Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 2

Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 2
Norðurljósafélagið hefur sýnd húsinu sem ætlað var læknin- gaminjasafni á Seltjarnarnesi áhuga en eins og kunnugt er sagði Seltjarnarnesbær sig frá samn- ingi við Læknafélag Íslands og ríkið um uppbyggingu safnsins. Þann 12. september sl. kom einn forsvarsmanna félagsins á fund bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar og kynnti ráðinu óskir félagsins gagnvart bænum. Á fundinum var Gunnari Lúðvíkssyni fjármálastjóra Seltjar- narnesbæjar falið að skoða málið. Engar frekari viðræður hafa enn átt sér stað á milli félagsins og Seltjar- narnesbæjar og óvíst er um fram- vindu þess. Hvort það verði skoðað frekar eða ekki. Stjörnuskoðunar- félagið vinnur nú að nýsköpu- narverkefni sem bæði hefur fengið styrk og verðlaun og snýst um norðurljósamiðstöð með viðamikilli norðurljósasýningu. Félagið hefur unnið að því með Landsbréfum undanfarin misseri að finna ákjósanlegan stað fyrir miðstöðina og er safnahúsið á Nesinu einn af þeim stöðum sem félagsmenn hafa skoðað ásamt Landsbréfum. ÚT GEF ANDI:­Borgarblö›,­Eiðistorgi­13-15,­170­Seltjarnarnes,­Pósthólf­172.­S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 RITSTJÓRI:­Krist­ján­Jó­hanns­son­•­ÁBYRG‹ AR MA‹ UR:­Krist­ján­Jó­hanns­son­•­BLAÐAMAÐUR: Þórður­Ingimarsson­ UM BROT:­Valur­Kristjánsson­•­NETFANG:­borgarblod@simnet.is­•­HEIMASÍ‹A:­borgarblod.is Nesfréttir koma út mána›arlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nes ­frétt ir www.borgarblod.is Norðurljósafélagið í lækningaminjasafnið? Leið ari Eigum við að selja Norðurljósin? Nesbúinn Nýlega barst bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar fyrirspurn frá aðstandendum Norðurljósafélagsins um bygginguna sem ætluð var lækningaminjasafninu við Nesstofu. Ætlun félagsins er að nýta húsið undir norðurljósamiðstöð. Þetta gæti orðið mikil lyft- istöng fyrir Seltjarnarness og í leiðinni leyst það vandamál um hvað eigi að gera við þessa byggingu sem hefur staðið auð í nokkur ár eftir að bæjarstjórn sagði sig frá samningi um safnið. Eins og fram kemur í frétt hér í blaðinu hefur félagið sterka bakhjarla á bak við sig sem munu hafa burði til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Norðurljósamiðstöð á Seltjarnarnesi gæti orðið þekkt stofnun um allan heim. Um 21 % allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til að horfa á norðurljósin. Tugþúsundir manna gætu komið á þetta safn í framtíðinni sem gæti staðið fyrir sýningum og veitt upplýsingar um norðurljósin auk þess sem veitingaaðstaða og minjagripaverslun gætu þróast við hlið þess. Einnig væri hægt að segja ferðafólki sögu Seltjarnarness sem hefði áhuga því. Við hlið hússins er Nesstofusaf- nið þar sem fyrsti íslenski læknirinn bjó og urtagarðurinn er, en þar var fyrsta lyfjaframleiðsla á Íslandi. Hér er um mjög athyglisverða hugmynd að ræða og ættu bæjaryfirvöld að taka málið til gaumgæ- filegrar skoðunar. En Norðurrjósafélagið er einnig að skoða fleiri staðsetningar. Hvað með aldraða? Þjónustustarfsemi fyrir aldraða á Seltjarnarnesi hefur um langt skeið verið í mörgum húsum og haft ýmiskonar óhagræðingu í för með sér. Ekkert félag eldri borgara hefur verið starfandi á Seltjarnarnesi og því enginn þrýstihópur til að knýja á um breytingar. Komið hafa fram hugmyndir um að koma upp aðstöðu fyrir aldraða í gamla SPRON-húsinu við Austurströnd eða taka Félagsheimilið á Nesinu undir starf með öldruðum. Þar er um stórt en illa nýtt hús- næði að ræða sem gera úr mætti góða aðstöðu fyrir aldraða með ekki miklum tilkostnaði. Bæjarstjórn Seltjarnarness þarf að skoða þetta mál með opnum hug. Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar mun láta af störfum í bæjarstjórn um komandi áramót. Ástæða þess er sú að hann hefur fest kaup á húsnæði í Reykjavík og er á förum úr bæjarfélaginu. Þegar Guð- mundur lætur af störfum mun fyrsti varamaður sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni Magnús Örn Guð- mundsson taka sæti aðalmanns. Magnús er fæddur í maí árið 1978. Hann auk B.S. prófi í viðskipta- fræði frá Háskólanum í Reykjavík 2001, prófi í verðbréfaviðskiptum 2003 og MBA frá Northeastern Uni- versity í Boston 2008. Hann starfar sem sjóðstjóri hjá Stefni hf. Guðmundi hættir í bæjarstjórn Norðurljósafélagið hefur áhuga á húsnæði lækningaminjasafnsins Geri við allar tegundir startara, alternatora, beinar innspýtingar, rafmagn í bílum og bátum. Sævar Bíla- og bátarafmagn Sími 561-1466 - Kirkjubraut 13, Seltjarnarnesi ra fm ag n@ m i.i s Magn ús Örn Guð munds son.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.