Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 15

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 15
Nes ­frétt ir 15 með þeim fallegustu. Hvað met ur þú mest í fari ann arra? Einlægni, jákvæðni og húmor. Hvern vild ir þú helst hitta? Ég er alltaf til í að eiga góða stund með vinkonum mínum hér á Nesinu. Upp á halds vef síða? Opna mbl.is langoftast. Hvað vild ir þú helst fá í af mæl is­ gjöf? Koss á kinnina og kannski knús líka. Hvað mynd ir þú gera ef þú ynn ir 5 millj ón ir í happ drætti? Borga bara beint inn á lánin og létta þannig á heimilisrekstrinum ... en vafalaust bruðla líka eitthvað smá. Hvað mynd ir þú gera ef þú vær ir bæj ar stjóri í einn dag? Setja puttann á púlsinn; hitta fólkið, hrósa fyrir vel unnin störf og athuga hvað helst brennur á hverri starfseiningu þá stundina. Að hverju stefn ir þú í fram tíð inni? Ýmiss markmið í gangi m.a. að þróa Nýttu kraftinn ráðgjöfina lengra, keppa meira í kraftlyftingum og hvetja börnin mín áfram, hjálpa þeim að njóta sín og blómstra í sínu. Hvað gerðir þú í sum ar frí inu? Ferðaðist með fjölskyldunni um norður- landið, fórum í Kjósina og dvöldum í 2 vikur Köben og Malmö Seltirn ing ur mán að ar ins að þessu sinni er María Björk Óskarsdóttir sem hefur aðstoðað 1100 atvinnu­ leitendur í gegnum Nýttu kraftinn og nýverið haldið velheppnaða stjórnendaþjálfun í HR. Hún veitir nú einstaklingsráðgjöf til þeirra sem vilja ná meiri árangri í atvinnuleitinni sem og til þeirra sem vilja styrkja sig í starfi t.d. í stjórnendahlutverkinu. Fullt nafn? María Björk Óskarsdóttir. Fæð ing ar d. og ár? 30. Júlí 1967. Starf? Viðskiptafræðingur og ráðgjafi, framkvæmdastjóri Nýttu kraftinn. Farartæki? Toyota Previa 7 manna... veitir ekki af fyrir stóra fjölskyldu! Helstu kost ir? Jákvæð, kraftmikil og drífandi, er hugmyndarík og lausnarmiðuð með góða samskiptafærni. Eft ir læt is mat ur? Grilluð nautalund eða kjúklingabringa með rótargrænmeti og góðu salati er æði. Eftirlætis tónlist? Oftast það nýjasta hverju sinni og diskófjörið en gömlu íslensku perlurnar skapa líka alltaf vellíðan. Eft ir læt is í þrótta mað ur? Lani Yamamoto kraftlyftingakona og æfingafélagi er æði. Skemmti leg asta sjón varps efn ið? Spennu- og lögfræðiþættir og sumir raunveruleikaþættir. Besta bók sem þú hef ur les ið? Nýttu kraftinn bókin, að sjálfsögðu ;) Uppáhalds leikari? Arna Björk dóttir mín á oft mjög góða spretti. Besta kvik mynd sem þú hef ur séð? Shawshank redemption var mögnuð, annars sá ég Grease a.m.k. 8 sinnum svo það er kannski mælikvarðinn! Hvað ger ir þú í frí stund um þín um? Stunda kraftlyftingar og er með fjölskyldu og vinum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ásbyrgi og Rauðisandur eru SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS Sjötti flokkur yngri kvenna var Gróttu svo sannarlega til fyrir - myndar á Íslandsmótinu helgina 10. til 12. október sl. Miklar fram- farir hafa orðið hjá stelpunum það sem af er hausti enda eru þær dug- legar að æfa og gengið er eftir því. Grótta 2 komst taplaust í gegnum mótið með miklum tilþrifum og nokkrum leikjum sem voru númeri of spennandi en höfðust þó. Grótta1 stóð sig mjög vel líka og stelpurnar spiluðu hörku handbolta með bros á vör. Stelpurnar buðu upp á ýmis skemmtileg tilþrif og ljóst er að skemmtilegur og spennandi vetur er framundan. Að lokum viljum við minna á að það eru allir velkomnir að koma og prófa handboltaæfingar. Sjötti flokkur til fyrirmyndar Skemmtilegar myndir af stelpunum í 6. flokki í handbolta sem hafa staðið sig vel í vetur.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.