Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 50

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 50
starf litaðar af hugsmíðahyggju og af uppbygg - ing arstefnunni. uppbyggingarstefnan er aðferð sem þróuð hefur verið til að sporna gegn agavanda í samfélaginu. Hún felst í því að byggja upp sjálfsaga og ábyrgð hjá einstakl - ingum með samræðum um lífsgildi og eigið sjálf. Hún varar við umbunum en hefur að leiðarljósi að setja skýr mörk um hegðun og þróa leiðir til að halda sig innan þeirra marka (gossen, 2006, 2007). einnig sagðist skólastjór - inn aðhyllast jákvæða agastefnu (e. positive discipline) sem leggur áherslu á bekkjarfundi sem kennslutæki í samskiptum. agastefnan leggur áherslu á að leita orsaka hegðunar og að horft sé á þörfina á að tilheyra, og varar við umbunum og refsingu (nelsen, Lott og glenn, 2000). skólinn ætlar að hafa þessa stefnu að leiðarljósi í starfi sínu en að mati skólastjóra á hann enn langt í land með að innleiða hana. skólastjórinn taldi nám og kennslu vera samspil kennara og nemenda og snúast um „...að virkja nemendur þannig að þeir séu sjálfir að pæla í hlutunum.“ Honum finnst kennslu - stund hafa heppnast vel þegar nemendur ná „...að grafa sig niður í eitthvert viðfangsefni og maður er að ýta hinu og þessu að þeim og þau grípa. Þá er hægt að koma svo mörgu inn.“ skólastjóri sagðist hafa lagt áherslu á það í gegnum tíðina að hafa gaman í vinnunni. Hann sagðist fá mikið út úr því að vinna og sagðist vilja að það væri ekki bara hann sem upplifði þetta. Hann sagðist langa mikið til að ná því fram í skólanum að öllum liði vel, að þar væri ríkjandi gleði, vingjarnlegt, opið og traust and - rúmsloft, að komið væri til móts við mis mun - andi þarfir og að börnin lærðu; að hægt yrði að segja um skólann að hann væri „skóli sem lærir“. Líðan og nám er samfléttað í huga skóla - stjóra og hann sagði: „maður hefur rekið sig of mikið í gegnum tíðina á leiða krakka. Þeir vantreysta fullorðnum. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp traust.“ Þessu taldi hann vera hægt að koma á með hreinskilnum sam ræðum, samvinnu og uppbyggjandi sam skiptum. Deildarstjóra og flestum kennurum fannst stefna skólans vera skýr og stjórnun skólastjór - ans leiðbeinandi. Þannig sagði k2 að sér hefði fundist „verkstjórn skólastjórans svo markviss ... hún var svo skýr og ég vissi nákvæmlega að hverju ég væri að ganga. Það kom mér eiginlega svolítið á óvart. Ég var búinn að fá uppskrift - ina.“ k3 sagði jafnframt að skólastjóri setti línu sem fylgt væri eftir og legði á sig ábyrgð sem umsjónarkennara. Þetta fannst k3 gott og hann vildi hafa þetta svona. Deildarstjóri sagði að skólastjórinn miðlaði vel hugsunum sínum, breytti í samræmi við það sem hann segðist standa fyrir, og að skólastefnan væri skýr. Hann sagði um skólastefnuna: „Ég máta mig svo vel inn í hana því þetta er einmitt það sem ég hef verið að hugsa um svo lengi.“ k3 sagði hins vegar um stefnuna að hún væri „kannski ekki alveg skýr hér... Þetta er ekki alveg niður njörv - að. Ég held hann sé ennþá að reyna að finna út úr hlutunum.“ aðspurður hvernig hann teldi sig í stakk búinn að takast á við það verkefni að veita nýjum skóla forystu sagði skólastjóri það leggjast vel í sig. Hann sagðist þó vera að takast á við viðfangsefni sem hann hefði ekki prófað áður heldur bara lesið um, þ.e. að vinna í opnu rými þar sem áherslan væri á teymiskennslu og samvinnu. Hann sagði samvinnuna vera þau vinnubrögð sem lögð væru til grundvallar í skólanum, bæði hjá nemendum og kennurum, og hann sagðist treysta fólkinu í kringum sig. skólastjóri sagðist vilja vera stjórnandi sem starfaði með fólkinu „á gólfinu“ og vonaði að fólk upplifði hann þannig og sagði: „Ég er meðvitaður um að loka mig ekki inni, loka mig ekki inni í pappírsflóðinu.“ Hann sagði enn - frem ur: „Ég sé stefnu mína algjörlega endur - spegl ast í hugmyndum vinnuhóps ... áður en ég réð mig skoðaði ég það. Ég hefði sennilega aldrei farið inn í þessa vinnu nema af því að mér hugnuðust þessar hugmyndir. sá bolti var á lofti og ég greip hann.“ í vettvangsathugunum mátti sjá að skóla - stjór inn gekk í tilfallandi verkefni, fór í forfalla - kennslu og vann með teymum að innleiðingu ákveðinna kennsluaðferða. Hann var vel sýni - legur og þátttakandi í starfinu og var á sífelldu vappi um skólann. kennarar staðfestu þennan sýnileika skólastjórans og sögðu hann mikinn þátttakanda í öllu skólastarfinu. Þeir töldu það nauðsynlegt og mikinn kost. skólastjórinn sagðist vilja nota samræðuna sem verkfæri, stuðla að því að fólk læsi saman og lærði saman og lagði upp með að kynna starfsfólki eigin sýn og kenningargrunn. mikil - 50 Birna María Svanbjörnsdóttir, Allyson Macdonald og Guðmundur Heiðar Frímannsson Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.