Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 4

Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 4
4 Nes ­frétt ir Fermingarbörnin á Seltjarnar- nesi fóru nýverið í velheppnað fermingarbarnaferðalag norður í Skagafjörð. Þau gistu í tvær nætur á Löngumýri ásamt fylgdarfólki sem saman stóð af foreldrum, sóknarnefndarfólki og sóknarpresti. Veður var hagstætt dagana 6. til 8. nóvember síðastliðinn. Fermingarbörnin á Sauðárkróki komu á Löngumýri fyrra kvöldið og áttu saman góða stund með fermingarbörnunum af Nesinu. En söfnuðir Sauðárkrókskirkju og Seltjarnarneskirkju eru vinasöfnuðir. Seinna kvöldið fóru Seltirningarnir á Krókinn og áttu góðar stundir með heimafólki, fyrst í Sauðárkrókskirkju og síðan í Húsi frítímans, sem er fjölnota hús fyrir alls kyns félagsstarf á staðnum. Fermingar- börnin fengu Biblíuna að gjöf frá Seltjarnarnarnessókn í ferðinni og unnu margs konar verkefni tengd Bók bókanna. Boðið var upp á ferðir í sundlaugina í Varmahlíð og íþróttahúsið meðan á dvölinni stóð. Ferðin tókst einstaklega vel í alla staði og ný vinatengsl mynd- uðust á milli unglinganna. Þetta er annað árið sem fermingarbörn af Nesinu fara í fermingarbarna- ferðalag í Skagafjörð. Fermingarbörnin fóru í Skagafjörð KOMDU MEÐ BÍLINN Í FRÍA TJÓNASKOÐUN Vottað réttinga- og málningarverkstæði GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu. Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni. Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð. Dragháls 6-8 • 110 Reykjavík sími 567 0690 netfang tjon@tjon.is • www.tjon.is Rétting og málning Við vinnum eftir stöðlum framleiðenda og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur. Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur. Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl. Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum. Tjónaskoðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga. Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. Sjáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl. Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir. Dekkjaþjónusta Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð. Í tilefni af 40 ára kaupstaðar- afmæli Seltjarnarnesbæjar á þessu ári samþykkti bæjarstjórn að ráðast í rafræna útgáfu Seltirn- ingabókar eftir sagnfræðinginn Heimi Þorleifsson en bókin hefur verið ófáanleg um alllangt skeið. Aðgangur að bókinni verður öllum að kostnaðarlausu en hún verður aðgengileg frá og með fimmtudaginum 20. nóvember um það leyti sem rithöfundur bókar- innar hefði orðið 77 ára. Heimir var fæddur 22. nóvember 1936 og lést um mitt síðasta ár. Í bókinni er að finna mikinn fróðleik um þróun mannlífs og sveitarstjórnar í ört vaxandi byggð, en bókinni er skipt upp í sex meginhluta. Sá fyrsti fjallar einkum um landamerki og sveitarstjórn, annar um landsvæði núverandi kaupstaðar, þriðji um útgerð, fjórði um skólahald, fimmti um félagsstarfsemi á Nesinu og sjötti um kirkjuhald. Í bókarlok eru rækilegar heimilda-, mynda- og nafnaskrár. Heimir var mikilvirkur höfundur fræðirita og kennslu- bóka í sagnfræði. Hann flutti útvarpserindi og þætti, skrifaði fjölda greina í blöð, tímarit og safnrit um söguleg efni. Hann gerðist kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1961 og var deildarstjóri í sögu og félagsfræði við skólann til 1994. Heimir lét sig miklu varða sögulega geymd umhverfis, muna og heimilda og beitti sér sérstak- lega fyrir slíkum verkefnum í heima- bæ sínum Seltjarnarnesi. Það var Guðmundur Einarsson sem bjó bókina í rafrænt form en fyrirtækið Snara ehf. hýsir bókina. Seltirningabók nú ókeypis á netinu Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar Fermingarbörnin í Sauðárkrókskirkju.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.