Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 6

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 6
6 Nes ­frétt ir Valhúsaskóli 40 ára Einn skóli- tvær starfsstöðvar Skólahald hófst í Valhúsaskóla haustið 1974. Fram að því hafði kennsla elstu deilda grunnskólans farið fram í Mýrarhúsaskóla. Allt fram til ársins 2004 voru skólarnir, Valhúsaskóli og Mýrarhúsaskóli, reknir sem tvær aðskildar stofnanir en árið 2004 voru þeir samein- aðir í Grunnskóla Seltjarnarness. Starfsstöðvarnar hafa þrátt fyrir það haldið fyrri nöfnum sínum. Fyrsti skólastjóri Valhúsaskóla var Ólafur H. Óskarsson. Hann vann fyrst sem ráðgjafi skólanefndar Seltjarnarness við hönnun skólans og vann náið með Vilhjálmi Hjálmarssyni arki- tekt hússins. Árið 1997 lét Ólafur af störfum fyrir aldurs sakir en þá tók Sigfús Grétarsson við stöðunni og stýrði hann skólanum til ársins 2007 er núverandi skólastjóri Guðlaug Sturlaugsdóttir tók við starfinu. Myndirnar voru teknar á samkomunni. Eru tryggingarnar þínar í lagi? Kristinn Rúnar Kjartansson kristinnk@vis.is Sími 560 5155 | GSM 820 0762 VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk Býð faglega tryggingaráðgjöf og tilboð í tryggingar fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það er mikilvægt að tryggingarnar séu í takt við þarfir þínar eða fyrirtækis þíns hverju sinni. Hafðu samband og ég fer yfir málin með þér.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.