Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 11

Nesfréttir - 01.11.2014, Blaðsíða 11
Nes ­frétt ir 11 Ábending vegna atriðis í greininni Umhverfishornið á bls. 10 í október Nesfrétta undirritaðri af Margréti Pálsdóttur. Þar kemur meðal annars fram að «hafa nemendur grætt upp rofabörð og gróðurvana mela á Bolöldum við rætur Vífilfells þar sem er sameiginlegur afréttur Selt- jarnarness og Kópavogs». Réttara er að segja að vestari hluti Bolalda og vesturhlíð Vífils- fells í mörk við Sveitarfélagið Ölfus eru í afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna sem er óskiptur afréttur Seltjarnarness, Kópavogs og Reyk- javíkur. Fjárlaust hefur verið á Selt- jarnarnesi í nær 50 ár en enn er fé í Reykjavík og Kópavogi sem réttað er í lögrétt sveitarfélaganna þriggja á Fossvöllum, skammt austan við Lækjarbotna norður af Selfjalli. Það land sem verið er að fjalla um hefur verið friðað síðan 2001 þegar sá hluti afréttarins, sem er sunnan Suður- landsvegar, var friðaður. Fjáreigend- ur hafa verið með uppgræðslu síðan 2001 inn af Fóelluvötnum, nokkuð með hrossa- og sauðataði en þó mest með tilbúnum áburði. Þeir, ásamt sveitarfélögunum og Land- græðslu ríkisins græddu upp um 150 hektara á árabilinu 1979 til 2000 við Arnarnípur, þar sem ljósvitinn er og vestur í Lakheiði en það lenti inni á friðaða svæðinu 2001. Var þá orðið algróið og sést vel á gróðurkortum. Í uppgræðslunni á beitilandinu er mest gras og lágvaxnar jurtir en beitarálagið er mjög lítið miðað við það sem áður var. Til fróðleiks má geta þess að um 1960 voru um 5000 vetrarfóðraðar kindur í þes- sum þremur sveitarfélögum en nú innan við 300. Seltjarnarnes heldur að sjálfsögðu fullum beitarrétti þótt þar sé fjárlaust og hluti afréttarins teljist nú til þjóðlendu. Til gamans má geta þess að Seltjarnarnes hefur sveitarfélagsstafina K4 í markaskrám. Kærar þakkir fyrir gott blað. Ólafur Dýrmundsson. Bolaöldur - alfriðaðar frá 2000 www.borgarblod.is Jólin nálgast og margur er farinn að hugleiða hvað skal nú hafa í matinn á jólunum. Hjá mörgum er slíkt í föstum skorðum og jafnvel löngu ákveðið hvaða veisluréttur verður á jólaborðinu. Hitt er oft erfiðara hvaða ljúfa vín skal hafa með hátíðarréttinum. Því gerum við bragð úr ellefta boðorðinu í ár og sleppum uppskriftum. Þess í stað leggjum við sérstaka áherslu á hvaða víntegundir passa best með jólamatnum. Montalto Organic Nero d‘Avola (lífrænt ræktað) – Sikiley 1.799 kr. Rúbínrautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, bláber, pipar, laufkrydd Lindemans Chardonnay Bin 65 – Ástralía 2.250 kr. Ljóssítrónugult. Meðalfyllling, þurrt, fersk sýra. Ferskja, eplakjarni, melóna. Castillo de Molina Reserva Chardonnay – Chile 2.230 kr. Sítrónugult. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Suðrænir ávextir, vanilla, eik. Matua Sauvignon Blanc – Nýja Sjáland 2.299 kr. Fölsítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, stikilsber, passjón. M a t u r o g v í n : KALKÚN HUMAR Súsanna Svavarsdóttir heldur utan um taumana á höfundakvöldi Bókasafns Selt- jarnarness þar sem fram koma fjórir af merkustu rithöfund- um landsins 25. nóvember. Höfundarnir eiga það sameiginlegt að gefa út bækur um þessar mundir en þeir eru Einar Kárason, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir og Stefán Máni Sigþórsson. Höfunda- kvöld Bókasafns Seltjarnarness hafa notið mikilla vinsælda og jafnan verið húsfyllir. Dagskráin stendur frá kl. 20 til 22 og er boðið upp á kertaljós, kaffi og smákökur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Höfundakvöld í Bókasafninu

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.