Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 02.09.2002, Blaðsíða 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 02.09.2002, Blaðsíða 3
G ut en be rg G ut en be rg cyan magenta yellow black G ut en be rg Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar frá Vík í Mýrdal að störfum við Þverá á Hringvegi austan við Hvolsvöll 23. júlí. Bygging tvíbreiðrar brúar í stað einbreiðrar brúar. Litla myndin hér til hliðar sýnir brúna að mestu tilbúna í byrjun ágúst. Gerð brúar yfir Þjórsá boðin út Í þessu blaði er auglýst útboð nýrrar brúar yfir Þjórsá. Sjá auglýsingu á forsíðu og teikningu hér fyrir neðan. Í 10. tölublaði þessa árs birtist kynning á þessari brúargerð og vegagerð sem tengist henni. Brúin er í nýrri veglínu u.þ.b. 800 m neðan við núverandi brú og er hún í beinni línu í láréttu plani en lágboga með 15.000 m radía í lóðréttu plani. Mismunahæð brúarenda er u.þ.b. 1,3 m. Akbraut brúarinnar er með 3,5% þakhalla og verður hún lögð vatnsvarnarlagi og malbikuð með tveimur 50 mm þykkum malbikslögum. Allar undirstöður brúarinnar eru grundaðar á bergi. Hönnun brúarinnar tekur mið af verulegri áraun frá jarðskjálfta og þarf að koma bergfestum í allar milliundirstöður brúarinnar ásamt bogaspyrnum og bergboltum í undirstöður landstólpa. Yfirbygging brúarinnar er steypt föst við miðhluta bogans en á aðrar undirstöður verða settar sérstakar jarðskjálftalegur. Brúin er hönnuð á brúadeild Vegagerðarinnar í Reykjavík. Umsjón með framkvæmdum verður í höndum starfsmanna Vegagerðarinnar í Suðurlandsumdæmi og Verkfræðistofa Björns Ólafssonar efh. sér um daglegt eftirlit. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 6 5 4 3 2 --- 1 Fosseyri ehf., Selfossi 5.560.000 157,6 2.054 Vélgrafan ehf., Selfossi 5.240.000 148,5 1.734 Græðir sf., Önundarfirði 4.530.000 128,4 1.024 Ingileifur Jónsson, Svínavatni 4.410.000 125,0 904 Ingvi Sigurðsson, Selfossi 4.146.000 117,5 640 Áætlaður verktakakostnaður 3.527.880 100,0 22 Nesey ehf., Gnúpverjahreppi 3.506.000 99,4 0 Snjómokstur og hálkuvörn, upp- sveitir Árnessýslu, austurhluti 02-060 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í verkið „Snjómokstur og hálkuvörn, uppsveitir Árnessýslu, austurhluti“. Verktaki skal framkvæma snjómokstur og hálkuvörn innan ramma marksamnings. Um er að ræða leiðirnar: - Hringvegur (1): Selfoss - Þjórsá, 17 km að lengd. - Skeiða- og Hrunamannavegur (30): Hringvegur- Flúðir, Skálholtsvegur (31), Þjórsárdalsvegur (32): Skeiðavegur-Árnes, 54 km að lengd. - Þjórsárdalsvegur (32): Árnes - Búrfell, 35 km að lengd. - Skeiða- og Hrunamannavegur (30): Flúðir - Hvítá, 20 km að lengd. - Villingaholtsvegur (305): Hringvegur - Þjórsárver, 10 km að lengd. - Gaulverjabæjarvegur (33): Hringvegur - Stokkseyri, 22 km að lengd. Helstu magntölur eru áætlaðar: snjómokstur og hálkuvörn 14.000 km. Gildistími samnings er tímabilið 15. október 2002 til 15. apríl 2005. Engin vinnuskylda er þó frá 1. maí til 15. október ár hvert. Opnun útboðaHringvegur í Fljótshverfi, Vestur-Skaftafellssýslu. Ný brú yfir Djúpá er nú fullgerð en í baksýn má sjá gömlu brúna sem var bæði þröng og með takmarkað burðarþol. Þessi mynd var tekin austur í Rangárvallasýslu nú í sumar. Umferð eftir þessum vegi mun víst ekki vera ýkja mikil en það má samt efast um að það sé góð hugmynd að beita hrossum svona í vegkantinu.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.