Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 87

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 87
hópnum. Þetta er það sem Banks (2005a) bendir á; að starfsmenn skólanna verði að skipuleggja vinnu sína með tilliti til þarfa nemenda með ólíka færni og með mismunandi menningar - legan bakgrunn. í viðtölum við þátttakendur kom í ljós hve mislangt skólarnir, sem þátt tóku í rannsókninni, voru komnir í að móta ákveðna fjölmenningar - stefnu. Við teljum að ein ástæða þess geti verið misjafn fjöldi nemenda af erlendum uppruna milli ára. Það eitt getur haft áhrif á hvort tekið sé mið af fjölmenningu þegar kennarar skipu - leggja skólastarfið. Við tókum einnig eftir því hjá viðmælendum okkar að sumum þeirra fannst starf með innflytjendabörnum vera þolin - mæðisvinna, henni fylgdi aukaálag og þá vant - aði stundum meiri tíma til að sinna nem end - unum betur og skipuleggja starfið. í Aðal - námskrá grunnskóla (menntamálaráðu neytið, 1999) stendur meðal annars að sífellt þurfi að endurskoða námskrána í takt við sam félagslegar þarfir. Þar segir einnig að ábyrgð kennarans felist í því að velja árangursríkar kennslu - aðferðir, sem ná einnig markmiðum aðal - námskrár. í tengslum við þetta er vert að benda á að kennarar eru misopnir fyrir því að tileinka sér ný og breytt vinnubrögð, sem er mikilvægt í fjölmenningarlegu umhverfi. í því sambandi getur fræðslufundur eða símenntunar námskeið hjálpað mikið til við að víkka út sjón deild - arhring viðkomandi kennara. Bruner (1996) telur að kennarar eigi einna stærstan þátt í að skapa skólamenningu hvers skóla og því þurfi góðan undirbúning til að virkja þá í umbóta - starfi skóla. Tomlinson (1999) segir að markmið kennara hafi ætíð verið að koma til móts við þarfir einstakra nemenda. Hún bendir einnig á að þeir kennarar sem hafi mismunandi menn - ingarlegan bakgrunn nemenda í huga við undirbúning kennslu noti fjölbreyttar og sveigj - anlegar kennsluaðferðir. Fagmennska kennara Helmingur kennaranna sem þátt tóku í rann - sókninni hafði kynnt sér fjölmenningu með því að fara á námskeið, lesa sér til eða læra af samstarfsfólki. kennararnir sýndu ákveðna fag - mennsku í starfi með nemendum með því að reyna iðulega að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. kennararnir notuðu mikið samvinnu og hópavinnu, sem þeir töldu að auðveldaði erlendum nemendum að komast inn í hópinn og læra af bekkjarfélögunum. Það álítum við einmitt góða leið til að auðvelda erlendum nemendum að aðlagast íslenskri skólamenn - ingu. Þetta samræmist lýsingu Wrigleys (2000) á því með hvaða hætti bæta megi námsárangur nemenda með mismunandi menningarlegan bakgrunn. meðal annars leiddu niðurstöður rannsóknar hans í ljós að samvinnunám hefði augljósa kosti. einnig sýndu niðurstöður fram á að virðing og jákvæðar skólareglur væru mikilvægir þættir. Þetta kemur heim og saman við skrif sigrúnar aðalbjarnardóttur (1999), sem álítur að einn þátturinn í fagmennsku kennara sé að efla samskiptafærni nemenda og félagsþroska þeirra. Þar telur hún að skipti mestu máli að kennarinn setji sig í spor annarra. að auki sýna niðurstöður rannsókna á reynslu fjölbreyttra kennarahópa (Björk Helle Lassen, 2010; Hanna ragnarsdóttir, 2010; Hanna ragnarsdóttir og Hildur Blöndal, 2007, 2010; Ladson-Billings, 2001; schmidt og Block, 2010) fram á mikilvægi þess að styrkur, innsýn og reynsla fjölbreyttra kennarahópa sé nýtt í þágu fjölbreyttra nemendahópa. Þetta er í takt við skrif Hafdísar guðjónsdóttur (2004), sem telur að strax í kennaranámi mótist fagmennsk - an og fræðilegur skilningur aukist. Hún heldur því einnig fram að fagmennska aukist í starfi kennarans þegar hann metur starf sitt með gagnrýnum hætti. Fagmennska viðmælenda rannsóknarinnar var augljós að okkar mati. Þeir voru meðvitaðir um fjölbreytilegan bakgrunn nemenda og tóku mið af honum í kennslunni. einn viðmælenda hafði á orði hve undirbúningur fyrir kennslu innflytjendabarna væri nauðsynlegur því að íslenskukennslan væri allt öðruvísi með erlend - um nemendum. Það hvatti kennarana áfram að upplifa aukinn skilning nemenda og sjá sjálfs - traust þeirra vaxa. mikilvægi fagmennsku kennara er ótvírætt, svo og áhrif hennar á nemendur bæði námslega og félagslega. í tengslum við þetta bendir sears (1998) á að kennarinn verði að kynna sér færni barna af erlendum uppruna svo hann geti hagað kennslunni miðað við getu þeirra og fengið þeim verkefni sem henta hverjum og einum. í því sambandi má nefna að nieto (1999) 87Kennarar og kennarastarf í fjölmenningarlegu samfélagi Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.