Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 15
Það var á köldu vetrarkvöldi þegar um 40 unglingar byrjuðu að streyma inn í félagsmiðstöð- ina Frosta í nokkuð óvenjuegum tilgangi. Tilefnið var Hrekkja- vöku-náttfatanótt. Sumir héldu á svefnpokum en aðrir voru með teppi og dýnu. Búið var að skreyta Frosta með graskerjum, köngulóm, köngulóavefum og öðrum hryllilegum fígúrum að amerískri fyrirmynd. Krakkarn- ir ætluðu að gista eina nótt frá klukkan átta um kvöldið til átta um morguninn. Herlegheitin hófust með fjörug- um leikjum en fyrst var liðakeppni þar sem sex manna hópar kepptu í ýmiss konar misgáfulegum teg- undum af kapphlaupum. M.a. var keppt í eggjahlaupi, blöðruhlaupi, kókosbolluhlaupi, bananahlaupi og matarkexhlaupi. Óhætt er að segja að mikil kátína hafi ríkt og leikirnir slegið í gegn. Það gaf satt að segja tóninn fyrir restina af náttfatanóttinni sem einkennd- ist af gleði og miklum hressileika. Nokkrir unglingar höfðu gefið frá sér yfirlýsingar um að þau ætl- uðu sér ekkert fara að sofa en þeg- ar klukkan fór að nálgast 3 þá fór þreytan að segja til sín og sífellt fleiri urðu svefninum að bráð. Að lokum fór það svo að flest allir sváfu eins og englar en vandamál- ið var bara að náttfatanóttinni lauk klukkan átta um morguninn og þá þurfti að vekja alla. Það voru því dauðþreytt en sæl ungmenni sem gengu út í morg- unsárið og flest þeirra beint á leið í rúmið heima hjá sér. 15VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2007 Alhliða snyrting fyrir konur og karla Hamraborg 10 • 200 Kópavogur • sími 554-4414 Tryggvagata 28 • 101 Reykjavík • sími 552-5005 www.snyrtistofa.is Alhliða snyrting fyrir konur og karla Gjafa rt í snyrtingu notaleg jólagjöf Náttfatanótt í Frostaskjóli Náttfatapartý og náttfatanætur njóta sífellt vinsælda hjá unglingum. Sjúkraliðar Fjölbreytt og sjálfstætt starf! Hvernig væri að prófa? Sjúkraliðar starfa sem hópstjórar, það býður upp á mikið sjálfstæði og góða reynslu. Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði. Starfsfólk í aðhlynningu Starfsfólk óskast í aðhlynningu, bæði heilsdags og hlutastörf. Bjóðum upp á styttri vaktir og sveiganlegan vinnutíma. Einning vantar okkur á helgarvaktir sem gæti hentað námsmönnum. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki. Nánari upplýsingar veitir Helga J. Karlsd. starfsmannastjóri virka daga milli 8-15 í síma 530-6165 eða helga@grund.is. Grund, dvalar-og hjúkrunarheimili Hringbraut 50 s: 530-6100 www.grund.is ����������� �������������������� ��������������������� ����� ������ �� �����������

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.