Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 6
Háskólatorg Háskóla Íslands, sem tekið var í notkun 1. des- ember sl., er samheiti tveggja bygginga á háskólasvæðinu, sem verða alls um 8.500 fermetrar að stærð með tengibyggingum. Ætlað er að Háskólatorg hýsi á þriðja hundrað starfsmenn og um 1.500 stúdenta á hverjum tíma, auk gesta. Háskólatorg 1 rís á lóð milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss og tengist Lögbergi. Einnig er ætlunin að tengja bygg- inguna við háskólasvæðið vest- an Suðurgötu með undirgöng- um. Háskólatorg 2 rís þar sem nú er bílastæði á milli Lögbergs, Nýja Garðs, Árnagarðs og Odda. Háskólatorg 2 tengist Odda á fyrstu og annarri hæð og Lög- bergi á fyrstu hæð. Háskólatorg á að vera lifandi og aðlaðandi staður þar sem fólk kemur saman til að stunda nám, sinna erindum, nærast og eiga samskipti. Háskólatorg hýs- ir ýmsa starfsemi sem snýr að umsýslu og þjónustu við stúdenta og starfsfólk. Þá verða í Háskóla- torgi fyrirlestrasalir, kennslustof- ur, rannsóknastofur, lesrými og vinnuaðstaða nemenda í grunn- námi og framhaldsnámi, skrifstof- ur kennara, tölvuver og ýmis fjöl- nota rými sem þjóna margvísleg- um þörfum. Í Háskólatorgi verður Bóksala stúdenta, veitingasala, Nemendaskrá Háskólans, Náms- ráðgjöf og Alþjóðaskrifstofa sem og starfsemi Stúdentaráðs og Félagsstofnunar stúdenta. Áhersla er lögð á opið rými - Torg sem nýt- ist nær allan sólarhringinn. Veit- ingasala verður við Torgið allan daginn og síðdegis og um helgar má hafa lítinn hluta veitingasöl- unnar opinn til að þjóna félagslífi. Upphækkun eða lítið svið á Torg- inu er kjörin fyrir ýmsar uppákom- ur árið um kring. Bóksala stúd- enta opnast út á Torgið í nokkrar vikur að hausti og í janúar og nem- endur geta setið á Torgi við lestur síðla dags og á kvöldin. “Vits er þörf þeim er víða rat- ar” er heiti listaverks Finns Arnar Arnarsonar sem prýðir torgið og á að vera til minningar um gjöf Vestur-Íslendinga sem stofnuðu háskólasjóð Eimskips. Verkið er flugjandi gæsir sem eru þeim eig- inleikum gæddar að vindátt við húsið stýrir því í hvaða átt þær virðast fljúga. Háskólatorg er fjármagnað með fé frá Happdrætti Háskóla Íslands, framlagi úr háskólasjóði Eimskips og með fé sem fæst við sölu eigna HÍ við Aragötu. Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektastofunum Hornsteinum arkitektum og TIS teiknistofu urðu hlutskarpastir í lokaðri sam- keppni verktaka og hönnuða um Háskólatorg sem fram fór sum- arið 2005. Í framhaldi af því var gengið til samninga og í apríl 2006 hófu Íslenskir aðalverktakar framkvæmdir eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra og Björgólfur Guðmunds- son, formaður stjórnar háskóla- sjóðs Eimskips höfðu tekið fyrstu skóflustunguna 5. apríl 2006. Horn- steinn var svo lagður að húsinu 17. júní sl. 6 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2007 Háskólasamfélagið fær samverustað Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor, Ólafur Þ. Harðarson prófessor, forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Ingjaldur Hannibalsson for- maður bygginganefndar Háskólatorgs þegar torgið var tekið í notk- un á fullveldisdeginum. Tölver Háskólatorgs. Listamaðurinn Finnur Arnar Arnarson, Björgólfur Guðmundsson og menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Bóksala stúdenta er fyrirtæki í örum vexti og eina bókabúðin sinnar tegundar á landinu. Meg- inmarkmið Bóksölunnar er að útvega stúdentum við Háskóla Íslands kennslubækur og önnur námsgögn á sanngjörnu verði. Þá sinnir Bóksalan fleirum en stúdentum við Háskóla Íslands og þjónustar í raun allan hinn akademíska heim á Íslandi; s.s. Háskólann í Reykjavík, Kenn- araháskólann og Viðskiptahá- skólann á Bifröst. Bóksalan er vel í stakk búin til að útvega öll helstu fræðirit og handbækur sem háskólamenn og háskóla- menntaðir sérfræðingar nota. Bóksala stúdenta er ekki bara námsbókabúð, hún er alhliða bókaverslun þar sem hægt er að fá firnin öll af góðum bók- um, ritföngum og tímaritum. Af erlendu bókunum fer mest fyrir titlum á ensku, en einnig er nokkuð úrval bóka á Norður- landamálunum, sem og á öðr- um tungumálum eins og þýsku, frönsku og spænsku. Íslenskar bækur er vitanlega einnig að finna í Bóksölunni og hægt að útvega alla fáanlega titla. Einnig hefur Bóksalan upp á að bjóða eitthvert mesta úrval tölvubóka á Norðurlöndunum, auk fræði- og vísindarita, umfangsmikla sérpöntunarþjónustu, ritföng og tímarit í miklu úrvali. Bóksala stúdenta er nú í nýju og stærra húsnæði á Háskóla- torgi. Sigurður Pálsson rekstr- arstjóri hefur starfað þar síðan í aprílmánuði 1991. Hann hefur langa reynslu af bóksölu en á námsárunum í Menntaskólanum í Hamrahlíð rak hann bóksölu þar en hann er viðskiptafræðing- ur frá HÍ árið 1988. Hann segir starfsaðstöðuna á Háskólatorgi mikið stökk til hins betra frá því sem var og býst við að Bóksala stúdenta verði enn meira sótt og notuð eftir að hafa komist í þetta húsnæði. Ekki sé verra að vera í miðju hinnar akademísku hringiðju, og hann segir spenn- andi að vera þátttakandi í upp- byggingu Háskólatorgs allt frá upphafi. Bóksala stúdenta er akademísk bókabúð sem er opin öllum Sigurður Pálsson rekstrarstjóri í bókabúðinni með Háskólatorgið í baksýn. LIONSKLÚBBUR SELTJARNARNESS HELDUR SKÖTUVEISLU Í FÉLAGSHEIMILI SELTJARNARNESS Á ÞORLÁKSMESSU KL. 11:00 TIL 14:00 BORÐAPANTANIR OG UPPLÝSINGAR Í SÍMA 899 9583 (GUÐJÓN) BESTA VERÐ OG GÆÐI Í BÆNUM. (SKATA, SALTFISKUR OG MEÐLÆTI, LÉTTAR VEITINGAR) Lionsklúbbur Seltjarnarness SKÖTUVEISLA

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.