Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 94

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 94
það var ekki nýmæli því hliðstæð markmiðs - setning fyrir brautir hafði verið í eldri nám - skrám. almennu markmiðin voru ekki heldur alger nýlunda því í lögum og reglugerðum frá fyrri tíð höfðu framhaldsskólum verið sett almenn markmið. í reglugerð fyrir Lærða skól - ann sem gefin var út 1850 sagði t.d. í 4. grein að skólinn ætti „að sjá um að piltar verði guð - ræknir og siðprúðir“ (kristinn ármannsson, einar magn ús son, guðni guðmundsson og Heimir Þorleifs son, 1975, bls. 19) og í reglugerð fyrir Hinn almenna menntaskóla í reykjavík frá árinu 1904 sagði að markmið skólans væri að „efla sálar- og líkamsþroska nemendanna“ (kristinn ármannsson o. fl., 1975, bls. 70). Heildstæð löggjöf um framhaldsskóla varð ekki til fyrr en með lögum nr. 57 frá 1988. markmiðssetningin í þeim er stuttorð. Hún er í 2. gr. þar sem segir: Hlutverk framhaldsskóla er eftirfarandi: • að búa nemendur undir líf og starf í lýð - ræðissamfélagi með því að skapa skilyrði til náms og þroska við allra hæfi, • að búa nemendur undir störf í atvinnulífinu með sérnámi er veiti starfsréttindi, • að búa nemendur undir nám í sérskólum og á háskólastigi með því að veita þeim þekkingu og þjálfun í vinnubrögðum. Lögin frá 1988 giltu í átta ár þar til sett voru ný framhaldsskólalög, nr. 80 frá 1996, þar sem tilgreind voru eftirtalin markmið í 2. gr. Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að al hliða þroska allra nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóð - félagi. Framhaldsskólinn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám. Framhaldsskólinn skal leitast við að efla ábyrgð arkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfs traust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til stöðugrar þekkingar - leitar. markmiðskaflinn í almennum hluta Aðal nám - skrárinnar frá 1999 (menntamálaráðu neytið, 1999) byggist á þessari lagagrein en bætir töluvert miklu við hana og er mun ítarlegri en fyrri tilraunir yfirvalda til að skilgreina markmið náms á framhaldsskólastigi. Tvenns konar kenningar um almenn markmið Hollenski námskrárfræðingurinn Jan van den akker (2003) hefur skipt lýsingum á námskrám skóla í þrjár hæðir eða stig þar sem hver skiptist í tvö millistig svo þrepin eru alls sex. á efstu hæðinni eru menntahugsjónir og almenn mark - mið sem skólum eru sett af yfirvöldum. á miðhæðinni er námskráin eins og kennarar túlka hana og framkvæma. á neðstu hæð er svo reynsla nemenda og það sem þeir ná að læra. samkvæmt því sem akker (2003) segir er æði vandasamt að skýra hvernig þessar hæðir tengjast og hann segir að oft sé mikið bil milli almennra yfirlýsinga á efstu hæðinni og þess sem kennarar gera í raun. Fleiri sérfræðingar hafa efast um að skólar vinni í raun að almennum markmiðum sem þeim eru sett. enski menntaheimspekingurinn John White (2005) hefur t.d. sagt frá könnun sem hann gerði á ensku námskránni frá árinu 2000, þar sem hann skoðaði hvernig markmið kennslu í einstökum greinum tengdust almenn - um markmiðum. niðurstaða hans var að í flest - um hefðbundnum námsgreinum væru tengslin afar lausleg. af menntaheimspekingum sem mér er kunn ugt um að hafi fjallað um tengsl almennra markmiða við kennslu og skólastarf er White (1982, 1997, 2009) skeleggasti og skýrmæltasti talsmaður þeirrar skoðunar að skólastarf skuli endurskipulagt út frá almennum markmiðum. White (1997) hefur lýst umbótum á skólum svo að þær hljóti að hefjast á að skilgreina svo góð markmið sem vera má og leiða svo af þeim undirmarkmið og þannig koll af kolli þar til komið er að einstökum þáttum skólastarfs - ins. Hann gerir ráð fyrir að út úr þessu komi skólar mjög frábrugðnir þeim sem nú tíðkast, enda hefur hann lýst efasemdum um að nú - gildandi námskrár verði réttlættar með rökum (White, 2006). aðrir menntaheimspekingar hafa efast um að rétt sé að hugsa um almenn markmið á þann veg að hægt sé að leiða af þeim hvað skuli kennt eða hvaða greinabundnu markmiðum skuli stefnt að. einn fremsti menntaheim spekingur englendinga á síðustu öld, richard s. Peters 94 Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.