Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 14.10.2002, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 14.10.2002, Blaðsíða 1
G ut en be rg G ut en be rg cyan magenta yellow black G ut en be rg 35. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 35. tbl. 10. árg. nr. 318 14. okt. 2002 Auglýsingar útboða Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði 02-078 Vegagerðin, Reykjanesumdæmi óskar eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á 8,6 km löngum kafla frá Hvassahrauni á Strandarheiði ásamt byggingu mislægra vegamóta við Hvassahraun og Vatnsleysustrandarveg og tengingum við þau. Boðnar eru út tvær útfærslur á slitlagi Reykjanesbrautar með malbiki eða steinsteypu. Helstu magntölur: bergskering 97.000 m3, neðra burðarlag 88.000 m3, efra burðarlag 30.000 m3, tvöföld klæðing 48.000 m2, malbik á aðreinar, fráreinar, og vegamót 27.000 m2, slitlag á Reykjanesbraut malbik eða steypa 64.000 m2, mótafletir 2.500 m2, slakbennt járnalögn 139 tonn, spennt járnalögn 23 tonn, steypa í vegamótabrýr 860 m3. Verki skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2004. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni í Borgarúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með þriðjudeginum 15. októ- ber 2002. Verð útboðsgagna er 8.000 kr. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 mánudag- inn 4. nóvember 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Vegslóði að rannsóknarholum á vestursvæði við Kröflu 2002 02-093 Vegagerðin, Norðurlandsumdæmi eystra, fyrir hönd Landsvirkjunar, óskar eftir tilboðum í gerð vegslóða að rannsóknarholum á vestursvæði við Kröflu 2002, samtals um 3,0 km. Helstu magntölur: jöfnun undirstöðu vegslóða og borplana 20.900 m2, fylling 15.200 m3, neðra burðarlag 1.600 m3, frágangur fláa 4.100 m2. Verki skal að fullu lokið 15. desember 2002. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Akureyri og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með þriðju- deginum 15. október 2002. Verð útboðsgagna er 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 28. október 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Biskupstungnabraut (35) um Laugaá 02-092 Vegagerðin, Suðurlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í endurbyggingu Biskupstungnabrautar (35) á um 1,2 km löngum kafla um Laugaá. Helstu magntölur eru: fylling og fláafleygar 20.300 m3, skering 1.400 m3, neðra burðarlag 5.700 m3, efra burðar- lag 1.500 m3, stálröraræsi 140 m, skurðir 1.900 m, tvöföld klæðing 9.000 m2, girðingar 800 m. Verki skal að fullu lokið 15. júní 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Selfossi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeg- inum 14. október 2002. Verð útboðsgagna er 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 28. október 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Hringvegur (1), brú á Vatnsdalsá (Hnausakvísl), forsteyptar plötur 02-009 Vegagerðin, Norðurlandsumdæmi vestra, óskar eftir til- boðum í framleiðslu og flutning á forsteyptum plötum fyrir brú á Vatnsdalsá (Hnausakvísl) hjá Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu. Helstu magntölur: fjöldi platna 59 stk., þyngd platna 249 tonn, slakbennt járnalögn 15.400 kg, steypa 99,6 m3. Verki skal að fullu lokið eigi síðar en 28. febrúar 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánu- deginum 14. október 2002. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 28. október 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Yfirlit yfir útboðsverk Þessi listi er stöðugt til endurskoðunar og geta dagsetningar og annað breyst fyrirvaralaust. Það eru auglýsingar útboða sem gefa endanlegar upplýsingar. Fremst í lista er númer útboðs í númerakerfi framkvæmdadeildar. Þá er skammstöfun fyrir umdæmi Vegagerðarinnar: Sl:Suðurland, Rn:Reykjanes, Vl:Vesturland, Vf: Vesfirðir, N.v: Norðurland vestra, N.ey: Norðurland eystra, Au:Austurland. Fyrirhuguð útboð Auglýst: dagur, mánuður, ár 02-044 N.v. Siglufjarðarvegur (76), Gránugata - Tjarnargata á Siglufirði 03 02-074 Vf. Vestfjarðavegur (60), ræsi í Ausuá í Dýrafirði 03 02-014 Sl. Hringvegur (1), vega- og brúargerð við Skaftá 03 02-019 Vl. Snæfellsnesvegur (54), um Kolgrafafjörð 02 01-018 Rn. Nesbraut (49), færsla Hringbrautar, hönnun 02 02-015 Sl. Hringvegur (1), við Hellu 02 00-054 Rn. Hallsvegur (432), Fjallkonuvegur – Víkurvegur 02 02-091 Áætlunarakstur á Suðurlandi og hluta Austurlands 2003 - 2005 02 02-026 Au. Norðausturvegur (85) Hölkná – Miðheiðarhryggur 02 Útboð sem hafa verið auglýst Auglýst: Opnað: 02-093 N.ey. Vegslóði að rannsóknarholum á vestursvæði við Kröflu 14.10.02 28.10.02 02-009 N.v. Hringvegur (1), um Vatnsdalsá (Hnausakvísl) forsteyptar einingar 2002-2003 14.10.02 28.10.02 02-092 Sl. Biskupstungnabraut (35) um Laugaá 14.10.02 28.10.02 02-078 Rn. Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði 14.10.02 04.11.02 02-084 Vl. Hringvegur (1), hringtorg við Snæfellsnesveg 07.10.02 21.10.02 02-055 Au. Hringvegur (1), Biskupsháls - Vegaskarð 30.09.02 14.10.02 Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað: 02-056 Sl. Hringvegur (1), brú á Þjórsá 02.09.02 30.09.02 02-090 Vl. Vetrarþjónusta í Norðurárdal og á Bröttubrekku 2002-2005 16.09.02 30.09.02 02-027 Au. Styrking og mölburður á Austurlandi 2002-2003 16.09.02 30.09.02 02-087 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, í austurhluta Rangárvallasýslu og vesturhluta Vestur-Skaftafellssýslu 09.09.02 23.09.02 02-089 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, í austurhluta Vestur-Skaftafellssýslu 09.09.02 23.09.02 02-086 N.v. Þverárfjallsvegur (744), Skúfur - Þverá 2002 09.09.02 23.09.02 02-060 Sl. Snjómokstur og hálkuvörn, uppsveitir Árnessýslu, austurhluti 12.08.02 26.08.02 Samningum lokið Opnað: Samið: 01-122 Veggöng 2002 - Forval 24.06.02 Niðurstöður forvals voru birtar í 33. tbl. Gæðanámskeið Samtaka iðnaðarins fyrir verktaka Mikið hefur verið ritað og rætt um gæðaátak í tengslum við þjónustu verktaka og oftsinnis verið farið af stað með ýmis konar átaksverkefni í þeim tilgangi að bæta rekjanleika vinnu- ferla og samskipta á milli verkkaupa og verktaka. Fæst þessara verkefna hafa skilað tilætluðum árangri, en enn á ný er blásið til sóknar í þessum málum. Samtök iðnaðarins hafa á undanförnum árum unnið að gæða- málum með ýmsum hópum innan sinna raða. Til þess að þoka þeim málum enn frekar áleiðis og auka sameiginlegan skilning verktaka og verkkaupa á gæðastjórnun hafa samtökin óskað eftir samstarfi við stærstu opinberu verkkaupana. Þessir aðilar töldu frumkvæði samtakanna mjög gott og þarft og því var þetta auðsótt mál. Neðangreindir verkkaupar hafa verið að vinna að sameiginlegum markmiðum og áhersluatriðum til þess að ljóst megi vera hver stefnan muni verða á næstu árum í gæðamálum og hvaða kröfur verði gerðar til verktaka í þeim efnum. Þeirri vinnu er ekki lokið en eftirtalin þrjú atriði eru meðal þeirra atriða sem rætt hefur verið um: 1. Verkkaupar munu innan fárra ára gera kröfu um að verktakar í öllum helstu og stærstu verkum hafi gæðakerfi er byggist á ISO-staðlinum 9001:2000. 2. Mikilvægt er að verktakar geri sér grein fyrir að ekki er hægt að kaupa fullbúin gæðakerfi eða gæðahand- bækur af öðrum aðilum. Hvert og eitt fyrirtæki verður að byggja slíkt upp innan síns eigin fyrirtækis. 3. Neðangreindir verkkaupar munu, að svo miklu leyti sem hægt er, samræma kröfur til verktaka í gæðamál- um. Opinberir verkkaupar eru í auknum mæli að innleiða gæðakerfi í sinni starfsemi. Við það gangast þeir m.a. undir kröfur um rekjanlegt mat á birgjum og verktökum. Þar af leiðandi er ljóst að gerðar verða kröfur um rekjanleika vinnuferla og gæðakerfi hjá helstu viðskiptavinum þeirra, m.a. hjá ráðgjöfum og verk- tökum. Það skal þó tekið fram að hér er um langtíma samstarfs- verkefni að ræða, þar sem að allir aðilar gera sér fulla grein fyrir því að innleiðing gæðakerfa og síðar e.t.v. kröfur um vottun munu þurfa að haldast í hendur hjá aðilum markaðarins. Þeir aðilar sem komið hafa að undirbúningi þessa námskeiðs eru: Vegagerðin, Landsvirkjun, Siglingastofnun, Gatnamála- stjóri, Orkuveita Reykjavíkur, Framkvæmdasýsla ríkisins, Fast- eignastofa Reykjavíkur og Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar. Síðasta námskeið var haldið þann 10. október og þátttaka ræð- ur síðan framhaldinu. Nýtt á lista Munið vinnustaða- merkingarnar

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.