Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 2

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 2
Ungmenni eru nú í öllum nefndum hjá Seltjarnarnesbæ. Aðdragandi þess er að á sínum tíma fór Ungmennaráð Seltjarnarnesbæjar fram á það við Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra að fulltrúar þess fengju að taka virkari þátt í nefndarstarfi bæjarins. Vel var brugðist við þeirri málaleitan og í fyrra var stigið fyrsta skrefið í þá veru með samþykki allra kjörinna fulltrúa bæjarins. Ungmennaráð Seltjarnarnesbæjar hefur nú nýlega skipað fulltrúa í allar stærstu nefndir bæjarins þar sem það hefur málfrelsi og tillögurétt. Fulltrúar ungmennaráðsins eru þau Anna Lilja Björnsdóttir og Victor Levi Ferrua Teitsson í íþrótta- og tómstundanefnd, Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson í menningarnefnd, Kristján Hilmir Baldursson og Ísak Arnar Kolbeinsson í skipulags- og mannvirkjanefnd, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Benedikt Bjarnason í skólanefnd og Victor Levi Ferrua Teitsson og Geir Zoëga í umhverfisnefnd. Að sögn Ásgerðar er mikil ánægja meðal bæjarstjórnarmanna með setu unga fólksins á Nesinu í nefndunum og afar mikilvægt að sjónarmið þeirra komist milliliðalaust til skila. Það styður einnig við áherslu bæjarins um lýðræðislega þátttöku bæjarbúa um málefni bæjarins. Á fundunum fá fulltrúar Ungmennaráðsins tækifæri til að ræða og meta stöðu sína í eigin samfélagi og grundvöll til að eiga samtal við aðra nefndarmenn sem starfa í stjórnsýslunni. Ungmennaráð Seltjarnarness er afar öflugur félagsskapur sem leggur áherslu á samveru og fagnaðarfundi með eldri borgurum auk þess að starfa ötullega að jafningjafræðslu. Seltjarnarnesbær er eitt fárra bæjarfélaga á landinu sem hefur stigið þetta skref í því skyni að efla þátttöku og virkni ungmenna bæjarins en ávinningurinn skilar sér í gagnsærri stjórnun þar sem frjó og opin skoðanaskipti eru ríkjandi. ÚT GEF ANDI:­Borgarblö›,­Eiðistorgi­13-15,­170­Seltjarnarnes,­Pósthólf­172.­S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 RITSTJÓRI:­Krist­ján­Jó­hanns­son­•­ÁBYRG‹ AR MA‹ UR:­Krist­ján­Jó­hanns­son­•­BLAÐAMAÐUR: Þórður­Ingimarsson­ UM BROT:­Valur­Kristjánsson­•­NETFANG:­borgarblod@simnet.is­•­HEIMASÍ‹A:­borgarblod.is Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nes ­frétt ir www.borgarblod.is Nesið hefur margt að bjóða Leið ari Er ekki kominn tími til að breyta Nesstofutúninu í útivistarsvæði? Nesbúinn Ferðaþjónusta er yngsti atvinnuvegur landsmanna. Fjölgun ferða-manna og vöxtur og þjónustu við þá er mun meiri en nokkurn gat órað fyrir sé farið nokkur ár aftur í tímann. Sú uppbygging sem hefur náðst eftir hrunið 2008 er að hluta til fjölgun ferðafólks að þakka og því hvernig landsmenn hafa nýtt sér þá möguleika sem henni fylga. Víða um land hafa bæjar- og sveitarfélög tekið þessum nýju atvinnumöguleikum fengins hendi og stutt við þá með þeim hætti sem þeim er fært. Að öllu jöfnu kemur það þeim sjálfum og fyrirtækjum og verslunum sem eiga viðskipti við ferðamennina til góða. Engu er líkara en íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki veitt þessum nýju atvinnumöguleikum athygli utan þeirra sem búa eða starfa í miðborg Reykjavíkur – títt nefndum 101um. Lítið er um ferðaþjónustu á öðrum stöðum þótt finna megi einstaka gististaði utan miðborgarinnar. Að þessu leyti er Seltjarnarnes engin undantekning. Að því er virðist er enga starfsemi þar að finna sem tengjast þessum atvinnuvegi. Mögu- leikarnir eru þó fyrir hendi. Seltjarnarnes er um margt sögufrægur staður þar sem bjóða mætti skemmtilegar ferðir fyrir útlendinga. För um Nesið gæti hafist á Eiðinu, haldið norður með ströndinni út á Snoppu og að Gróttu. En Grótta slitnaði frá landi í ofsaveðri árið 1799 en hægt er að ganga út í hana á fjöru, einnig er hægt að bjóða upp á bátsferðir út í eyna á öðrum tímum. Svo er það Nesstofa og söfnin sem henni tengjast. Saga lækninga í landi þar sem ekkert þéttbýli var til og samgöngur voru aðeins af sjó eða á hestum. Suðursvæðin hafa einnig margt að bjóða. Leiðarmerkið og síðan smábátahöfnin sem er illa nýtt en tilvalin til smábátaferða og sjóstangveiði. Og síðan íþrótta- og heilsusvæðið við Suðurströndina, þar sem ferðamenn gætu fengið sér hressingu og endað síðan í sundi. Neshringurinn hefur uppá margt að bjóða sem fólk myndi hafa áhuga á og ánægju af ef kynnt væri. Og eflaust myndu einhverjir efna til atvinnustarfsemi og má þar nefna veitingaþjónustu í fallegu umhverfi, heilsustarfsemi bátsferðir, sjóstangveiði og fleira og fleira. Bæjaryfir- völd eiga ekki að annast rekstur af þessu tagi en þurfa að vekja áhuga og styðja við bak áhugasamra. Hugmyndir mega ekki drukkna í umróti þeirra sem vilja að Seltjarnarnes verði aðeins eyland fyrir einhverja útvalda. Seltjarnarnes á að fá sinn hlut af kökunni. Það hefur upp á svo margt að bjóða. Ungmenni í öllum nefndum Geri við allar tegundir startara, alternatora, beinar innspýtingar, rafmagn í bílum og bátum. Sævar Bíla- og bátarafmagn Sími 561-1466 - Kirkjubraut 13, Seltjarnarnesi ra fm ag n@ m i.i s

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.