Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.07.2002, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.07.2002, Blaðsíða 1
 26. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 26. tbl. 10. árg. nr. 309 22. júlí 2002 Auglýsingar útboða Suðurfjarðavegur (96) á Fáskrúðsfirði 02-073 Vegagerðin, Austurlandsumdæmi, óskar eftir tilboði í endurbætur og lagfæringar á Suðurfjarðavegi í og við þéttbýlið á Fáskrúðsfirði. Gera á um 250 m2 áningarstað, byggja 25 m langan stoðvegg, endurbyggja um 100 m langan vegkafla ofan við hafnarsvæði og setja ræsi, niðurföll og frárennslislagnir á um 60 m vegkafla innst í þéttbýlinu. Helstu magntölur: skeringar 1.000 m3, burðarlög 1.200 m3, klæðing 1.000 m2, frárennslislagnir 120 m. Verki skal að fullu lokið fyrir 15. júní 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánu- deginum 22. júlí 2002. Verð á útboðsgögnum er 1.500 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðju- daginn 6. ágúst 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Hafnarfjarðarvegur (40), aðrein Digranesvegar 02-072 Vegagerðin, Reykjanesumdæmi óskar eftir tilboðum í verkið Hafnarfjarðarvegur (40) aðrein Digranesvegar. Um er að ræða aðrein frá Digranesvegi að Hafnarfjarðar- vegi í Kópavogi með breikkun inn í miðeyju. Helstu magntölur: skering í laus jarðlög 1.780 m3, neðra burðarlag 300 m3, efra burðarlag 520 m3, malbik 5.160 m2, yfirborð eyju og fláa 1.770 m2, kantsteinar 1.365 m, vegrið 580 m. Verki skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2002. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 22. júlí 2002. Verð útboðsgagna er 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðju- daginn 6. ágúst 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Ný mislæg gatnamót Hringvegar (Vesturlandsvegar) og Víkurvegar voru vígð 5. júlí. Sjá opnu. Mislæg gatnamót Hringvegar og Víkurvegar Untitled-1 18/7/02, 2:14 am1

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.