Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 18

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 18
• 16. desember - þriðji sunnudagur í aðventu. Ljósamessa og barnastarf kl. 11.00, fermingarbörn aðstoða. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í mess- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Brúður, söngur og sögur. Umsjón með barnastarfinu hafa Sigurvin Jónsson og Björg Jónsdóttir. Seld verða kerti fyr- ir Hjálparstarf kirkjunnar eftir messu. Kaffi, súpa og brauð á Torginu. • 23. desember - fjórði sunnudag- ur í aðventu, messa og barnastarf kl. 11.00, prestur sr. Sigurður Árni Þórðar- son, organisti Steingrímur Þórhallsson. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Brúður, söngur og sögur. • 24. desember - aðfangadagur, jóla- stund barnanna kl. 16.00, umsjón starfs- menn barnastarfisns Sigurvin Jónsson, Björk Jónsdóttir og Rúnar Reynissonn. Fyrstu jólin verða sviðsett með aðstoð barnanna og barnakórar Neskirkju syn- gja. Organisti Steingrímur Þórhallsson og prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Aftansöngur kl. 18.00, kór Neskirkju syngur, einsöngur Bragi Bergsþórsson, organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messa á jólanótt kl. 23.30, tónlistarhópurinn Rinacente sér um tónlistina, organisti Steingrímur Þórhallsson og sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. • 25. desember - jóladagur, hátíð- armessa kl. 14.00, einsöngur Hallveig Rúnarsdóttir og Háskólakórinn syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. • 26. desember - annar í jólum, jóla- skemmtun barnanna kl. 11.00 í umsjón starfsmanna barnastarfsins Sigurvins Jónssonar, Bjarkar Jónsdóttur og Ara Agnarssonar. Sögð verður saga og söngvar sungnir. Gengið verður í kring- um jólatré og bræður koma í heim- sókn. Kaffi og konfekt. Hátíðarmessa kl. 14.00, Litli kórinn, kór eldri borgara og Kór Neskirkju syngja. Stjórnandi Litla kórsins Inga J. Backman. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Sigurður Árni Þórð- arson prédikar og þjónar fyrir altari. • 30. desember - sunnudagur, messa og barnastarf kl. 11.00, prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Börnin byrja í mess- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Brúður, söngur og sögur. Umsjón með barnastarfinu hefur Sigurvin Jónsson. • 31. desember - gamlársdagur, aAft- ansöngur kl. 18.00, einleikur á flautu Pamela De Sensi. Kór Neskirkju syngur, organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. • 1. janúar - nýársdagur, hátíðar- messa kl. 14.00, einsöngur Einar Clau- sen. Kór Neskirkju syngur, organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Börnin um jólin Mannstu hvað það var erfitt að bíða eftir jólunum þegar þú varst barn? Hátíð- in mikla virðist alltaf vera í órafjarlægð í huga smáfólksins. Í Neskirkju er sér- stök stund kl. 16.00 á aðfangadag fyrir börn sem bíða. Barnakórar Neskirkju syngja og Rebbi kemur í heimsókn. Og líkt og undan farin ár verður jólaguð- spjallið leikið af fingrum fram með hjálp barnanna. Vitringar spretta fram ásamt fjárhirðum og englum og auðvitað eru María og Jósef til staðar með nýfæddan Jesú. Á öðrum degi jóla verður síðan jóla- skemmtun barnastarfsins. Þar verður helgistund, gengið í kringum jólatréð og gestir kom í heimsókn. 18 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2007 Við heimsóttum Blómálfinn á Vesturgötunni, sem verður 22ja ára á næsta ári. Hún Helga Thor- berg, sem þar er prinsessa í rík- inu sínu, býður fjölbreytt úrval skreytinga, aðventukransa, kertaskreytingar, leiðisgreinar, blóm og gjafavörur og jólaskraut á heimsmælikvarða. Blómálfur- inn er ævintýraheimur út af fyr- ir sig. Hún Helga, sem átt hefur og rek- ið Blómálfinn s.l. 14 ár, lætur vel af sér í bjartri og rúmgóðri versl- uninni á Vesturgötunni. Hún segir okkur að núna sé skrautlegasti og skemmtilegasti tími ársins þeg- ar litagleðin ræður ríkjum með glimmer og litskrúði sem aldrei fyrr. Hún flytur sjálf inn megnið af sinni gjafavöru og því er gjafa og skreytingavara hennar ekki á boðstólum í öðrum verslunum. Því er upplagt fyrir gesti og gang- andi að líta við í Blómálfinum og skoða hvað þar er á boðstólum. Blómálfurinn Vesturgötu 4: Helga Thorberg í ævintýraheiminum sínum á Vesturgötu 4. Opið 9-22 alla daga vikunnar Humarsúpa Fiskur á grillið mán-fim Sjósiginn fiskur og selspik fös Svið og rófustappa lau Saltfiskur og skata desert Steingrímur með rúsínum og rjómarönd Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500 E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 ER PABBI DÍLERINN ÞINN? Foreldrar og aðrir fullorðnir mega ekki kaupa áfengi handa börnum yngri en 20 ára. Það er lögbrot. Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st Við erum hér! Arnar GuðborgDagný Rakel KongaSilla SALON REYKJAVÍK Grandagarði 9 • Reykjavík • S. 568 5305 salon@salon.is Vertu velkomin(n)! Við erum flutt út á Granda! Hárgreiðslustofan Salon Reykjavík hefur flutt sig um set úr Glæsibæ út á Grandagarð 5, gegnt gamla Ellingsen húsinu. Grandagarði 5 • Reykjavík • S. 568 5305 lýsa allt að 30 daga samfleytt. sími 530 1700 / www.rp.is Á leiði í garðinn Neskirkja á aðventu, jólum og áramótum Skrautlegasti og skemmtilegasti tími ársins

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.