Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15.07.2002, Qupperneq 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15.07.2002, Qupperneq 1
 25. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 25. tbl. 10. árg. nr. 308 15. júlí 2002 Leiðrétting Síðasta tölublað var ranglega dagsett 1. júní. Rétt dagsetning var 1. júlí 2002. Auglýsingar útboða Hringvegur (1) um Hnausakvísl, vegtengingar 2002 - 2003 02-007 Vegagerðin, Norðurlandi vestra, óskar eftir tilboðum í verkið Hringvegur (1) um Hnausakvísl, vegtengingar 2002 - 2003. Verkið er fólgið í gerð 220 m langs bráða- birgðavegar og tengingu nýrrar brúar á Hnausakvísl á um 560 m löngum kafla. Helstu magntölur: fyllingar og fláafleygar 8.500 m3, burðarlög 2.600 m3, malarslitlag 160 m3, tvöföld klæðing 4.200 m2, grjótvörn 300 m3, frágangur fláa 6.700 m2. Verki skal að fullu lokið 1. júní 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki og í Borgartúni 7 Reykjavík (móttaka), frá og með mánu- deginum 15. júlí 2002. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 29. júlí 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Votmúlavegur (310) 2002, styrking og klæðing 02-075 Vegagerðin, Suðurlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í gerð Votmúlavegar (310) frá Eyði-Sandvík að Jórvík, um 1,2 km. Helstu magntölur eru: fyllingar 2.760 m3, fláafleygar 750 m3, neðra burðarlag 4.210 m3, efra burðarlag, unnið efni 865 m3, ræsi 18 m, tvöföld klæðing 7.700 m2, frágangur fláa 7.785 m2. Verki skal að fullu lokið 20. september 2002. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Selfossi og í Borgartúni 7 Reykjavík (móttaka), frá og með mánudegin- um 15. júlí 2002. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 29. júlí 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 15 14 13 12 --- 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Hringvegur (1), vegur um Þjórsá Tilboð opnuð 8. júlí 2002. Suðurlandsumdæmi. Nýbygging 4 km vegar beggja vegna Þjórsár, auk teng- inga. Þessi vegagerð er vegna fyrirhugaðrar brúar á Þjórsá. Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Helstu magntölur: fyllingar og fláafleygar 201.300 m3, bergskeringar 108.400 m3, neðra burðarlag 33.300 m3, efra burðarlag 8.700 m3, axlarefni 3000 m3, klæðing 34.200 m2. Verki skal lokið 15. september 2003. Strókur ehf., Reykjavík 277.568.000 122,4 127.721 Klæðning ehf., Kópav. 258.234.500 113,9 108.388 Borgarverk ehf., Borgn. 243.183.000 107,2 93.336 Jarðvélar ehf., Rvk. 239.453.500 105,6 89.606 Áætlaður verktakakostnaður 226.818.990 100,0 76.972 Berglín ehf., Stykkishólmi 223.385.000 98,5 73.538 Norðurtak ehf., Sauðárkróki 206.372.900 91,0 56.526 Ístak hf., Reykjavík 202.300.439 89,2 52.453 Nesey ehf., Skeiða- og Gnúpverjahreppi 199.384.000 87,9 49.537 Vörubílstjórafélagið Mjölnir, Selfossi 190.000.000 83,8 40.153 Héraðsverk ehf., Egilsstöðum 188.314.107 83,0 38.467 RSB Flóa og Skeiða, Selfossi 188.000.000 82,9 38.153 Ingileifur Jónsson ehf., Svínavatni 173.906.000 76,7 24.059 Suðurverk hf., Hafnarfirði 167.452.000 73,8 17.605 Íslenskir aðalverktakar, Reykjavík 157.861.000 69,6 8.014 Háfell ehf., Reykjavík 149.847.000 66,1 0 Niðurstöður útboða Framkvæmdafréttir á netið Nú er farið að birta Framkvæmdafréttir á vegagerdin.is sem pdf skjöl (lesin með Acrobat reader). Auglýsingar og niðurstöður útboða eru einnig birt á hefðbundnum vefsíðum um leið og upplýsingar liggja fyrir.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.