Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 11

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 11
Nes ­frétt ir 11 Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Samfylking Seltirninga stendur fyrir íbúaþingi laugardaginn 25. október klukkan 13:00 í hátíðarsal Gróttu. Markmiðið með þinginu er að fá að heyra hvað brennur á bæjarbúum í málefnum skóla, tómstunda, fatlaðra, aldraðra og í raun öllu sem tengist bænum okkar. Guðmundur Ari bæjarfulltrúi mun halda örstutt erindi um fyrstu upplifun af starfi í bæjarstjórn áður en boltinn verður sendur á bæjarbúa sem vinna í hópum að nýjum hugmyndum, útfærslum og lausnum fyrir Seltjarnarnes. SELTJARNARNES Svæðafundur verður haldinn með lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu og lykilfólki á Seltjarnar- nesi miðvikudaginn 19. nóvember nk. Fundurinn hefst kl. 15 verður haldinn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu og tekur um eina klukkustund. Svæðafundir sem þessi hafa verið haldnir árlega undanfarin ár en á þeim fara fulltrúar lögreglun- nar yfir stöðu mála og þróun brota á tilteknum svæðum og svara fyrirspurnum fundarmanna. Þar gefst gott tækifæri til að koma spurningum og ábendingum á fram- færi við lögregluna samhliða því að kynna sín sjónarmið. Á fundinn miðvikudaginn 19. nóvember mæta helstu stjórnendur lögreglunnar á Seltjarnarnesi auk fulltrúa frá yfirstjórn lögreglunnar. Svæðafundur með lögreglunni Heilsugæslan Seltjarnarnesi hefur aðstöðu á þremur hæðum á Landakoti. Læknamóttaka er á 2. hæð. Gengið er inn frá Túngötu og þar eru veittar nánari leiðbeiningar í móttöku í anddyri spítalans. Bílastæði fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar eru á gjaldstæðum við Landakotskirkju. Heilsugæslan á Seltjarnarnesi. Heilsugæslan á seltjarnarnesi flutt tímabundið á landakot www.borgarblod.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.