Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2007 Lyf og heilsa við Hofsvalla- götu heitir nú Apótekarinn, Vesturbæjarapótek, þar sem boð- ið verður lægra verð. Sigríður Eysteinsdóttir leyfishafi segir að ákveðið hafi verið að hagræða og liður í því er m.a. breyttur opnunartími en opið er frá kl. 10.00 til 17.30 og þannig næst að lækka verðið á lyfjum og öðr- um vörum. “Hér vorum við áður með nokk- uð dýr merki í snyrtivörum sem ekki fást hér lengur en er hins vegar hægt að fá í Lyf og heilsu í JL-húsinu. Áfram eru við með góð snyrtivörumerki sem hafa ver- ið að vinna til verðlauna en eru ódýr eins og t.d. Lumene. Áfram er að sjálfsögu stefnt að því að vera með ódýrar og góðar vörur. Við erum með sérstök tilboð í gangi, nú á vítamíni, snyrtivörum og lausasölulyfjum og á Nicorette vörum til að hjálpa þeim sem vilja hætta að reykja en það er mikið keypt svo ljóst má vera að marg- ir vilja hætta að reykja. En við komum til með að “rótera” þess- um vörum nokkuð svo stöðugt verða einhver tilboð í gangi hér hjá okkur fram á næsta ár, “ segir Sigríður Eysteinsdóttir. Sigríður segir það hafi vak- ið nokkra furðu sína að margir telji að Bónus hafi eignast Vestur- bæjarapótekið við þessar breyt- ingar, en því fari fjarri. Kannski sé það guli liturinn í merkinu sem valdi því. Lægra verð og mörg tilboð Jólagjafirnar fást í Brynju Jólatilboð á ramagns- handverkfærum Rennijárn í úrvali Útskurðarjárn Hverfi steinar Bækur Myndbönd Laugavegi 29 • Sími 552 4320 brynja@brynja.is • www.brynja.is Sigríður Eysteinsdóttir við hillu í versluninni þar sem boðið er upp á sérstakt tilboð á vítamínum. Fjölmenni þegar kveikt var á Oslóartrénu Fjömennt var á Austurvelli þegar kveikt var á Oslóártrénu sem er árleg gjöf til Reykvíkinga. Tréð kemur frá Sognsvann, sem er útivistarsvæði Oslórarbúa. Árni Óttar Halldórsson, 10 ára drengur af norsk-íslenskum ætt- um tendraði ljósin. Dómkórinn söng sem og norski unglingakór- inn Majorstuen. Við Dómkirkj- una seldu KR-stelpur heitt kakó sem var vel þegið af mörgum sem lögðu leið sína á Austurvöll þennan kalda desemberdag. Kórinn Majorstuen frá Noregi. 16. desember kl. 11.00, messa, sr. Hjálmar Jónsson prédikar 16. desember kl. 14.00, Kola- portsmessa, sr. Þorvaldur Víðis- son 16. desember kl. 20.00, æðru- leysismessa 23. desember kl. 11.00, messa, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir pré- dikar 23. desember kl. 15.00, þýsk messa, sr. Gunnar Kristjánsson prédikar 24. desember kl. 18.00, aftan- söngur, sr. Hjálmar Jónsson pré- dikar 24. desember kl. 15.00, dönsk messa, sr. Þórhallur Heimisson prédikar 24. desember kl. 23.30, kvöld- messa, biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson prédikar 25. desember kl. 14.00, messa, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir pré- dikar 26. desember kl. 11.00, messa, sr. Þorvaldur Víðisson pédikar 30. desember kl. 11.00, messa, sr. Hjálmar Jónsson prédikar 31. desember kl. 18.00, aftan- söngur, sr. Anna Sigríður Pálsdótt- ir prédikar Dómkirkjan á aðventu og jólum

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.