Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.09.2002, Qupperneq 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.09.2002, Qupperneq 1
 32. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 32. tbl. 10. árg. nr. 315 16. sept. 2002 Styrkingar og mölburður á Austurlandi 2002 - 2003 02-027 Vegagerðin, Austurlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í styrkingar og mölburð á Austurlandi á árunum 2002 og 2003. Um er að ræða styrkingu á alls 11 stöðum á Austur- landi. Helstu magntölur: fylling 3.600 m3, neðra burðarlag 24.200 m3, mölburður 34.300 m3, lengd 96 km, rofvörn 1.800 m3, frágangur fláa 9.000 m2, hörpun 26.200 m3, ræsi 210 m. Verki skal að fullu lokið 1. október 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með þriðjudeginum 17. september 2002. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánudaginn 30. september 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Gljúfurá í Húnavatnssýslu Brúin var breikkuð 2001 með því að byggja nýjan brúarhluta við upphaflegu einbreiðu brúna frá 1977. Auk nýrra millistöpla til hliðar við þá gömlu, var steypt utan um alla upphaflegu stöplana og yfir gömlu plötuna og ný brík þar einnig. Því má segja að gömlu brúnni hafi að mestu verið „pakkað inn“. Brúin er í mjög tilkomumiklu umhverfi, en áin fellur neðan brúar í þröngu gljúfri og ber nafn af því. Baldur Þór Þorvaldsson Auglýsingar útboða Vetrarþjónusta í Norðurárdal og á Bröttubrekku 2002-2004 02-090 Vegagerðin, Vesturlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu í Norðurárdal og á Bröttubrekku 2002- 2004. Um er að ræða snjómokstur og hálkuvörn á eftirtöldum leiðum: - Hringvegur (1) frá Borgarnesi að Sanddalsá, 48 km - Hvítárvallavegur (510) frá Hringvegi að Hvítá, 6 km - Vestfjarðavegur (60) frá Hringvegi að Breiðabólsstað, 17 km - Norðurárdalsvegur (528) frá Hringvegi á Hringveg, 16 km Auk þess er um að ræða hálkuvörn á eftirfarandi leið: - Hringvegur (1) frá Sanddalsá að Brú í Hrútafirði, 37 km Magntölur eru áætlaðar: snjómokstur og hálkuvörn 10.000 km, hálkuvörn 6.000 km Verki skal að fullu lokið 30. apríl 2004. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni í Borgarnesi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 16. september 2002. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl 14:00 mánu- daginn 30. september 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.