Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 96

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 96
ástæðan fyrir því að þessar greinar voru valdar var einkum sú að Aðalnámskráin frá 1999 (menntamálaráðuneytið) kvað á um meiri breyt - ingar í þeim en öðrum bóklegum greinum sem ætlað er sambærilegt rými í námskrá svo ætla mátti að kennarar í þeim hefðu öðrum fremur endurskoðað áherslur og val á viðfangs efnum. Úrtakið sem ég valdi var sú gerð af mark - vissu úrtaki sem stundum er kölluð fræðilegt úrtak (ritchie, Lewis og elam, 2003). Ég kaus viðmælendur þannig að ég byrjaði á að velja fimm skóla, þrjá menntaskóla og tvo fjölbrauta - skóla, og hafði þá á sem ólíkustum aldri og með ólíka sögu. Ég skrifaði skólameisturum þeirra tölvupóst og bað þá að benda mér á við mælendur úr hópi kennara í raungreinum, stærð fræði og sögu. í öllum tilvikum lét ég þess getið að ég leitaði eftir viðmælendum sem hefðu um árabil verið í forystu meðal kennara í sinni grein og haft áhrif á val á námsefni og áherslur í kennslu. skólameistararnir brugðust vel við bréfum mínum og bentu mér á viðmælendur sem ég hafði samband við í tölvupósti. af þeim fimm tán kennurum sem skólameistararnir bentu mér á svöruðu fjórtán og voru fúsir til að ræða við mig. sögukennararnir sem mér var vísað á voru allir karlar en raungreinakennararnir voru tvær konur og þrír karlar og stærðfræðikennararnir voru þrjár konur og tveir karlar. Til að rétta örlítið þessa karlaslagsíðu á sögunni hafði ég samband við stjórnanda í einum skóla til og þar var mér bent á konu sem kenndi sögu. Ég skrif - aði henni og hún féllst á að ræða við mig. einn viðmælanda hafði ég samband við eftir ábend - ingu frá formanni Félags raungreina kenn ara. Viðmælendur mínir voru nú orðnir sextán að tölu úr sjö skólum. í lok febrúar 2010 hafði ég talað við þá alla og var langt kominn með úr - vinnslu og greiningu á viðtölunum. í öllum þrem greinaflokkunum reyndust upplýsingar, hug - mynd ir og meiningar í síðustu viðtölunum að miklu leyti endurtekning á því sem fyrri viðmæl - endur höfðu sagt. Ég hafði því ástæðu til að ætla að frekari viðtöl væru óþörf, eða með öðrum orðum að ég væri að nálgast það sem kallað er mettun (e. saturation) í ritum um eigindlegar rannsóknaraðferðir (Creswell, 2007). mér fannst ég þó ekki geta verið viss um þetta því þessir sjö skólar voru allir nema einn á höfuðborgarsvæðinu og þeir voru allir fremur stórir. Ég ákvað því að bæta við tveim viðtölum við kennara í minni skóla fjarri reykjavík og hringdi í skólameistara við fjölbrautaskóla úti á landi. Hann benti mér á viðmælendur sem höfðu verið forystumenn í hópi sögu- og stærðfræðikennara við skólann um langt árabil. Þessir síðustu tveir viðmæl endur bættu litlu við þau sjónarmið sem birst höfðu í viðtölum mínum við hina sextán. í 1. töflu er gerð grein fyrir viðmælendum. 96 Atli Harðarson Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 1. tafla: Viðmælendur nr. kennslugreinar Bekkjakerfi eða áfangakerfi Lengd kennsluferils í fram- haldsskóla (rúnnuð að 5 árum) 1 raungreinar Bekkjakerfi 30 ár 2 raungreinar Bekkjakerfi með nokkur einkenni áfangakerfis 20 ár 3 raungreinar áfangakerfi 20 ár 4 raungreinar áfangakerfi 10 ár 5 raungreinar áfangakerfi 15 ár 6 raungreinar áfangakerfi 30 ár 7 saga Bekkjakerfi 20 ár 8 saga Bekkjakerfi með nokkur einkenni áfangakerfis 20 ár 9 saga áfangakerfi 20 ár 10 saga áfangakerfi 25 ár 11 saga áfangakerfi 40 ár 12 saga áfangakerfi 25 ár 13 stærðfræði Bekkjakerfi 35 ár 14 stærðfræði Bekkjakerfi með nokkur einkenni áfangakerfis 20 ár 15 stærðfræði áfangakerfi 35 ár 16 stærðfræði áfangakerfi 5 ár 17 stærðfræði áfangakerfi 15 ár 18 stærðfræði áfangakerfi 20 ár Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.