Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.06.2002, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.06.2002, Blaðsíða 1
G ut en be rg G ut en be rg cyan magenta yellow black G ut en be rg 22. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 22. tbl. 10. árg. nr. 305 18. júní 2002 Ferðafélagi fyrir fróðleiksfúsa Verk á vegi þínum Í tilefni 30 ára afmælis Steinsteypufélags Íslands hefur félagið gefið út bók með upplýsingum um 115 steinsteypt mannvirki á Íslandi. Bókin er gefin út á íslensku og ensku (Works Along the Way) og fæst hún í bókaverslunum og bensínstöðvum Esso um land allt og kostar 1.500 kr. Bókinni er skipt í tíu kafla eftir landshlutum. Hún inniheldur myndir af mannvirkjunum og upplýsingar um arkitekta, burðarþolshönnuði, aðalverktaka, tilurð og sögu, eftir því sem það var þekkt. Markmiðið er að sýna fjölbreytta notkun steinsteypu á síðastliðinni öld. Bókin er að nokkru leyti unnin eftir danskri fyrirmynd. Í ritnefnd voru Ólafur Erlingsson verkfræðingur, Jónas Frímanns- son verkfræðingur og Pétur Ármannsson arkitekt. Auk þeirra yfirfóru byggingarfulltrúar víða um land texta um mannvirki á þeirra svæði og margir tæknimenn komu með athugasemdir, ábendingar, sömdu texta eða lögðu til myndir. Fyrirtæki, samtök og stofnanir lögðu útgáfunni lið með fjárframlögum. Ritstjóri bókarinnar er Gísli Sigurðsson. Í formála Gylfa Sigurðssonar formanns Steinsteypufélagsins segir m.a.: Á Íslandi er mikið magn af sandi og möl, en til þess að gera úr þessum jarðefnum samloðandi og sterkt byggingarefni fyrir íslenskar aðstæður, þarf bindiefni og vatn. Sement er slíkt bindiefni en framleiðsla þess hófst í Evrópu um 1830 og í Ameríku um 1870. Þegar það er blandað vatni fara efnahvörf af stað. Blanda sements, vatns, sands og malar er kölluð steypa og hefur þann eiginleika að verða að hörðu, burðarhæfu efni á stuttum tíma. Sement var fyrst notað á Íslandi þannig að óyggjandi sé við endurbætur Dómkirkjunnar 1847. Notkun þess jókst hægum skrefum lengi vel og fyrsta steinsteypta húsið, Sveinatunga í Norðurárdal, var reist 1895. Steypa var á síðustu öld það byggingarefni sem var langmest notað hérlendis, hvort sem var í íbúðarhús, virkjanir, brýr eða vita. Steypa og sementsbundin efni voru í stöðugri þróun alla síðustu öld, sem þakka ber mikilli rannsóknarvinnu. Segja má, að árafjöldi milli markverðra nýjunga hafi stöðugt verið að styttast. Steinsteypufélag Íslands varð 30 ára 11. desember 2001. Það fer vel á því að fagna þessum tímamótum með útgáfu bókar sem sýnir fjölbreytta og metnaðarfulla notkun steinsteypu á Íslandi á síðustu öld í máli og myndum. Hringvegur (1), vegur um Þjórsá Vegagerðin, Suðurlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í nýbyggingu 4 km vegar beggja vegna Þjórsár, auk teng- inga. Þessi vegagerð er vegna fyrirhugaðrar brúar á Þjórsá. Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Helstu magntölur: fyllingar og fláafleygar 201.300 m3, bergskeringar 108.400 m3, neðra burðarlag 33.300 m3, efra burðarlag 8.700 m3, axlarefni 3000 m3, klæðing 34.200 m2. Verki skal lokið 15. september 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Selfossi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með þriðjudeg- inum18. júní 2002. Verð útboðsgagna er 8.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 8. júlí 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboða Útboð á samningaborði, framh. Auglýst: Opnað: 01-035 N.ey. Svarfaðardalsvegur (805) og Tunguvegur (806), Húsabakkaskóli - Ytra Hvarf 27.05.02 10.06.02 02-057 Au. Seyðisfjarðarvegur (93), ferjulægi á Seyðisfirði, brú á Fjarðará 21.05.02 10.06.02 02-008 N.v. Hringvegur (1), brú á Vatnsdalsá (Hnausakvísl), smíði stálbita 2002-2003 13.05.02 03.06.02 02-052 Vf. Vetrarþjónusta í Ísafjarðarsýslu Þingeyri - Flateyri 21.05.02 03.06.02 02-050 Rn. Reykjanesbraut (41), mislæg gatnamót við Stekkjarbakka, hönnun 06.05.02 03.06.02 02-002 N.v. Efnisvinnsla á Norðurlandi vestra 2002 13.05.02 27.05.02 02-051 N.ey. Hlíðarfjallsvegur (837) Rangárvellir - Skíðastaðir 13.05.02 27.05.02 02-059 N.v. Mölburður með malardreifara á Norðurlandi vestra 13.05.02 27.05.02 02-032 Vf. Djúpvegur (61), Ós – Bolungarvík 13.05.02 27.05.02 02-005 N.v. Vatnsdalsvegur (722) Másstaðir – Hringvegur 2002-2003 06.05.02 21.05.02 02-003 N.v. Landgræðsla á Norðurlandi vestra 2002-2003 29.04.02 13.05.02 02-006 N.v. Vatnsnesvegur (711) um Hamarsá 2002 29.04.02 13.05.02 02-043 N.ey. Hringvegur (1) Reykjadalsá - Helluvað 29.04.02 13.05.02 02-024 Au. Landgræðsla á Austurlandi 29.04.02 13.05.02 02-023 Au. Efnisvinnsla á Austurlandi 2002 15.04.02 29.04.02 02-046 Vf. Djúpvegur (61), breikkun brúa á Hvalskurðará í Skötufirði og Rjúkanda í Hestfirði 08.04.02 22.04.02 02-010 Rn. Yfirlagnir á Reykjanesi, malbik 08.04.02 22.04.02 Samningum lokið Opnað: Samið: 02-049 Rn. Sérmerkingar á Reykjanesi 2002-2003 13.05.02 Öllum tilboðum hafnað 02-021 Vl. Efnisvinnsla á Vesturlandi 2002 - 2003 27.05.02 27.05.02 Tak - Malbik ehf. 02-028 Vf. Örlygshafnarvegur (612), Skápadalsá – Konungsstaðir og Tálknafjarðarvegur (617), ristarhlið – Deild 29.04.02 11.06.02 Norðurtak ehf. Yfirlit yfir útboðsverk Þessi listi er stöðugt til endurskoðunar og geta dagsetningar og annað breyst fyrirvaralaust. Það eru auglýsingar útboða sem gefa endanlegar upplýsingar. Fremst í lista er númer útboðs í númerakerfi framkvæmdadeildar. Þá er skammstöfun fyrir umdæmi Vegagerðarinnar: Sl:Suðurland, Rn:Reykjanes, Vl:Vesturland, Vf: Vesfirðir, N.v: Norðurland vestra, N.ey: Norðurland eystra, Au:Austurland. Fyrirhuguð útboð Auglýst: dagur, mánuður, ár 02-026 Au. Norðausturvegur (85) Hölkná – Miðheiðarhryggur 02 02-056 Sl. Hringvegur (1), brú á Þjórsá 02 01-009 Au. Upphéraðsvegur (931), Fellabær – Setberg 02 02-027 Vf. Styrking og mölburður á Austurlandi 2002-2003 02 02-009 N.v. Hringvegur (1), um Hnausakvísl forsteyptar einingar 2002-2003 02 02-015 Sl. Hringvegur (1), við Hellu 02 02-014 Sl. Hringvegur (1), vega- og brúargerð við Skaftá 02 00-054 Rn. Hallsvegur (432), Fjallkonuvegur – Víkurvegur 02 02-019 Vl. Snæfellsnesvegur (54), um Kolgrafafjörð 02 01-018 Rn. Nesbraut (49), færsla Hringbrautar, hönnun 02 02-025 Au. Hringvegur (1), Melrakkanes – Blábjörg 02 02-045 N.v. Mælifellsdalsvegur (F756), ræsi í Bugakvísl 06.02 02-007 N.v. Hringvegur (1), um Hnausakvísl, vegtengingar 2002-2003 06.02 01-060 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, uppsveitir Árnessýslu, austurhluti 06.02 02-061 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, uppsveitir Árnessýslu, vesturhluti 06.02 02-066 N.v. Skarðsvegur (793), um skíðasvæði á Skarðsdal 06.02 02-044 N.v. Siglufjarðarvegur (76), Gránugata - Tjarnargata á Siglufirði 06.02 Útboð sem hafa verið auglýst Auglýst: Opnað: 01-048 Sl. Hringvegur (1), vegur um Þjórsá 18.06.02 08.07.02 02-054 Vf. Hraunsvegur (6304) og Engidalsvegur (6505) 10.06.02 24.06.02 02-035 N.ey. Styrking og mölburður í Suður-Þingeyjarsýslu 03.06.02 18.06.02 02-036 N.ey. Mölburður í Norður-Þingeyjarsýslu 2002 03.06.02 18.06.02 02-062 Vl. Útnesvegur (574), Móðulækur - Gufuskálar 03.06.02 18.06.02 02-064 Rn. Hringvegur (1), hringtorg við Skarhólabraut 03.06.02 18.06.02 02-047 Áætlunarflug, Höfn í Hornafirði, 2002-2003 27.05.02 01.07.02 01-122 Veggöng 2002 - Forval 21.05.02 24.06.02 Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað: 02-063 Loftmyndataka og stafrænn kortagrunnur 2002 27.05.02 10.06.02 02-065 Rn. Hringvegur (1), hringtorg við Breiðholtsbraut 27.05.02 10.06.02 02-053 Vf. Vetrarþjónusta: Guðlaugsvík - Hólmavík - Reykjanes, 2002-2005 27.05.02 10.06.02

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.