Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 09.09.2002, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 09.09.2002, Blaðsíða 1
G ut en be rg G ut en be rg cyan magenta yellow black G ut en be rg 31. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 31. tbl. 10. árg. nr. 314 9. sept. 2002 Þverárfjallsvegur (744), Skúfur - Þverá 2002 02-086 Vegagerðin, Norðurlandi vestra, óskar eftir tilboðum í nýbyggingu 2,4 km kafla á Þverárfjallsvegi frá Skúfi að Þverá. Helstu magntölur: fyllingar og fláafleygar 104.000 m3, ræsalögn 220 m, neðra burðarlag 12.700 m3, efra burðarlag 3.600 m3, frágangur fláa 100.000 m2. Verki skal að fullu lokið 15. september 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með þriðjudeginum 10. september 2002. Verð útboðsgagna er 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánudaginn 23. september 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboða Nú eru að hefjast framkvæmdir við aðrein Digranesvegar inn á eystri akrein Hafnarfjarðarvegar í Kópavogsgjá. Eins og sjá má á myndinni er núverandi fyrirkomulag óviðunandi, ekkert aðlögunarsvæði og mjög takmörkuð vegsýn. Akreinar Hafnarfjarðarvegar verða færðar vestar, inn í miðeyju, og þá skapast svæði fyrir akrein í framhaldi þessarar aðreinar og blöndun umferðar getur orðið á lengra svæði með betri vegsýn. Ráðstefna norrænna steinefnaframleiðenda, Nordisk Sten og Grus, NSG Dagana 12. til 13. september verður haldin norræn ráðstefna um steinefni á Hótel Loftleiðum. Dagskrá, skráningarform og allar upplýsingar liggja nú á vefnum en slóðin er: http://www.iii.is/aggregate/ Fyrirlestrar verða fluttir á ensku. Þátttökugjald er kr. 27.000 og eru þá innifaldar veitingar, m.a. kvöldverður í Viðey fimmtudaginn 12. september. Yfirlit yfir útboðsverk Fyrirhuguð útboð Auglýst: dagur, mánuður, ár 02-044 N.v. Siglufjarðarvegur (76), Gránugata - Tjarnargata á Siglufirði 03 02-074 Vf. Vestfjarðavegur (60), ræsi í Ausuá í Dýrafirði 03 02-019 Vl. Snæfellsnesvegur (54), um Kolgrafafjörð 02 02-084 Vl. Hringvegur (1), hringtorg við Snæfellsnesveg 02 02-014 Sl. Hringvegur (1), vega- og brúargerð við Skaftá 02 02-015 Sl. Hringvegur (1), við Hellu 02 01-018 Rn. Nesbraut (49), færsla Hringbrautar, hönnun 02 00-054 Rn. Hallsvegur (432), Fjallkonuvegur – Víkurvegur 02 02-078 Rn. Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði 02 02-026 Au. Norðausturvegur (85) Hölkná – Miðheiðarhryggur 09.02 02-009 N.v. Hringvegur (1), um Hnausakvísl forsteyptar einingar 2002-2003 09.02 02-055 Au. Hringvegur (1), Biskupsháls - Vegaskarð 09.02 02-027 Au. Styrking og mölburður á Austurlandi 2002-2003 09.02 Útboð sem hafa verið auglýst Auglýst: Opnað: 02-087 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, í austurhluta Rangárvallasýslu og vesturhluta Vestur-Skaftafellssýslu 09.09.02 23.09.02 02-089 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, í austurhluta Vestur-Skaftafellssýslu 09.09.02 23.09.02 02-086 N.v. Þverárfjallsvegur (744), Skúfur - Þverá 2002 09.09.02 23.09.02 02-056 Sl. Hringvegur (1), brú á Þjórsá 02.09.02 30.09.02 02-085 Sl. Þórsmerkurvegur (F249) 2002 26.08.02 09.09.02 Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað: 01-009 Au. Upphéraðsvegur (931), Fellabær – Setberg 12.08.02 26.08.02 02-060 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, uppsveitir Árnessýslu, austurhluti 12.08.02 26.08.02 02-061 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, uppsveitir Árnessýslu, vesturhluti 12.08.02 26.08.02 02-072 Rn. Hafnarfjarðarvegur (40), aðrein Digranesvegar 22.07.02 06.08.02 02-073 Au. Suðurfjarðavegur (96) á Fáskrúðsfirði 22.07.02 06.08.02 01-122 Veggöng 2002 - Forval 21.05.02 24.06.02 02-047 Áætlunarflug, Höfn í Hornafirði, 2002-2003 27.05.02 01.07.02 Samningum lokið Opnað: Samið: 01-048 Sl. Hringvegur (1), vegur um Þjórsá 08.07.02 30.08.02 Háfell ehf. Auglýsingar útboða Snjómokstur og hálkuvörn í austurhluta Rangárvallasýslu og vesturhluta Vestur-Skaftafellssýslu 02-087 Vegagerðin, Suðurlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í verkið Snjómokstur og hálkuvörn í austurhluta Rangár- vallasýslu og vesturhluta Vestur-Skaftafellssýslu. Um er að ræða leiðina: Hringvegur (1) frá Steinum í Rangárvallasýslu að Skálm í Vestur-Skaftafellssýslu, 75 km. Magntölur eru áætlaðar: snjómokstur og hálkuvörn 10.000 km. Verki skal að fullu lokið 1. maí 2005. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Selfossi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudegin- um 9. september 2002. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 23. september 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Snjómokstur og hálkuvörn í austurhluta Vestur- Skaftafellssýslu 02-089 Vegagerðin, Suðurlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í verkið Snjómokstur og hálkuvörn í austurhluta Vestur- Skaftafellssýslu. Um er að ræða eftirtaldar leiðir: Hringvegur (1) frá Skálm á Mýrdalssandi að sýslumörkum á Skeiðarársandi, 80 km. Klausturvegur (205) frá Hringvegi að Kirkjubæjarklaustri, 1,4 km. Skaftártunguvegur (208) frá Hringvegi að Hrífu- nesvegi, 5 km. Hrífunesvegur (209) frá Skaftártunguvegi að Flögu, 2,5 km. Magntölur eru áætlaðar: snjómokstur og hálkuvörn 7.000 km. Verki skal að fullu lokið 1. maí 2005. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Selfossi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudegin- um 9. september 2002. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 23. september 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Bréf frá lesanda Í Framkvæmdafréttum (30. tbl) er því haldið fram að Þjórsárbrú hafi verið byggð árið 1950. Ég held því fram að hún hafi verið tekin í notkun árið 1949. Það sem ég hef fyrir mér í því, er að móðir mín, sem nú er látin, sagði mér að ég hefði fæðst sama dag og brúin var vígð 10.11.1949. Hún var búin að bíða nokkuð lengi eftir að ég kæmi í heiminn, og búin að nota þær aðferðir sem tiltækar voru til að ýta við mér. Meðal annars var Hallæris-Fúsi (Vigfús Guðmundsson) búinn að keyra tvær ferðir með hana frá Selfossi út í Ölfus á Dúfunni (hálfkassabíll sem hann átti) og þræða allar holur sem hann fann á leiðinni. En ekkert gekk. Það er svo daginn sem Þjórsárbrúin er vígð sem ég vildi út í heiminn, en þar sem það bar upp á þann dag, voru allir sem vettlingi gátu valdið við vígsluna og engan bíl að hafa til að ná í ljósmóðurina. Kveðja Guðmundur Sigurðsson, Reykhól, Skeiðum (fæddur á Selfossi) Svar ritstjóra við bréfi -> Þetta mun vera alveg rétt hjá Guðmundi. Brúin var vígð haustið 1949 en einhver frágangur hefur dregist fram á árið 1950 og því er brúin ársett 1950 í brúarskrá Vegagerðarinnar sem er heimildin sem notuð var. Það var því rangt að skrifa að brúin hafi verið „byggð 1950“. Nýtt á lista Nýtt á lista

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.