust á heimasíðu skólans. Til að tryggja nafnleynd er hennar ekki getið hér. Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.