Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.12.2002, Page 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.12.2002, Page 1
G ut en be rg G ut en be rg cyan magenta yellow black G ut en be rg 39. tbl. /02 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus. Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 522 1109) eða vai@vegag.is Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 39. tbl. 10. árg. nr. 322 16. des. 2002 Auglýsingar útboða Bræðratunguvegur (359), um Galtalæk 02-097 Vegagerðin, Suðurlandsumdæmi, óskar eftir tilboðum í gerð nýbyggingar 1,2 km Bræðratunguvegar (359) sunnan Galtalækjar, sem og styrkingar og malarslitlög á safn- og tengivegi í nágrenninu. Helstu magntölur eru: fyllingar 25.850 m3, fláafleygar 7.040 m3, neðra burðarlag, óunnið efni 13.200 m3, ræsi 78 m, girðingar 2.080 m, malarslitlag 8.120 m3, skurðir 400 m. Verki skal að fullu lokið 1. september 2003. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Selfossi og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 16.desember 2002, Verð útboðsgagna er kr. 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir klukkan 14:00 mánudaginn 13. janúar 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. Haust í Suðursveit. Útboð jarðganga Eftir samþykkt ríkisstjórnarinnar hefur samgönguráðherra falið Vegagerðinni að bjóða út jarðgöng á Austurlandi og Norðurlandi nú í vetur. Ákveðið hefur verið að hafa útboðið í tvennu lagi, og verða útboðsgögn fyrir jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar send í næstu viku til þeirra verktaka sem valdir hafa verið til þátttöku eftir forval. Vinna við gögn vegna jarð- ganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er langt komin og verða útboðsgögnin send verktökum í lok febrúar, eftir opnun tilboða í fyrri göngin. Reiknað er með að sama hagkvæmni af samlegðar- áhrifum beggja verkefnanna náist með þessari tilhögun, eins og Framhald á baksíðu Yfirlit yfir útboðsverk Þessi listi er stöðugt til endurskoðunar og geta dagsetningar og annað breyst fyrirvaralaust. Það eru auglýsingar útboða sem gefa endanlegar upplýsingar. Fremst í lista er númer útboðs í númerakerfi framkvæmdadeildar. Þá er skammstöfun fyrir umdæmi Vegagerðarinnar: Sl:Suðurland, Rn:Reykjanes, Vl:Vesturland, Vf: Vesfirðir, N.v: Norðurland vestra, N.ey: Norðurland eystra, Au:Austurland. Fyrirhuguð útboð Auglýst: dagur, mánuður, ár 02-044 N.v. Siglufjarðarvegur (76), Gránugata - Tjarnargata á Siglufirði 03 02-074 Vf. Vestfjarðavegur (60), ræsi í Ausuá í Dýrafirði 03 02-014 Sl. Hringvegur (1), vega- og brúargerð við Skaftá 03 02-015 Sl. Hringvegur (1), við Hellu 03 01-018 Rn. Nesbraut (49), færsla Hringbrautar, hönnun 03 00-054 Rn. Hallsvegur (432), Fjallkonuvegur – Víkurvegur 03 02-091 Áætlunarakstur á Suðurlandi og hluta Austurlands 2003 - 2005 03 02-019 Vl. Snæfellsnesvegur (54), um Kolgrafafjörð 02 Útboð sem hafa verið auglýst Auglýst: Opnað: 02-097 Sl. Bræðratunguvegur (359), um Galtalæk 16.12.02 13.01.03 02-078 Rn. Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði, eftirlit 25.11.02 06.01.03 Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað: 02-026 Au. Norðausturvegur (85) Hölkná – Miðheiðarhryggur 11.11.02 25.11.02 02-093 N.ey. Vegslóði að rannsóknarholum á vestursvæði við Kröflu 14.10.02 28.10.02 02-027 Au. Styrking og mölburður á Austurlandi 2002-2003 16.09.02 30.09.02 Samningum lokið Opnað: Samið: 02-095 Au. Hringvegur (1) Jökulsá á Breiðamerkursandi, árbakkar 11.11.02 15.11.02 Nóntindur ehf., Búðardal 02-078 Rn. Reykjanesbraut (41), breikkun Hvassahraun - Strandarheiði 04.11.02 10.12.02 Háfell ehf., Jarðvélar ehf., Eykt ehf. Niðurstöður útboða Nýtt á lista Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 5 4 --- 3 2 1 Sandöx ehf., Kópaskeri 124.479.652 126,2 37.506 Stálstjörnur ehf., Seyðisfirði 110.565.560 112,1 23.592 Áætlaður verktakakostnaður 98.600.000 100,0 11.626 Héraðsverk ehf., Egilsstöðum 94.878.741 96,2 7.905 Árni Helgason, Ólafsfirði 89.032.880 90,3 2.059 Nóntindur ehf., Búðardal 86.973.690 88,2 0 Norðausturvegur (85) Hölkná - Miðheiðarhryggur 02-026 Opnun tilboða 25. nóvember 2002. Austurlandsumdæmi. Gerð Norðausturvegar á Sandvíkurheiði frá Hölkná upp á Miðheiðarhrygg á 9,6 km löngum kafla, ásamt gerð Hafnarvegar um Hafnará í Bakkafirði á 0,4 km löngum kafla. Helstu magntölur: fyllingar 72.000 m3, stálplöturæsi 90 m (3 stk), neðra burðarlag 45.000 m3, efra burðarlag 14.000 m3, klæðing 64.000 m2. Verki skal að fullu lokið fyrir 1. september 2004. við að bjóða þau bæði út í einu lagi. Auk þess eru ákveðnir kostir taldir fylgja því að gera tvo verksamninga um þessi verkefni. Reiknað er með að vinna við jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar geti hafist seint í apríl 2003, eftir yfirferð til- boða, samninga við verktaka og undirbúning á verkstað. Áætlað er að gangagröfturinn taki u.þ.b. eitt og hálft ár og honum ætti því að ljúka fyrir árslok 2004. Göngin verða síðan tilbúin um einu ári síðar, eða síðla árs 2005. Heildarkostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar á núverandi verðlagi. Miðað er við að vinna við gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hefjist árið 2004, um svipað leyti og gangagreftri lýkur fyrir austan. Vinna við bæði verkefnin verður því í gangi samtímis árið 2005. Áætlað er að göngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verði tilbúin árið 2008 og að heildarkostnaður verði um 6,8 milljarðar á núverandi verðlagi. Framhald af forsíðu Gróf tímaáætlun jarðgangagerðar

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.