Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 10

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 10
10 Nes ­frétt ir U M H V E R F I S H O R N I Ð GFF hefur notið stuðnings Selt- jarnarnesbæjar nánast frá stofnun samtakanna fyrir 17 árum og hefur átt ánægjulegt samstarf við Grunnskóla Seltjarnarness frá árinu 2005. Í gegnum það samstarf hafa nemendur plantað trjám og grætt upp rofabörð og gróðurvana mela á Bolöldu við rætur Vífilfells þar sem er sameiginlegur afréttur Seltjarnar- ness og Kópavogs. Á þessum slóðum vaxa nú upp birkilundir fyrir tilstilli ungra Seltirninga og GFF. Samstarfið við Grunnskólann snýst um móttöku og leiðsögn árgangsins í 4. bekk sem kemur á vorin (í lok maí) á Bolöldu til að planta trjám og græða upp land. Nemendurnir mæla tráplönturnar á hæð og breidd við gróðursetningu. Á haustin koma svo nemendur 9. bekkjar og kanna hvernig þeim plöntum vegnar sem þeir sjálfir gróðursettu fyrir rösklega fjórum árum, þá sem nemendur 4. bekkjar. Nemendur 9. bekkjar vinna svo áfram í skólastofunni með afrak- stur leiðangranna. Úrvinnslunni er ætlað að gefa nemendum jarðteng- ingu í náttúrufræði og í stærðfræði, þegar þeir takast á við að ákvarða vöxt plantnanna út frá þeim gögnum, nýjum og eldri, sem þeir hafa undir höndum. Þeir geta m.a. reiknað kole- fnisbindingu úr andrúmsloftinu af völdum þeirra plantna sem þau hafa gróðursett á þessu fyrrum hrjóstruga svæði. Fjóla Höskuldsdóttir, Valgerður Johnsen og Kirsten Vansgaard ken- narar við Grunnskóla Seltjarnarness eru þeir starfsmenn skólans sem unnið hafa með nemendum og GFF að þessum verkefni. Þann 15. september sl. fór hluti umhverfisnefndar og Gísli Her- mannsson yfirmaður umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar í vettvangskön- nun á Bolöldu ásamt Birni Guðbrandi Jónssyni framkvæmdastjóra GFF og samstarfsmanni hans Kristjáni Hreinssyni og skoðuðum við þetta áhugaverða samstarf, sem umhverfis- nefnd styður heilshugar. Heimildir: Björn Guðbrandur Jónsson. F.h. umhverfisnefndar, Margrét Pálsdóttir, formaður. Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur. Umsækjendur eru beðnir um að haga umsóknum í samræmi við reglur um Bæjarlistamann sem finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is. Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes merkt: „Bæjarlistamaður 2015“ eða á netfangið soffia@seltjarnarnes.is fyrir 21. nóvember Bæjarlistamaður seltjarnarness 2015 Menningarnefnd Seltjarnarness

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.