Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.06.2002, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 18.06.2002, Blaðsíða 2
G ut en be rg G ut en be rg cyan magenta yellow black G ut en be rg Umhverfismat áætlana Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda hefur verið stundað hér á landi samkvæmt löggjöf frá árinu 1994. Sumarið 2001 sam- þykkti Evrópusambandið formlega tilskipun um umhverfismat áætlana, þar sem gert er ráð fyrir að kröfur tilskipunarinnar séu uppfylltar með sér lögum eða felldar inn í viðeigandi lagabálka sem fyrir eru (http://europa.eu.int/comm/environment/eia/). Um- hverfismat áætlana er kerfisbundið ferli til að meta áhrif tiltekinna áætlana á umhverfið. Einn aðaltilgangur með umhverfismati áætlana er að fjallað sé um og tekið tillit til umhverfissjónarmiða snemma í ákvörðunarferlinu á sama hátt og tekið er á efnahags- legum og samfélagslegum sjónarmiðum. Tilskipunin hefur ekki verið tekin inn í íslensk lög, en frestur til þess er fram í júní 2004. Vísir að kröfum um slíkt umhverfismat er í núgildandi skipulags- og byggingarlögum. Tilskipun Evrópusambandsins um umhverfismat áætlana Markmið tilskipunarinnar um umhverfismat áætlana er að vernda umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun, með því að taka tillit til umhverfissjónarmiða við áætlanagerð og ákvarðanatöku. Umhverfismat áætlana er n.k. útvíkkun á mati á umhverfisáhrif- um framkvæmda, en þar eru umhverfisáhrif framkvæmda metin og gripið til viðeigandi mótaðgerða. Með umhverfismati áætlana er tekið á umhverfisáhrifum fyrr í ákvörðunarferlinu og umhverf- isáhrif metin þar sem líklegt er að tiltekin áætlun muni hafa veruleg áhrif á umhverfið. Aukið gegnsæi og þátttaka almennings eru mikilvægir þættir í umhverfismatinu og er litið á að samráð við stofnanir og almenning muni tryggja að tillit sé tekið til mismunandi hagsmuna og að mikilvægar upplýsingar komi fram sem fyrst. Umhverfismat áætlana á að fara fram á undirbún- ingsstigi og fyrir gildistöku eða lögleiðingu áætlunar. Umhverfismat áætlana skal m.a. fara fram fyrir allar skipulags- og framkvæmdaáætlanir sem falla undir tilskipun um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og fjalla um landbúnað, skóg- rækt, fiskeldi, orku, iðnað, samgöngur, förgun úrgangs, vatns- stjórnun, fjarskipti, ferðaþjónustu, skipulag og landnotkun. Umhverfismat áætlana og vegagerð Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um samgönguáætlun og mun hún taka við af langtímaáætlun Vegagerðarinnar. Sam- gönguáætlun mun þurfa að fara í umhverfismat áður en hún verður samþykkt á Alþingi. Fjárhagsáætlanir eru meðal áætlana sem ekki eru háðar mati og því er ekki gert ráð fyrir að veg- áætlun þurfi að fara í umhverfismat. Umhverfismat áætlana byggir á samskonar aðferðarfræði og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, en fjallar þó um umhverf- isáhrif í mun víðara samhengi. Umhverfismat áætlana gerir til að mynda kleift að skoða valmöguleika sem jafnan eru ekki til umræðu á framkvæmdastigi (t.d. leiðarval og val milli mis- munandi samgöngumáta). Umhverfisáhrif sem um ræðir innifela m.a. hnattræn umhverfisáhrif (s.s. gróðurhúsaáhrif), óbein áhrif (t.d. ef áætlun hvetur til annarra verkefna sem fela í sér umhverfis- áhrif), heildaráhrif og samlegðaráhrif (t.d. ef áhrif af nokkrum verkefnum samtímis eru meiri en summan af einstökum verk- efnum). Umhverfismatið skal unnið samhliða áætlanagerð. Þegar vinna við nýja samgönguáætlun hefst, eða við endurskoð- un, þarf því að kanna hvaða áhrif hún muni líklega hafa á um- hverfið og hvaða valkostir eru sambærilegir eða betri m.t.t. umhverfisins. Vinsa þarf út þá þætti umhverfisins sem áhersla verður lögð á við umhverfismatsvinnuna. Þeir eru skoðaðir nán- ar og um þá fjallað í matsskýrslu. Þá þarf að greina frá mögulegum áhrifum áætlana og mismunandi valkosta á þessa þætti á þann Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 7 6 --- 5 4 3 2 1 Fleygtak ehf., Reykjavík 51.000.000 115,9 8.839 Verktækni ehf., Selfossi 50.751.000 115,4 8.590 Áætlaður verktakakostnaður 43.989.000 100,0 1.828 Jarðvélar sf., Reykjavík 43.743.010 99,4 1.582 Háfell ehf., Reykjavík 43.711.750 99,4 1.551 JVJ ehf., Hafnarfirði 42.959.270 97,7 798 Heimir og Þorgeir ehf., Kópavogi 42.282.950 96,1 122 Loftorka ehf., Garðabæ 42.161.000 95,8 0 Hringvegur (1), hringtorg við Breiðholtsbraut 02-065 Tilboð opnuð 10. júní 2002. Reykjanesumdæmi. Hringvegur (1), hringtorg við Breiðholtsbraut. Helstu magntölur eru: skeringar 1.700 m3, fyll- ingar 4.800 m3, malbik 4.500 m2, frágangur fláa 5.000 m2. Verki skal að fullu lokið 15. september 2002. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) --- 2 1 Áætlaður verktakakostnaður 7.400.250 100,0 3.282 Verkfræðistofan Hnit hf., Reykjavík 4.807.285 65,0 689 Loftmyndir ehf., Reykjavík 4.118.400 55,7 0 Loftmyndataka og stafrænn kortgrunnur 2002 02-063 Tilboð opnuð 10. júní 2002. „Loftmyndataka og stafrænn kortgrunnur 2002“. Verkið felst í loftmyndatöku á 7 svæðum og stafrænum kortgrunni á 7 svæðum u.þ.b. 570 km2 og þar af brotlínur á u.þ.b. 94 km2. Verklok: Loftmyndatöku skal lokið 25. ágúst 2002. Síðasta svæði af stafrænum kortgrunni skal lokið 1. nóvember 2003. Niðurstöður útboða hátt að ákvörðunaraðilar geti gert sér fulla grein fyrir mögulegum áhrifum sem framkvæmd samgönguáætlunar getur haft á um- hverfið. Þróunarverkefni Vegagerðarinnar VSÓ Ráðgjöf vinnur að þróunarverkefni um umhverfismat áætlana fyrir Vegagerðina og mun því ljúka í sumar. Tilgangur verkefnisins er m.a. að veita starfsfólki Vegagerðarinnar innsýn í umhverfismat áætlana, kynna væntanlegar kröfur, leggja fram tillögur um verklag þess og kynna helstu kosti og galla við slíkt umhverfismat. Gera má ráð fyrir að ráðgjafar VSÓ sem vinna verkefnið muni þurfa að leita til aðila innan Vegagerðarinnar. Verkefnið verður kynnt fyrir fulltrúum Vegagerðarinnar og verður aðgengilegt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Fyrirspurnum er hægt að koma til Sebastian Peters, sebastian@vso.is, eða Ásdísar Guðmundsdóttur, asdis.e.gudmundsdottir@vegagerdin.is. Ásdís Guðmundsdóttir, Vegagerðin Sebastian Peters, VSÓ Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 7 6 5 --- 4 3 2 1 Nóntindur ehf., Búðardal 89.962.600 109,9 18.875 Steypustöðin Dalvík ehf., og GV gröfur ehf., Dalvík 88.449.000 108,0 17.362 G. Hjálmarsson hf., Akureyri 85.198.200 104,1 14.111 Áætlaður verktakakostnaður 81.862.917 100,0 10.775 Borgarverk ehf., Borgarnesi 81.606.000 99,7 10.518 Klæðning ehf., Kópavogi 79.924.000 97,6 8.836 Búvélaverkstæðið Klaufi hf., Dalvík 78.065.660 95,4 6.978 Árni Helgason, Ólafsfirði 71.087.500 86,8 0 Svarfaðardalsvegur (805) og Tunguvegur (806), Húsabakka- skóli - Ytra Hvarf 01-035 Tilboð opnuð 10. júní 2002. Norðurlandsumdæmi eystra. Endurbygging Svarfaðardalsvegar og nýbygging Tunguvegar, frá Húsabakkaskóla að Ytra Hvarfi. Lengd kaflans á Svarfaðardalsvegi er 5,9 km og Tunguvegar 2,4 km. Helstu magntölur: fyllingar 71.500 m3, fláafleygar 28.300 m3, burðarlög 57.200 m3, frágangur fláa 143.000 m2, neðra lag klæðingar 55.600 m2. Endurbyggingu Svarfaðardalsvegar á um 4,4 km löngum kafla skal að fullu lokið 15. september 2002. Byggingu Tunguvegar með neðra burðarlagi skal lokið 1. nóvember 2002 og verkinu öllu skal lokið 15. júlí 2003. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 7 --- 6 5 4 3 2 1 Lárus Einarsson sf., Mosfellsbæ 47.428.350 109,7 13.012 Áætlaður verktakakostnaður 43.227.880 100,0 8.812 Brú Verktakar ehf., Reykjavík 38.826.088 89,8 4.410 Malarvinnslan hf., Egilsstöðum 37.586.906 87,0 3.171 Trésmiðjan Töggur ehf., Seyðisfirði 36.026.140 83,3 1.610 Eikarverktakar ehf., Kópavogi 35.845.800 82,9 1.430 G. Ármannsson ehf., Egilsstöðum 35.764.006 82,7 1.348 Mikael ehf., Höfn 34.416.100 79,6 0 Seyðisfjarðarvegur (93), ferjulægi á Seyðisfirði, brú á Fjarðará 02-057 Tilboð opnuð 10. júní 2002. Austurlandsumdæmi. Smíði brúar á Fjarðará í Seyðisfirði. Brúin er 28 m löng steypt eftirspennt bitabrú 10,8 m breið. Helstu magntölur: vegrið: 128 m, gröftur: 3.000 m3, rofvarnir: 560 m3, mótafletir: 914 m2, steypustyrktarjárn: 26,7 tonn, spennt járnalögn: 7,4 tonn, steypa: 355 m3. Verki skal að fullu lokið 15. október 2002. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 4 3 2 --- 1 Böðvar Hrólfsson, Hólmavík 9.873.000 124,7 2.054 Ágúst Guðjónsson, Hólmavík 9.656.000 122,0 1.837 Björn Sverrisson, Hólmavík 9.174.000 115,9 1.355 Áætlaður verktakakostnaður 7.917.016 100,0 98 Þorbjörn Valur Þórðarson, Hólmavík 7.819.000 98,8 0 Vetrarþjónusta: Guðlaugsvík - Hólmavík - Reykjanes, 2002 - 2005 02-053 Tilboð opnuð 10. júní 2002. Vestfjarðaumdæmi. Snjómokstur innan ramma marksamnings á Djúpvegi (61) frá Guðlaugsvík að vegamótum Vatnsfjarðarvegar í Ísafirði og á Vatnsfjarðarvegi (633) þaðan að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Helstu magntölur (miðast við eitt ár) eru: snjómokstur með vörubifreið 23.000 km. Verki lýkur 30. maí 2005. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) --- 5 4 3 2 1 Áætlaður verktakakostnaður 48.000.000 100,0 16.795 Hnit hf. og Almenna verkfræðistofan hf., Reykjavík (64) 38.552.500 80,3 7.348 VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík (64) 36.170.938 75,4 4.966 Hönnun hf., Reykjavík (63) 34.889.000 72,7 3.684 Fjölhönnun ehf., Reykjavík (60) 33.720.000 70,2 2.515 Línuhönnun hf., Reykjavík (64) 31.205.000 65,0 0 Einkunn hæfnismats er innan sviga, hæst gefið 70 og gildir hæfnismat 70% á móti tilboðsupphæð 30%. Reykjanesbraut (41), mislæg gatnamót við Stekkjarbakka, hönnun 02-050 Tilboð opnuð 10. júní 2002. Reykjanesumdæmi. For- og verkhönnun á mislægum gatnamótum þar sem Stekkjarbakki - Smiðjuvegur þverar Reykjanesbraut (41). Val ráðgjafa fer fram á grundvelli hæfnisvals og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni ráðgjafa og verðtilboð. Um verkið gilda Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf, ÍST 35, 1. útgáfa 1992-03-01. Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið skiptist í tvo tímasetta áfanga: - Forhönnun skal lokið 3. október 2002. - Verkhönnun skal lokið 23. janúar 2003.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.