Gripla - 01.01.1998, Page 248
246
GRIPLA
í kvæðinu Steingerður kvartar hin ógæfusama kona undan eiginmanni
sínum, ber af sér afbrýði eiginmannsins og ástleitni Kormáks, ástareldurinn
sem Freyja valdi brenni hjartað að kolum. Orðalag kvartananna er svo líkt að
það verður að viðlagi.
Guðrún Ósvífursdóttir er síðasta kvæðið í flokknum. Hún minnist helstu
atvikanna í ástar- og hatursögu þeirra Kjartans. I Helgu fögru skildi að þau
Gunnlaug „máttur norna“ og „dísin upp hjá Urðarbrunni I... annað garn hún
átti spunnið,“ eins og Guðrún er látin komast að orði enda urðu „misjöfn
morgunverkin“ meðan hún spann tólf álna gam vó Bolli bóndi hennar Kjart-
an. í kvæðinu ber Guðrún einnig saman ævi þeirra Brynhildar Buðladóttur og
má sá samanburður til sanns vegar færast því að seint munu nútímafræði-
menn geta séð skilin milli örlaga þessara kvenskörunga.
Ekki orti Grímur fleiri kvæði en Sinfjötla um fomar, germanskar hetjur
eftir íslenskum heimildum. En í kvæðaflokki sem hann kallaði einu nafni
Gotneskt er farið eftir því sem varðveist hefur af De origine actibus Getarum
eða Um uppruna og sögu Gota eftir Jordanes (stundum ritað Jomandes). A
heimildunum sést að sagnaritaramir eru nær vettvangi en hinir norrænu
sagnamenn og skáld. í kvæðinu Svanhildur virðist hún troðin hestafótum til
bana til sigurs á Húnum en ekki vegna þess að hinir yngri menn vilja gifta
hana Randver, syni Jörmunreks, eins og í íslenskum heimildum. Jörmunreks-
lok er um Sörla og Hamdi sem fara að hefna hennar á Jörmunreki, en ekki ber
neitt á milli þessa kvæðis og hliðstæðra kvæða í eddu nema það að hér er
enginn Erpur. Þá eru kvæðin Umsátur Rómaborgar og Gröftur Alreks um
hervirki Gota í Rómaveldi. I kvæðinu Rósamunda víkur sögunni til Lang-
barða en konungur þeirra Albeinn hefur vegið konung Gota og tekið dóttur
hans frillutaki, og látið gera ker úr hauskúpu föður hennar; en hér er um fomt
minni að ræða sem kemur fyrir í Atlakviðu og víðar. Hún hefnir sín með því
að bera honum eitraðan drykk úr höfuðkúpu eins og Guðrún Gjúkadóttir Atla
Húnakóngi og finnst hann örendur um morguninn eins og Atli.
5.4 Kvœöi um erlenda atburði
Grímur orti allmörg kvæði um erlenda atburði. í kvæðaflokknum Þrír við-
skilnaðir lætur hann þrjá valdamenn lýsa ævi sinni. A banasænginni lætur
hann Richelieu, forsætisráðherrann og kardínálann franska, fyrst minnast þess
þegar göfug kona í æsku hans „meðan hjartað sló“ svipti hann hugar ró, en
ólíklegt er að það hafi verið drottningin sjálf (Knecht 1991:46). Hann hug-
leiðir svo hvemig vonbrigðin í einkalífinu og hefndin fyrir smánina sem
konan sýndi honum hafa tvinnast saman við stjórnarstefnu hans, einveldi