Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 14

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 14
14 Nes ­frétt ir Heimasíða Gróttu www.grottasport.is GETRAUNANÚMER GRÓTTU ER 170 Meistaraflokkur karla í knatt- spyrnu tryggði sér á dögunum sæti í 1. deild Íslandsmótsins eftir að hafa hafnað í 2. sæti 2. deildar í sumar. Í byrjun ágúst var Grótta með örugga forystu á liðin í 3. og 4. sæti og fátt virtist geta komið í veg fyrir að markmiði sumar- sins yrði náð. Þá fór að síga á ógæfuhliðina, lykilleikmenn duttu út í meiðsli og veikindi og eftir fjögur töp í röð var spennan orðin gífurleg. Glæsilegur 4-1 sigur á Aftureld- ingu í næst síðustu umferð tryggði Gróttu 2. sætið eftirsótta eftir að ljóst var að ÍR hefði mistekist að sigra sinn leik. Grótta er því komin upp í 1. deild í annað skipti í sögunni en liðið lék í 1. deild árin 2010 og 2011. Á lokahófi meistara- flokks var fyrirliðinn Guðmundur Marteinn Hannesson valinn leik- maður ársins, Bjarni Rögnvaldsson var efnilegastur og Viggó Kristjáns- son markahæsti leikmaður liðsins. Hann og Guðmundur voru einnig valdir í lið ársins í 2. deildinni. Glæsilegur árangur hjá strákunum og geta Seltirningar nú hlakkað til að mæta á völlinn á næsta ári þegar lið á borð við Fram, Þór, KA og Þrótt koma í heimsókn og etja kappi við Gróttumenn. Eftir margra ára eyðimerkur- göngu í C-deild Íslandsmótsins tryggði 2. flokkur Gróttu sér sæti í B-deild eftir frábært fótboltas- umar. Strákarnir sigruðu 10 leiki í C-deildinni, töpuðu þremur og gerðu eitt jafntefli en fyrir næst síðustu umferð var Gróttuliðið í 3. sæti og þurfti sigur gegn ÍR-ingum sem voru sæti ofar. Segja má með sanni að liðið hafi toppað á réttum tíma en frábær frammistaða tryggði 3-2 sigur í stórskemmtilegum fótboltaleik. Ekkert mátti þó út af bregða í loka- leiknum við Snæfellsnes en hann vannst 2-1 og mikið fagnað í rútunni á leið heim frá Ólafsvík. Glæsilegu tímabili lokið hjá 2. flokknum en strákarnir urðu einnig Íslandsmeis- tarar innanhúss og sigruðu B-deild Faxaflóamótsins í vor. G r ó t t u s í Ð a n www.grottasport.is Annar flokkur í B-deild Grótta mun leika í 1. deild árið 2015. Magnús Örn Helgason hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Gróttu en hann tekur við starfinu af Jens Elvari Sævarssyni núverandi þjálfara 2. flokks. Magnús er fæddur og uppalinn Seltirningur og Gróttumaður og hefur þjálfað hjá knattspyrnudeildinni frá árinu 2007 með hléum. Magnús hefur lokið UEFA-B þjálfaraprófi en meðfram störfum sínum hjá Gróttu stun- dar hann nám í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Magnús unnið mikið starf fyrir félagið og verður spennandi að sjá knattspyrnu- deildina þróast með hann í brúnni. Magnús Örn nýr yfirþjálfari Strákarnir í 2. flokki ánægðir eftir að hafa tryggt sér sæti í B-deild. Magnús Örn Helgason hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Gróttu. Meistaraflokkur upp í 1. deild

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.