Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 4

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 4
4 Nes ­frétt ir Vísbending, tímarit um efna- hagsmál, hefur valið Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2013, en í mörg ár hefur tímaritið skoðað fjárhag sveitarfélaga og gefið þeim einkunnir, sem eru fyrst og fremst miðaðar við fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna. Útreiknin- gar miðast við rekstartölur úr ársreikningum sveitarfélaga árið 2013. Seltjarnarnesbær fær einkunnina 9,3 og er eina sveitarfélagið sem fær yfir 9,0 og jafnframt það fyrsta til að kljúfa þann múr eftir því sem næst verður komist. Árið 2012 hafnaði Seltjarnarnesbær í öðru sæti og var þá jafnframt valinn hástökkvari sveitarfélaganna. Árangurinn sýnir aga í fjármálum bæjarins og í bréfi bæjarstjóra, Ásgerðar Halldórsdóttur, þar sem hún þakkar starfsmönnum bæjarins segir hún þessa niðurstöðu styrkja starfsmenn í því starfi sem framundan er auk þess að hvetja þá til dáða. Fimm forsendur Vísbendingar Þær forsendur sem tímaritið Vísbending leggur til grundvallar valinu á Draumasveitarfélaginu eru þær að skattheimtan þarf að vera sem lægst, breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar, afkoma sem hlutfall af tekjum á að vera sem næst 10%, hlutfall nettóskulda af tekjum sé sem næst 1,0 og að veltufjárhlutfall sé nálægt 1.0. Seltjarnarnes er með lægstu útsvarsprósentu á landinu eða 13,66% og frá árinu 2012 til 2013 varð 1,4% fjölgun íbúa. Lengi vel hefur mælikvarðinn skuldir á íbúa verið talinn gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélags og er Seltjarnarnes með hlutfallið 28% sem er með því lægsta sem gerist á landinu. Þess má enn fremur geta að ýmis lífsgæði, sem íbúar Seltjarnarness njóta umfram önnur sveitarfélög, svo sem eins og afar lágur hitaveitukostnaður og fasteignaskattur, eru ekki teknar inn í forsendur Vísbendingar. Vísbending tilnefnir Seltjarnarnes KOMDU MEÐ BÍLINN Í FRÍA TJÓNASKOÐUN Vottað réttinga- og málningarverkstæði GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu. Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni. Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð. Dragháls 6-8 • 110 Reykjavík sími 567 0690 netfang tjon@tjon.is • www.tjon.is Rétting og málning Við vinnum eftir stöðlum framleiðenda og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur. Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur. Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl. Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum. Tjónaskoðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga. Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. Sjáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl. Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir. Dekkjaþjónusta Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð. Köldum potti sem inniheldur vatn sem er aðeins 4 til 5 gráður hafur verið komið fyrir í sund- laug Seltjarnarness. Sírennsli er í pottinum sem gerir það að verkum að ekki þarf að setja klór í hann. Frá því potturinn var settur upp um miðjan september hefur hann notið mikilla vinsælda allra aldur- shópa en sér í lagi hjá íþróttafólki. Ástæðan liggur í því að eftir erfiðar æfingar er líkaminn og vöðvarnir miklu fljótari að ná sér ef farið er í kalt vatn eftir erfiðið. Einnig er viðurkennd aðferð við að auka blóðflæðið að fara í heitt og kalt vatn til skiptis, svokölluð skip- tiböð. Að sögn Hauks Geirmundsso- nar sviðsstjóra íþrótta- og tómstun- dasviðs er Sundlaug Seltjarnarness í stöðugri þróum og kaldi potturinn aðeins enn ein viðbótin við frábæra laug og bara spurning um hvað verður næst. Sundlaug Seltjarnar- ness nýtur ævinlega mikill vinsælda ekki síst fyrir lækningarmátt vatn- sins í lauginni, sem er í senn salt og steinefnaríkt og auðveldar sun- dtökin. Stöðugt er unnið að þróun laugarinnar en ekki er langt síðan hún var endurgerð með nýjum, rúmgóðum pottum, útiklefum og sauna. Kaldur pottur í sundlauginni Einn af föstum gestum Sundlaugar Seltjarnarness stillti sér upp fyrir myndatöku í hinum nýja, kalda potti laugarinnar og lét vel af verunni í honum.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.