Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 111

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Blaðsíða 111
111 rannsóknir í menntavísindum hafa dafnað á íslandi á síðustu áratugum. efling háskóla og rannsóknarstofnana á sviðinu og aukin fag - mennska hefur haldist í hendur við kröfur íslensks samfélags um haldbærar rannsóknir. en þó að margir sprotar hafi komið í ljós er varla hægt að segja að íslensk hefð í þessum efnum hafi mótast. Jafnvel má segja að ein - yrkjafjölbreytni einkenni íslenskar rannsókn ir á uppeldi, menntun og þroska. Það er ekki vondur heimur þar sem allir rækta garðinn sinn; sumir segðu að allt sé í allrabesta lagi. en ókostir fylgja ræktunarsamfélagi sem er bæði fjölskrúð - ugt og fámennt. Hver og einn einyrki rannsakar kvæmi sín og afbrigði og þegar vel gengur stendur hann í bréfaskriftum við útlönd. en aðhald sem fæst af sameigin legum verkefnum og markmiðum verður útundan ef innlenda sam - starfið snýst meira um samræm ingu punktakerfa en um efnisatriði. Hvaða stefnu eiga íslendingar að fylgja í skóla- og uppeldismálum? Hvert er hlutverk rannsókna í að svara því? Þetta er kannski skrýtin byrjun á stuttri umsögn um bók. Hún er svona af því að ég held að bókin The self and its emotions eftir kristján kristjánsson prófessor sé mjög athyglisverð fyrir íslenskt fræðasamfélag. Hún er ekki bara óvenjugóð fræðibók, heldur líka mögulegur vísir að einbeittri og gagnlegri samræðu um uppeldis- og menntamál. ef ritdómari verður að koma að verkefni sínu úr óvilhallri fjarlægð er sá sem hér hamrar á lykla sennilega vanhæfur til að dæma um þessa bók. Ég las nefnilega hluta hennar í handriti og hef líka átt dálítið yfirdeildarmúra - samstarf við höfundinn um námskeið um efni hennar. en á móti því vanhæfi kemur að ég hef haft drjúgan tíma til að kynna mér bókina og hugsa um efni hennar. Og kannski er það ágætt. Það tekur tíma að lesa þessa bók. eins og nafnið gefur til kynna er The self and its emotions umfjöllun um sjálf og tengsl þess við tilfinningalíf. meginatriði þeirrar kenningar er að sjálf sé hvorki félagsleg né fræði leg hugsmíð heldur raunverulegt fyrirbæri. í því ljósi á að umgangast það í dagsins önn og rannsaka það. sjálfið byggist á tilfinningum eða geðshræringum fremur en vitsmunum og drif - kraft ur tilfinninganna beinist að margbrotnum siðferðisviðmiðum, ekki bara afstæðri sældar - hyggju, bældum kvíðahnútum eða einföldum formúlum um jákvætt og neikvætt. kristján heldur þannig fram kenningu sem má heita nýstárleg í nútímafélags- og uppeldisvísindum. Það væri vel hægt að halda því fram að grund vallarefni kenningar hans – sjálf, tilfinning og siðferði – hljóti að vera meginatriði í kenn - ing um um uppeldi og menntun. Og það mætti skrifa allþykka ritgerð, að minnsta kosti meist - ara ritgerð, um það hve þessi umræðuefni eiga sér erfiða sögu í rannsóknum og hagnýtingu. enginn neitar mikilvægi tilfinningalífs í mótun hegðunar. en samt er eins og rannsóknir á því snúist enn um að finna hagstæða byrjunarreiti. rannsóknir á sjálfi hafa blómstrað á síðustu áratugum – en enn flaksast umræðan öfganna á milli, þeirra sem telja sjálf og sjálfsskýringar upphaf og endi allrar uppeldisstefnu og hinna sem vilja sem minnst af því vita. rannsóknir á siðferðisþroska eru að sama skapi miklar að vöxtum og niðurstöðum en mega enn kljást við tengslin við veruleikann sjálfan – einkum Umsögn um bókina The self and its emotions eftir Kristján Kristjánsson sigurður J. grétarsson Háskóla íslands, sálfræðideild Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.