Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 83

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 83
kennarar eða sinntu eingöngu nýbúakennslu þann tíma sem rannsóknin var gerð. Bogdan og Biklen (2003) benda á að þátttakendur þurfi að fá að vita hvers vegna þeir voru valdir, til dæmis vegna skilnings á kennslumálum eða reynslu þeirra sem kennara. Við úrvinnslu gagnanna var gengið út frá rannsóknarspurningunni og spurningum úr viðtalsrammanum. í upphafi voru viðtölin skráð orðrétt og voru þau ásamt öðrum gögnum lykluð og flokkuð í þemu, eftir því sem efni rannsóknarinnar gaf tilefni til. Hjá Bogdan og Biklen (2003) kemur fram að fyrst sé gott að flokka gróflega í yfirflokka það sem snertir skólann, það sem viðkemur kennaranum og það sem snýr að nemendum. síðan eru búnir til undirflokkar, fjallað um einkenni þeirra og dæmi tekin úr rannsóknargögnunum sem styðja umfjöllunina. upplýsingar af heimasíðum skól - anna og úr handbókum hvers skóla, svo og önnur gögn sem viðmælendur létu í té voru einnig flokkuð og greind. Helstu niðurstöður Fjölbreyttir kennsluhættir og viðhorf kennara Þátttökuskólarnir fjórir eru allir í grónum hverfum reykjavíkur. í stefnum skólanna var að finna svipaðar áherslur á samvinnu kennara sem stuðluðu að fjölbreyttum kennsluháttum með nemandann í forgrunni. einnig var lögð áhersla á samvinnu nemenda og ábyrgð þeirra á námi sínu og framkomu. Þá voru fjölbreytt námstækifæri við hæfi hvers og eins meðal áhersluatriða. í öllum skólunum áttu nemendur kost á stuðningi og námsaðstoð í námsveri. Töluverður samhljómur var meðal þátttakenda í öllum skólunum og ekki bar á ólíkum áherslum í störfum þeirra. Til þess að virða nafnleynd þátttakenda og skólanna sem þeir starfa við voru þeim gefin dulnefni í þessari umfjöllun. Úr akureyjarskóla tóku þátt þær erna og inga. Þeir tveir kennarar sem voru með úr engeyjarskóla voru Þóra og Bára. Úr Viðeyjarskóla tóku þátt þær Dóra og Lára og úr Þerneyjarskóla voru alda og Fríða. Þegar þessi rannsókn var gerð hafði einungis einn þátttökuskólanna mótað ákveðna fjölmenn - ingarstefnu, annar hafði slíka stefnu í mótun, en hinir tveir höfðu ekki lagt grunn að slíkri stefnumótun. svo virtist sem einu fjölmenn - ingarlegu áherslur þátttökuskólanna væru þemadagar, til dæmis í kringum þjóðhátíðardaga þeirra landa sem erlendir nemendur voru frá, evrópska tungumáladaginn eða skipulagðan hátíðisdag einu sinni yfir veturinn. um það sagði Bára: „Það er til dæmis árlega hérna dagur sem allir hittast og þeir sem eiga aðra menningu en við, þeir koma og kynna hana fyrir okkur.“ Það er eflaust undir starfsfólkinu komið hvernig andrúmsloftið er innan hvers skóla. námfúsir nemendur, jákvæðir foreldrar og gott starfsfólk eiga sinn þátt í að byggja upp og styrkja skólastarfið. inga talaði um að betra væri að halda utan um alla hluti vegna þess hve skólinn væri fámennur. Þær Bára og Þóra voru sammála um að styrkur skólans fælist helst í áhugasömum og góðum kennurum og góðum vilja stjórnenda til að greiða götu nemenda af erlendum uppruna. Bára sagðist ekki alveg hafa heildaryfirsýn yfir skólann, en hjá eldri nem - endum væri unnið eftir ákveðnu ferli sem væri sniðið að þörfum hvers og eins. Hún sagði að það mættu vera meiri breytingar og að fólk þyrfti að setjast niður og ræða saman um hvað hægt væri að gera betur. Þegar umræður um kennarastarfið ber á góma hefur fólk gjarnan myndað sér sína skoðun á hlutverki kennarans og sitt sýnist hverjum um það. í samtölunum við þátttakendur rannsóknarinnar um hlutverk kennara voru svör þeirra með svipuðum hætti. grundvallar - markmiðið að mati Fríðu var að hjálpa erlendu nemendunum af stað svo þeir gætu nýtt sér námið inni í bekk. svo bætti hún við: „Og þess vegna er svo mikilvægt að okkur takist að byggja góðan grunn, að við finnum leiðirnar hérna í grunnskólanum, sem skila þeim sem lengst áfram í framhaldsnám.“ alda benti á nauðsyn þess að kennarar temdu sér jákvæð viðhorf og létu álagið ekki trufla sig. Það er ljóst að sumir þátttakendanna hafa gert kennslu að ævistarfi sínu, að minnsta kosti þeir sem starfað hafa sem kennarar á þriðja áratug eða rúmlega það. Það var forvitnilegt að heyra hvað þeir töldu helst hvetja sig áfram í starfinu. að mati Báru voru það samskiptin við erlendu nemendurna og að nálgast þá á getustigi þeirra í náminu. inga leit meira á þetta sem hluta af vinnu sinni og fannst að hún ætti frekar 83Kennarar og kennarastarf í fjölmenningarlegu samfélagi Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.