Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 8

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 8
8 Nes ­frétt ir Þóra Einarsdóttir óperu-söngkona hlaut tónlista-ruppeldi sitt í Skólakór Seltjarnarness og í Kór Langholtskirkju en 16 ára hóf hún söngnám við Söngskólann í Reykjavík. Hún hélt eftir það til London og stundaði framhald- snám við Guildhall School of Music and Drama hjá Próf. Lauru Sarti. Frá þeim tíma hefur Þóra starfað víða. Hlutverk hennar eru orðin fjölmörg og spanna vítt svið. Þóra hefur einnig lagt rækt við ljóðasöng og hefur margoft komið fram á tónleikum á Íslandi og víða um Norðurlönd, einnig í Eistlandi, Þýskalandi, Belgíu, Frak- klandi, Sviss, Englandi, Kanada og Bandaríkjunum. Nú er Þóra að undirbúa flutning á tónverki finnska tónskáldsins Jean Sibeliu- sar sem er byggt á ljóðabálknum Kalevala auk þess að undirbúa upptökur á óperunni Ragnheiði eftir þá Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Tíðindarmaður Nesfréttir settust niður með Þóru á dögunum. „Ég er fædd og uppalin hér á Seltjarnarnesi. Við fluttum hingað þegar ég var níu ára. Ég byrjað hins vegar í Mýró þegar ég var sex ára. Mamma kenndi þar og foreldrum mínum fannst henta að ég yrði henni samferða í skólann. Það var heldur ekki langt að fara því við bjuggum í Vesturbænum og tókum oft Strætó saman út á Seltjarnarnes. En svo fór að við fluttum á Nesið og þá gengum við bara í skólann – ég og mamma. “ sagði Þóra þegar hún hafði komið sér fyrir með tíðinda- manni í leshorninu í Bókasafni Seltjarnarness. Mýró, Való og Tónó „Mýró og Való var því leiðin mín en ég var líka í tónlistarskólanum á Nesinu þar sem ég byrjaði þegar ég var sjö ára. Ég var í skólakórnum hjá Hlín Torfadóttur sem stjórnaði kórnum og svo tók Margrét Pálmadóttir við kórstjórninni. Hún hafði mikil áhrif á mig enda mögnuð manneskja sem kann að hrífa fólk með sér. Ég var líka mikið í bókasafninu sem þá var í sama húsi og tónlistarskólinn. Ég sat þar og las þegar ég var að bíða eftir að fara í spilatíma.“ Þóra segist hafa fengið ótrúlega gott tónlistarup- peldi á Seltjarnarnesi og Margrét Pálmadóttir eigi sin þátt í því. „Hún fór með okkur til Ítalíu þegar ég var 14 ára og stelpnakórinn var með tónleika í kirkjum hér og þar. Annars var ég alltaf syngjandi sem krakki. Ég fékk fyrsta hlutverkið mitt í skólakórnum þar sem söng hlutverk Maríu meyjar í helgileik sem settur var upp. Ég var alltaf ófeimin að standa fyrir framan fólk. Mér fannst gaman að standa á sviði og syngja.“ Með míkrófóninn í rútunni Þarna hófst ævistarfið. „Já – það má segja það. Ég var þó ekki með neina drauma um að gerast atvin- nusöngkona á þessum tíma. Mér þótti bara svo gaman að syngja. Standa fyrir framan fólk og láta ljós mitt skína. Pabbi fór stundum með mig í strætó í leikskólann og ég held að ég hafi ekki alltaf vakið lukku hjá syfjuðum morgunfarþegum sem voru á leið í vinnuna þegar ég fór að syngja upp úr þurru. Pabbi starfaði í Reykjavíkurapóteki á þessum tíma og ég fór stundum með foreldrum mínum í starfsmannaferðir. Oft var farið í rútum og ég uppgötvaði fljótt að það var míkrófónn frammí sem bílstjórinn notaði til þess að koma skilaboðum til farþeganna eða leiðsögufólkið notaði. Ég komst stundum í hann og tók lagið fyrir framan farþegana. Ég gerði mér auðvitað enga grein fyrir að þetta gat verið þreytandi. Alla vega ef ég gerði það of oft.“ Langar að læra á harmonikku Þóra lét sönginn ekki nægja og lærði einnig á píanó. „Ég lærði á píanó í nokkra vetur hjá Halldóri Víkingssyni einkum vegna þess að það er mjög gott fyrir söngvara að hafa einhvern grunn í hljóðfæraleik. Það auðveldar manni að skilja tónlistina. Sumt fólk hefur ágæta rödd en engan tónlistarlegan grunn. Röddin er auðvitað happdrætti en grunnurinn kemur með námi og æfingum. Annars langar mig að læra á harmonikku. Mig hefur alltaf langað til þess en endaði á píanóinu.“ bætir Þóra við. „Ég hef aðeins gripið í hana en vantar hentug hljóðfæri til þess að æfa mig. Harmonikkan er oft misskilið hljóðfæri hér á landi og mun öflugri en Íslendingar hafa oft gert sér grein fyrir. Hún er vandmeðfarin en hentar mjög vel til þess að leika klassíska tónlist eins og sjá má af langri og ríkir harmonikkuhefð í mörgum löndum og má nefna mörg Evrópulönd sérstaklega í þeim efnum. Ég hef sungið aríur í Þýska- landi með harmonikkuhljómsveit.“ Eitt leiddi af öðru og ekki varð aftur snúið En aftur að söngnum og nú óperutónlistinni sem Þóra hefur gert að meginviðfangsefni sínu og ævistarfi. „Segja má að það hafi byr- jað þegar ég lauk grunnskólanum og fór í framhaldsskóla. Þá hætti ég í skólakórnum á Nesinu. Fljótlega áttaði ég mig að eitthvað vantaði. Mamma sá auglýsingu frá kór Lang- holtskirkju og ég sótti um sama haustið og ég byrjaði í framhal- dsskólanum. Þá var ekki komið bar- nastarf í kirkjutónlistinni þar svo ég fór beint í Langholtskórinn hjá Jóni Stefánssyni. Í gegnum kórstarfið komst ég fljótt að því hvernig ég gæti beitt röddinni betur. Ég átti frekar auðvelt með sönginn og eitt leiddi af öðru og ekki varð aftur snúið.“ Þóra lauk söngskóla um leið og framhaldsskóla og hélt þá til Englands til framhaldsnáms. Hún segir að söngnámið og óperustarfið snúist ekki síst um vinnu. „Þetta er gríðarlega mikil vinna. Söngvarinn er ekki aðeins að syngja heldur að fást við texta og sviðsframkomu. Grunnvinna líkist því oft vinnu leikara. Söngarinn þarf að gera sér grein fyrir textanum. Hvaðan hann kemur. Hvað höfundurinn er að fara. Þetta getur snúist um allskyns fræði. Er textahöfundurinn að segja sögu. Er hann að rekja tilfinningar. Hvaða mannlegu þættir búa að baki textanum. Söngvarinn þarf að gera sér grein fyrir þessu og setja sig inn í þær aðstæður – inn í þá frásögn sem höfundurinn hefur skapa.“ Vítt og sterkt listform Þóra segir að óperan sé mjög vítt listform. „Það nær ekki aðeins yfir sönglistina heldur leiklistina og síðast en ekki sýnst myndlist sem birtist áhorfandanum í sviðsmynd Viðtal við Þóru Einarsdóttur Ég er mjög tengd Nesinu Þóra Einarsdóttir óperusöngkona.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.