Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 65

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 65
65Tengsl námsárangurs við viðhorf nemenda og foreldra Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 barnanna af skólagöngu sinni, líðan í skólanum, námsgetu, auk mats á eigin hegðun og við - horfum. í þeim voru spurningar og staðhæfingar eins og í nemendalistunum í 6. og 9. bekk. svarkvarði í staðhæfingum var sá sami og hjá nemendum. sami spurningalisti var sendur til allra foreldra nemenda í öllum bekkjunum en þó með smávægilegum breytingum á einstaka spurningu eftir því á hvaða aldri börn þeirra voru. niðurstöðum úr samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði var safnað þegar nem - endur voru í 4. bekk og 7. bekk, þ.e.a.s. rúmu ári eftir að þeir svöruðu spurningalistunum. einkunnir eru normaldreifðar með meðaltal 30 og staðalfrávik 10. Framkvæmd. Haft var samband við alla þátt - tökuskólana og gerður við þá samningur um þátttöku í rannsókninni. Þetta var gert til að stuðla að sem mestri þátttöku en umsjónar - kennarar í viðkomandi árgöngum voru rann sak - endum innan handar við að senda spurn inga lista heim til foreldra og við að afla skriflegra leyfa frá þeim fyrir þátttöku barna þeirra og leyfis til að tengja niðurstöður við útkomu úr samræmd - um prófum. Foreldrar fengu jafnframt upplýs - inga blað um rannsóknina og framkvæmd henn ar og þeim var heitið trúnaði. rannsakendur fóru í þátttökuskólana og lögðu spurningalistana fyrir þá nemendur í 3., 6. og 9. bekk sem foreldrar höfðu gefið leyfi fyrir. áður en spurningalistar voru lagðir fyrir var rætt við nemendur um að þeir þyrftu ekki að taka þátt í könnuninni og að farið yrði með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. spurninga - listar fyrir alla foreldra voru sendir heim með nemendum og sáu umsjónarkennarar um að innheimta þá. söfnun upplýsinga frá nemendum í 1. bekk fór öðruvísi fram, en sérstakur starfs - maður aðstoðaði nemendur við að fylla út spurningalista. gagnasöfnun fór fram í október til desember 2007, nema í einum skólanna þar sem hún fór fram í mars 2008. niðurstöður úr samræmdum prófum voru fengnar frá námsmatsstofnun en nemendur tóku samræmd próf haustið 2008. einnig var ætlunin að fá niðurstöður úr 10. bekk vorið 2009 en hætt var við að prófa samræmt það vor. starfs - maður námsmatsstofnunar fékk kennitölur þátttakenda og tengdi við niðurstöður í sam - ræmd um prófum. rannsakendur báru síðan þessar niðurstöður saman við svör úr spurninga - listum frá nemendum og foreldrum þeirra. Úrvinnsla. unnið var úr gögnum í sPss 17.0. notaðar voru hefðbundnar aðferðir við úr - vinnslu: t-próf, dreifigreining og margfaldur samanburður. Valið var að nota games-Howell aðferðina við margfaldan samanburð því hún hentar vel þegar unnið er með misstóra hópa þar sem aðferðin hefur góða stjórn á villum en gefur jafnframt góðan tölfræðilegan styrk (Toothaker, 1991). í spurningalistanum, sem saminn var sér - stak lega fyrir rannsóknina, var mikill fjöldi staðhæfinga sem mæla áttu ólíka þætti eins og lýst er í kaflanum um mælitæki. Þar sem ekki var um stöðluð mælitæki að ræða var ákveðið að beita leitandi þáttagreiningu (e. principal components analysis) til að kanna hvernig breytur röðuðust á þætti. með þáttagreiningu eru myndaðir þættir sem síðan er kannað hvernig tengjast námsárangri frekar en að prófa fyrirfram skilgreind líkön. snúningur þátta var hornréttur (varimax snúningur), þ.e. ekki er fylgni á milli þeirra. Þáttagreiningin hentar hér ágætlega miðað við úrtaksstærð og fjölda stað - hæf inga sem unnið er með og leyfir að niður - stöður séu settar fram með þeim hætti að þær séu aðgengilegar fyrir skólafólk. niðurstöður Kyn og félagslegur bakgrunnur. Þeir nemendur sem tóku þátt í rannsókninni voru fyrir ofan meðallag í árangri á samræmdum prófum en meðaltalið á normaldreifðum kvarða er 30 stig. í 4. bekk var meðaltalið í íslensku 32 stig (n=252) og einnig 32 stig (n=250) í stærðfræði. ekki var munur á árangri pilta og stúlkna í stærðfræði en stúlkurnar voru að meðaltali 5 stigum hærri en piltarnir í íslensku (t(250)= – 4,1, p<0,001). svipuð niðurstaða var í 7. bekk; árangur í bæði íslensku og stærðfræði var rúmlega 32 stig, enginn munur á árangri pilta og stúlkna í stærðfræði en stúlkur rúmlega fjórum stigum hærri en piltar í íslensku (t(280)= –3,2, p=0,002). í 4. bekk var marktækur munur í íslensku Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.