Nesfréttir - 01.10.2014, Side 12

Nesfréttir - 01.10.2014, Side 12
12 Nes ­frétt ir Sett hefur verið upp facebook- síða þar sem hægt er að fylgjast með ýmsu sem er að gerast í félags og tómstundastarfi hjá eldri bæjarbúum á Nesinu, koma inn upplýsingum og skoða myndir. Farið endilega inn á síðuna, gerist vinir, líkið við og deilið. Það er forvitnilegt að sjá hvort þetta er góð leið til að koma dagskránni á framfæri. Aðgangurinn er: eldri borgarar á Seltjarnarnesi. Starfið hefur farið líflega af stað, góð skráning á öll nám- skeið og aðrar uppákomur. Fyrsta „óvissuferð“ haustsins var sameiginleg ferð félagsstarfsins og kirkjunnar þann 16. september sl. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði. Ferðaplanið var að fara að Fitjum í Skorradal með viðkomu í Mosfellsbænum í morgunkaffi og að Hjalla/Kaffi kjós í síðdegiskaffi á bakaleiðinni. Vel var tekið á móti hópnum á öllum viðkomustöðum og veðrið eins og best var á kosið. Fimmtudaginn 25. september var haustfagnaður/grillkvöld í salnum á Skólabrautinni. Kvöldið heppnaðist vel og voru allir kátir þó svo að maturinn hafi komið aðeins of seint í hús, en fólk notaði þá bara tímann til að spjalla saman, dansa og syngja. Dagskrá félags og tómstundastarf- sins sem send var í hús til eldri bæjarbúa í september er í gildi til áramóta. Minnum þó á eftirfarandi dagskrárliði. Fimmtudaginn 23. október kl. 13.00 er næsta „óvissuferð“. Þá byrjum við á því að aka um ný hverfi í efri byggðum höfuðbor- garsvæðisins og heimsækjum síðan Hannesarholt við Grundar- stíg. Þar fáum við kaffi og góðgæti ásamt því að fræðast um sögu hús- sins, íbúa þess og fleira. Síðasti skráningardagur er 21. október. Þriðjudagur 28. október kl. 14.00 Bingó og ástarpungar í Golfskálanum. „Sætaferðir“ frá Skólabrautinni Miðvikudagur 29. október kl. 20.00. Gaman saman í Selinu félagsmiðstöð unga fólksins. Allir velkomnir. Fimmtudagur 30. október kl. 20.00. Nikkukvöld í salnum Skólabraut. Við fáum til okkar harmonikkuleikara, syngjum og dönsum og eigum saman skem- mtilega kvöldstund. Boðið verður upp á léttar veitingar. Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 28. október. Fyrirhugað er að fara í kvikmyndahús í byrjun nóvember og sjá Afann og Þjóðleikhúsið eftir miðjan nóvember og sjá Karitas. Allar nánari upplýsingar um dag- skrána og skráning er hjá Kristínu í síma 8939800. Fé lags starf eldri bæj ar búa á Sel tjarn ar nesi Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson Tímabært er að golfvöllurinn á Suðurnesi verði tekinn undir almennt útivistarsvæði. Seltjarnarnesbær vinnur að aðalskipulagi, en það er stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónus- tukerfi, umhverfismál og þróun byggðar innan bæjarfélagsins. Samkvæmt formanni Golfklúbbsins Ness á opnum fundi eru liðlega 600 félagsmenn í klúbbnum, þar af um helmingur Seltirningar. Klúbburinn er með um 30 hektara útvistarsvæði á Suðurnesi sem eingöngu er fyrir klúbbfélaga. Þótt golf sé göfug íþrótt þá er það ekki réttlátt að fámennur hópur fólks fái þau forréttindi frá bæjarfélaginu að halda fyrir sig 30 hektara af útiv- istarlandi til eilífðarnóns. Á Suðurnesi mætti koma upp sparkvelli, hundagirðingu, hjólreiða- og göngustígum, s k r ú ð g a r ð i , hreystivelli og mörgu öðrum útivistarmögu- leikum sem myndu þjóna margfalt fleiri einstaklingum en þeim sem stunda golf. Bæjarfélagið getur ekki starfið í þágu forréttindahóps, jafnvel þótt hann sé hávær og kröfuharður, heldur verður að líta til almannahagsmuna. Almannahagsmunir eru að Suðurnes verði tekið undir útivis- tarsvæði fyrir almenning. Páll Vilhjálmsson Höfundur er kennari. Golfvöllur verði útivistarsvæði 17 ára reynsla og þekking í sölu fasteigna ANDRI SIGURÐSSON Löggiltur fasteignasali s. 690 3111www.frittsoluverdmat.is Páll Vilhjálmsson. Hringbraut 119 Sími: 562 9292

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.