Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.10.2002, Blaðsíða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.10.2002, Blaðsíða 4
G ut en be rg G ut en be rg cyan magenta yellow black G ut en be rg 34. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 34. tbl. 10. árg. nr. 317 7. okt. 2002 Kleifabúi Þegar vegurinn upp svonefndar Kleifar var lagður árið 1947 tóku vegavinnumenn stein einn mikinn úr urð neðan við veginn, reistu hann upp, máluðu á hann andlit og nefndu Kleifa-Guddu. Kristleifur Jónsson vegaverkstjóri frá Höfða í Þverárhlíð hafði þá orð á því að rétt væri að hlaða veglega vörðu við veginn. Var það gert og stendur hún enn þann dag í dag. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson, báðir frá Patreksfirði, hlóðu vörðuna en vegavinnuflokkur Kristleifs sá um efnisöflun. Kristján Jóhannes- son frá Norðurkoti í Tálknafirði bjó til höfuð vörðunnar. Að verki loknu orti Kristleifur: Barðastrandarvegur(62) um Kleifaheiði Frá fornu fari hefur legið þjóðleið um Kleifaheiði á milli Patreksfjarðar og Barðastrandar. Bílfært varð yfir heiðina skömmu fyrir 1950 og á árunum eftir 1970 voru langir kaflar endurbyggðir. Síðast var lagður nýr kafli sumarið 1980 á þeim stað sem þá var snjóþyngstur, Hjallendalág innarlega á háheið- inni. Síðan hefur veginum ekkert verið breytt fyrr en hafist var handa við gerð nýs vegar yfir Kleifaheiði sumarið 2000. Er þeirri vegagerð nú að mestu lokið. Heildarlengd kaflans frá Haukabergsá á Barðaströnd að vega- mótum Örlygshafnarvegar í botni Patreksfjarðar er 12,1 km. Um það bil helming leiðarinnar Patreksfjarðarmegin er vegurinn á sama stað og gamli vegurinn en Barðastrandarmegin liggur hann á nýjum stað upp Mikladal. Á löngum köflum liggur vegurinn í brattri fjallshlíð og er þá öxlin breikkuð. Mesti langhalli er 9% á 400 m löngum kafla neðan Kleifabúa en annars 8% á löngum köflum. Hæsti punktur vegarins er í 411 m h.y.s. Nítján hundruð nefna má nú með gleði hlýju. Upp nam rísa seggur sá sjö og fjörutíu. Hátt á bergi Búi stendur, býður sína traustu mund, horfir yfir heiðarlendur hár og þögull alla stund. Búinn varstu úr bergi hörðu blóði vana kempan treg. Minnir helst á heiðarvörðu hér við Barðastrandarveg. Stattu lengi heill á húfi, hetjan prúð í fjallasal þó váleg veður rjúfi varman frið um strönd og dal. Yfirlit yfir útboðsverk Þessi listi er stöðugt til endurskoðunar og geta dagsetningar og annað breyst fyrirvaralaust. Það eru auglýsingar útboða sem gefa endanlegar upplýsingar. Fremst í lista er númer útboðs í númerakerfi framkvæmdadeildar. Þá er skammstöfun fyrir umdæmi Vegagerðarinnar: Sl:Suðurland, Rn:Reykjanes, Vl:Vesturland, Vf: Vesfirðir, N.v: Norðurland vestra, N.ey: Norðurland eystra, Au:Austurland. Fyrirhuguð útboð Auglýst: dagur, mánuður, ár 02-044 N.v. Siglufjarðarvegur (76), Gránugata - Tjarnargata á Siglufirði 03 02-074 Vf. Vestfjarðavegur (60), ræsi í Ausuá í Dýrafirði 03 02-014 Sl. Hringvegur (1), vega- og brúargerð við Skaftá 03 02-019 Vl. Snæfellsnesvegur (54), um Kolgrafafjörð 02 01-018 Rn. Nesbraut (49), færsla Hringbrautar, hönnun 02 02-015 Sl. Hringvegur (1), við Hellu 02 00-054 Rn. Hallsvegur (432), Fjallkonuvegur – Víkurvegur 02 02-091 Áætlunarakstur á Suðurlandi og hluta Austurlands 2003 - 2005 02 02-078 Rn. Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði 10.02 02-026 Au. Norðausturvegur (85) Hölkná – Miðheiðarhryggur 10.02 02-092 Sl. Biskupstungnabraut (35) um Laugá 10.02 02-009 N.v. Hringvegur (1), um Vatnsdalsá (Hnausakvísl) forsteyptar einingar 2002-2003 10.02 Útboð sem hafa verið auglýst Auglýst: Opnað: 02-084 Vl. Hringvegur (1), hringtorg við Snæfellsnesveg 07.10.02 21.10.02 02-055 Au. Hringvegur (1), Biskupsháls - Vegaskarð 30.09.02 14.10.02 Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað: 02-056 Sl. Hringvegur (1), brú á Þjórsá 02.09.02 30.09.02 02-090 Vl. Vetrarþjónusta í Norðurárdal og á Bröttubrekku 2002-2005 16.09.02 30.09.02 02-027 Au. Styrking og mölburður á Austurlandi 2002-2003 16.09.02 30.09.02 02-087 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, í austurhluta Rangárvallasýslu og vesturhluta Vestur-Skaftafellssýslu 09.09.02 23.09.02 02-089 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, í austurhluta Vestur-Skaftafellssýslu 09.09.02 23.09.02 02-086 N.v. Þverárfjallsvegur (744), Skúfur - Þverá 2002 09.09.02 23.09.02 02-060 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, uppsveitir Árnessýslu, austurhluti 12.08.02 26.08.02 01-122 Veggöng 2002 - Forval 21.05.02 24.06.02 Samningum lokið Opnað: Samið: 02-085 Sl. Þórsmerkurvegur (F249) 2002 09.09.02 25.09.02 Suðurverk hf., Hafnarfirði 02-073 Au. Suðurfjarðavegur (96) á Fáskrúðsfirði 06.08.02 01.10.02 Vöggur ehf., Fáskrúðsfirði Niðurstöður útboða Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 12 11 10 9 8 7 6 --- 5 4 3 2 1 Verktak ehf., Reykjavík 369.459.895 142,9 135.659 Sveinbjörn Sigurðsson ehf., Reykjavík 324.133.600 125,3 90.333 Eykt ehf., Reykjavík 309.419.622 119,6 75.619 Vélsmiðja KÁ, Selfossi 301.091.206 116,4 67.290 Þ.G. verktakar ehf., Reykjavík 299.654.011 115,9 65.853 MT Höjgaard ehf., Reykjavík 292.942.810 113,3 59.142 Byggingarfélagið Viðar ehf., Reykjavík 274.730.374 106,2 40.929 Áætlaður verktakakostnaður 258.622.910 100,0 24.822 Brú verktakar ehf., Kópavogi 254.727.275 98,5 20.926 Eikarverktakar ehf., Kópavogi 252.677.740 97,7 18.877 Íslenskir aðalverktakar hf. 249.703.654 96,6 15.903 Ístak hf., Reykjavík 249.427.646 96,4 15.627 Normi ehf., Kópavogi 233.801.000 90,4 0 Hringvegur (1), brú á Þjórsá 02-056 Tilboð opnuð 30. september 2002. Suðurlandsumdæmi. Bygging nýrrar brúar á Þjórsá. Brúin er 170 m löng, 11 m breið samverkandi úr stáli og steinsteypu. Brúin er í 9 höf- um og er yfir farvegi árinnar borin uppi af 78 m löngum boga úr stáli og steinsteypu. Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Helstu magntölur: vegrið 408 m, gröftur 1.000 m3, bergskering 400 m3, bergboltar 195 stk., bergfestur 120 stk., mótafletir 2.300 m2, steypustyrktar- járn 120 tonn, steypa 1.260 m3, forsteyptar plötur 234 stk., stálbogi 119 tonn, stálbitar 156 tonn, hreinsun og málun stáls 1.920 m2. Verki skal að fullu lokið 30. september 2003. Hringvegur (1), hringtorg við Snæfellsnesveg (54) 02-084 Vegagerðin, Vesturlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í gerð hringtorgs á gatnamótum Hringvegar og Snæfells- nesvegar við Borgarnes. Helstu magntölur: fyllingar og burðarlög 10.000 m3, skeringar 6.000 m3 og malbik um 4.000 m2. Verki skal að fullu lokið 15. júlí 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni í Borgarnesi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánu- deginum 7. október 2002. Verð útboðsgagna er 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 21. október 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14.15 þann dag. Auglýsingar útboða Leiðrétting Í síðasta tölublaði birtist kort sem sýnir mörk sumarþjónustu- svæða. Þar voru rangfærslur varðandi mörk svæða þar sem Vesturland og Vestfirðir koma saman. Þetta verður birt nánar síðar. Nýtt á lista

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.