Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 97

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 97
97Skilningur framhaldsskólakennara á almennum námsmarkmiðum Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Ég þekkti aðeins einn af þessum kennurum fyrir og þau kynni voru ekki náin. Ég hitti hvern þeirra einu sinni. í upphafi hvers viðtals sagði ég í stuttu máli hvers konar rannsókn ég væri að vinna, gerði grein fyrir því að nöfn viðmæl - enda mundu hvergi birtast né heldur nöfn skól - anna og að hljóðritunum yrði eytt að rannsókn lokinni. Flest viðtölin, eða fimmtán, fóru fram á vinnustað kennara en þrír viðmælendur buðu mér heim til sín. auk gagna úr viðtölum studdist ég við texta Aðalnámskrár framhaldsskóla (menntamála - ráðu neytið 1999, 2004) og eldri Námskrár handa framhaldsskólum (menntamálaráðuneytið, 1990). * Viðtalstæknin sem ég beitti byggðist einkum á leiðbeiningum í bók eftir Taylor og Bogdan (1998) og sú ákvörðun að nota opin viðtöl til að grundvalla almenna kenningu studdist við aðferðafræðilegar kenningar úr þeirri sömu bók. Ég hafði einnig hliðsjón af bók eftir kvale og Brinkmann (2009). Ég reyndi að nota sem opnastar spurningar og fá kennarana til að spjalla vítt og breitt um starf sitt. Hér er dæmi um hvernig ég opnaði umræðu um almenn markmið í Aðalnámskránni frá 1999: Ég: ein breytingin sem varð með nám skránni 1999 var að menntamálaráðuneytið skil greindi almenn markmið og segir í Aðal námskrá að þau snerti allar námsgreinar fram haldsskóla og starfsemi þeirra og þessi almennu markmið eru til dæmis að nemendur hafi tamið sér sjálfstæði í hugsun, gagnrýna hugsun, dóm - greind, um burð ar lyndi, verði færir um að tjá skoðanir sínar, kunni skil á réttindum og skyld um ein staklings í lýðræðisþjóðfélagi. geturðu sagt hvort og þá hvernig þessi listi hefur áhrif á hvernig þið kennið. kennari: Þetta er góð spurning … (Úr viðtali við sögukennara.) * Við frumúrvinnslu viðtalanna fylgdi ég að veru - legu leyti aðferðafræði grundaðrar kenningar eins og henni er lýst af Creswell (2007), Charmaz (2006) og Bogdan og Biklen (2003). Þessi aðferðafræði snýst um að nota aðleiðslu til að leiða almennar niðurstöður af gögnum sem aflað er með opnum viðtölum. aðferðafræðin sem ég beitti var spunnin úr fleiri þáttum en þeim sem kenndir eru við grundaða kenningu því þegar ég hafði mótað tilgátur um einstök atriði í viðtölunum beitti ég aðferðum hefðbundinnar túlkunarfræði þar sem ég las viðtölin aftur og mátaði tilgáturnar við textann í heild. Þessari gerð túlkunarfræði hefur verið skilmerkilega lýst af norska heimspek - ingn um Dagfinn Føllesdal (1994) og ég notaði mér greinargerð hans þótt ég styddist einnig við skrif Hans-georgs gadamer (1981a, 1981b) sem var fremstur í flokki þeirra sem fjölluðu um túlkunarfræði með heimspekilegum hætti á síðustu öld. í stuttu máli má lýsa vinnubrögðum mínum svo að í byrjun hafi ég einkum haldið mig við aðferðir grundaðrar kenningar og notað þær til að fá hugmyndir um tilgátur. eftir því sem á leið beitti ég túlkunarfræði meir og meir og notaði hana til að fínpússa tilgátur mínar og prófa þær og meta hverjar væru þess virði að halda í þær og hverjum væri rétt að hafna. Þegar texti þessarar greinar var næstum fullunninn sendi ég viðmælendum hann til skoðunar. Tveir þeirra gerðu athugasemdir við tilvitnanir í eigin orð eða útleggingar á þeim og tók ég tillit til þeirra athugasemda. niðurstöður „Stór hluti þeirra er og hefur verið partur af góðri sögukennslu“ Ég spurði alla kennarana sem ég talaði við hvort og þá hvernig þeir ynnu að markmiðum sem tilgreind eru í almennum hluta Aðalnámskrár framhaldsskóla. Ég fitjaði ekki upp á þessu umræðuefni fyrr en talsvert var liðið á viðtal og yfirleitt í framhaldi af umræðu um kennslu í einstökum áföngum. Ég reyndi að forðast að láta spurningar um þetta efni hljóma eins og þær væru aðalatriði í viðtalinu því ég áleit mögu legt að kennarar fengju þá á tilfinninguna að ég væri að hanka þá á að fara ekki eftir nám - skránni. í 2. töflu er samantekt um það hvernig kennararnir svöruðu. sumir höfðu um þetta nokkuð langt mál en í töflunni er reynt að draga saman kjarna þess sem hver og einn sagði, ýmist með endursögn eða beinni tilvitnun. Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.