Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.11.2002, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.11.2002, Blaðsíða 1
G ut en be rg G ut en be rg cyan magenta yellow black G ut en be rg 37. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 37. tbl. 10. árg. nr. 320 11. nóv. 2002 Slysakort Vegagerðin hefur lengi safnað saman upplýsingum um slys á þjóðvegum og árið 1997 var farið að merkja slysastaði inn á kort í teikniforriti. Þessi kort eru nú birt á vefsíðum Vegagerðarinnar Vegagerdin.is undir „umferð og umferðaröryggi / umferðar- óhöpp“. Á sama stað má finna skýrslur um lagfæringu slysastaða sem verkfræðistofan Línuhönnun hefur tekið saman og byggja m.a. á þessum slysakortum. Kortin ná yfir tímabilið 1996-1999. Í opnu þessa blaðs er sýnt dæmi um svona slysakort af ná- grenni Akureyrar. Sýnt er hvar óhöpp hafa orðið og hvers eðlis þau hafa verið. Óhöpp við vetraraðstæður eru sérstaklega merkt. Þar sem hægt er að koma því við sést dagsetning óhapps á yfir- litskortinu en þar sem óhöpp eru mjög tíð, þarf að skoða kort fyrir hvert ár fyrir sig til að fá upplýsingar um dagsetningu óhapps. Upplýsingar úr lögregluskýrslum um umferðaróhöpp liggja til grundvallar kortunum. Slysakortin gera mögulegt að finna þá staði þar sem óhöpp eru tíð á tiltölulega auðveldan hátt og þau þurfa að liggja fyrir til að hægt sé að vinna skipulega að lagfæringu slysastaða. Til að greina nánar hvert vandamálið er á hverjum stað eru stundum teiknaðar svokallaðar slysamyndir en þær eru mun nákvæmari en slysakort og sýna stefnu og stöðu ökutækja og annarra veg- farenda og önnur atriði eins og t.d. hemlun, hröðun, dagsljós, myrkur, klukkan hvað slysið varð o.s.frv. Dæmi um slíka mynd er sýnt hér í opnunni en það nær yfir vegamót Hringvegar (Suðurlandsvegar) og Þrengslavegar í Svínahrauni. Norðausturvegur (85) Hölkná - Miðheiðarhryggur 02-026 Vegagerðin, Austurlandsumdæmi, óskar eftir tilboði í gerð Norðausturvegar á Sandvíkurheiði frá Hölkná upp á Miðheiðarhrygg á 9,6 km löngum kafla, ásamt gerð Hafnarvegar um Hafnará í Bakkafirði á 0,4 km löngum kafla. Helstu magntölur: fyllingar 72.000 m3, stálplöturæsi 90 m (3 stk), neðra burðarlag 45.000 m3, efra burðarlag 14.000 m3, klæðing 64.000 m2. Verki skal að fullu lokið fyrir 1. september 2004. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 11. nóvember 2002. Verð útboðsgagna er 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánudaginn 25. nóvember 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Auglýsingar útboða Snæfellsnesvegur (54) vestan Grundarfjarðar. Kirkjufell til vinstri. Yfirlit yfir útboðsverk Þessi listi er stöðugt til endurskoðunar og geta dagsetningar og annað breyst fyrirvaralaust. Það eru auglýsingar útboða sem gefa endanlegar upplýsingar. Fremst í lista er númer útboðs í númerakerfi framkvæmdadeildar. Þá er skammstöfun fyrir umdæmi Vegagerðarinnar: Sl:Suðurland, Rn:Reykjanes, Vl:Vesturland, Vf: Vesfirðir, N.v: Norðurland vestra, N.ey: Norðurland eystra, Au:Austurland. Fyrirhuguð útboð Auglýst: dagur, mánuður, ár 02-044 N.v. Siglufjarðarvegur (76), Gránugata - Tjarnargata á Siglufirði 03 02-074 Vf. Vestfjarðavegur (60), ræsi í Ausuá í Dýrafirði 03 02-014 Sl. Hringvegur (1), vega- og brúargerð við Skaftá 03 02-015 Sl. Hringvegur (1), við Hellu 03 02-019 Vl. Snæfellsnesvegur (54), um Kolgrafafjörð 02 01-018 Rn. Nesbraut (49), færsla Hringbrautar, hönnun 02 00-054 Rn. Hallsvegur (432), Fjallkonuvegur – Víkurvegur 02 02-091 Áætlunarakstur á Suðurlandi og hluta Austurlands 2003 - 2005 02 02-078 Rn. Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði, eftirlit 11.02 Útboð sem hafa verið auglýst Auglýst: Opnað: 02-026 Au. Norðausturvegur (85) Hölkná – Miðheiðarhryggur 11.11.02 25.11.02 02-095 Au. Hringvegur (1) Jökulsá á Breiðamerkursandi, árbakkar 04.11.02 11.11.02 Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað: 02-078 Rn. Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði 14.10.02 04.11.02 02-093 N.ey. Vegslóði að rannsóknarholum á vestursvæði við Kröflu 14.10.02 28.10.02 02-009 N.v. Hringvegur (1), um Vatnsdalsá (Hnausakvísl) forsteyptar einingar 2002-2003 14.10.02 28.10.02 02-092 Sl. Biskupstungnabraut (35) um Laugaá 14.10.02 28.10.02 02-055 Au. Hringvegur (1), Biskupsháls - Vegaskarð 30.09.02 14.10.02 02-090 Vl. Vetrarþjónusta í Norðurárdal og á Bröttubrekku 2002-2005 16.09.02 30.09.02 02-027 Au. Styrking og mölburður á Austurlandi 2002-2003 16.09.02 30.09.02 Samningum lokið Opnað: Samið: 02-084 Vl. Hringvegur (1), hringtorg við Snæfellsnesveg 21.10.02 29.10.02 Borgarverk ehf., Borgarnesi Nýtt á lista Niðurstöður útboða Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) --- 6 5 4 3 2 1 Tilhögun 1, malbik Áætlaður verktakakostnaður 993.000.000 100,0 377.000 Rsb. Flóa og Skeiða 779.152.050 78,5 163.152 Klæðning ehf., Kópavogi 705.333.900 71,0 89.334 Ístak hf., Reykjavík 636.907.353 64,1 20.907 Suðurverk hf., Hafnarfirði 625.819.430 63,0 9.819 Íslenskir aðalverk- takar ehf., Reykjavík 621.556.873 62,6 5.557 Háfell ehf., Jarð- vélar ehf., Eykt ehf. 616.000.000 62,0 0 Tilhögun 2, steypa Áætlaður verktakakostnaður 1.090.000.000 100,0 416.622 Ístak hf., Reykjavík 725.160.093 66,5 51.782 Suðurverk hf., Hafnarfirði 714.215.510 65,5 40.837 Háfell ehf., Jarð- vélar ehf., Eykt ehf. 703.146.200 64,5 29.768 Íslenskir aðalverk- takar ehf., Reykjavík 673.378.033 61,8 0 Frávikstilboð, Íslenskir aðalverktakar 664.827.793 --- 4 3 2 1 Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði 02-078 Tilboð opnuð 4. nóvember 2002. Reykjanesumdæmi. Tvöföldun Reykjanesbrautar á 8,6 km löngum kafla frá Hvassahrauni á Strandarheiði ásamt byggingu mislægra vegamóta við Hvassahraun og Vatnsleysustrandarveg og tengingum við þau. Boðnar eru út tvær útfærslur á slitlagi Reykjanesbrautar með malbiki eða steinsteypu. Helstu magntölur: bergskering 97.000 m3, neðra burðarlag 88.000 m3, efra burðarlag 30.000 m3, tvöföld klæðing 48.000 m2, malbik á aðreinar, fráreinar, og vegamót 27.000 m2, slitlag á Reykjanesbraut malbik eða steypa 64.000 m2, mótafletir 2.500 m2, slakbennt járnalögn 139 tonn, spennt járnalögn 23 tonn, steypa í vegamótabrýr 860 m3. Verki skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2004. Þróunarsvið Vegagerðarinnar hélt ráðstefnu um rannsóknir stofnunarinnar föstudaginn 1. nóvember sl. Þátttakendur voru 117 og hlýddu þeir á 24 fyrirlestra yfir daginn. Á myndinni má sjá Ásdísi Guðmundsdóttur og Þorstein Þorsteinsson fínstilla tæknimálin en Hreinn Haraldsson ráðstefnustjóri fylgist með.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.