Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 25.11.2002, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 25.11.2002, Blaðsíða 1
 38. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 38. tbl. 10. árg. nr. 321 25. nóv. 2002 Hvar er myndin tekin? Sjá svar á baksíðu. Vegagerðin er að láta safna gömlu blaðaefni um vegagerð og er það sett jafnóðum inn á heimasíðu stofnunarinnar vegagerdin.is. Er það að finna undir Vegagerðin / Saga og minjar / Söguleg gögn / blaðaefni. Efnið sem nú hefur verið birt nær frá 1888 til 1909. Leitarvélin á vefnum (smellið á stækkunargler) gerir kleift að leita að einstökum efnisorðum. Vegna útgáfu nýrrar íslenskrar orðabókar fór af stað umræða um notkun erlendra orða í íslensku máli og hvort rétt sé að slíkt slangur sé birt í orðabók. Slíkar vangaveltur eru reyndar ekki óþekktar frá fyrri tíð en hér á eftir fer stuttur kafli úr grein sem birtist í Ísafold 14. nóvember 1896. Rastamörk Vegaleysinu hér á landi hefir eðlilega fylgt vitneskjuleysi um vegalengdir, öðruvísi en eftir ágiskun. Jafnvel eftir að farið var að gera almennilega vegi og mæla þá nákvæmlega, var ekkert Gamalt blaðaefni um vegagerð á vefnum vegagerdin.is hugsað um að afmarka á þeim tilteknar vegalengdir og auðkenna með marksteinum, að dæmi siðaðra þjóða. Má vera, að það hafi verið með fram því að kenna, að vér höfum lengi átt í vændum breytingu á lengdarmáli voru, og því ekki þótt hlýða að leggja kostnað í mílu marksteina, er ónýttust innan skamms vegna þess, að lögleitt yrði tugamálið frakkneska: rastir og stikur, - eða kílómetrar og metrar, ef mönnum þykir útlenskan bragðbetri. Þetta nýja lengdarmál væri að öllum líkindum löngu komið í lög hjá oss, ef það atriðið lægi ekki undir alríkis- löggjafarvaldið, þ. e. ríkisþingið danska með konungi. En, eins og kunnugt er, hafa Danir allt til þessa með engu móti getað hleypt í sig því framfaráræði, að taka upp slíkt nýmæli, þótt löngu sé búið að því á næstu grösum við þá, á Þýskalandi, í Svíþjóð og Noregi o. s. frv. (Greinin er birt í heild á vegagerdin.is) Untitled-1 21.11.2002, 8:511

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.