Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 22

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 22
World Class opnar á tímabil- inu frá 10. desember til 4. jan- úar, nýjar heilsuræktarstöðvar í Hafnarfirði, við Lágafellslaug í Mosfellsbæ, við sundlaugina á Seltjarnarnesi og á 15. hæð í nýja turninum í Smáranum í Kópavogi. Í byrjun janúar verða því sjö heilsuræktarstöðvar rekn- ar undir merkjum World Class hér á landi með aðstöðu fyrir um 20.000 iðkendur. Hafdís Jónsdóttir framkvæmda- stjóri í World Class segja að frá opnun Lauga í ársbyrjun 2004 hafi markmiðið ávallt verið að bæta þjónustuna. “Viðskiptavinir okkar eru dreifð- ir um allt höfuðborgarsvæðið en með opnun fjögurra nýrra stöðva færum við fyrsta flokks heilsurækt- araðstöðu skrefi nær heimilum og vinnustöðum. Með tilkomu nýju stöðvanna verður þægilegra að stunda reglulega heilsurækt en viðskiptavinir okkar munu hafa aðgang að sjö heilsuræktarstöðv- um og þremur sundlaugum með fjölbreyttri aðstöðu til að rækta bæði líkama og sál. Auk þess hafa viðskiptavinir okkar aðgang að 16 Equinox-heilsuræktarstöðvum í Danmörku.” Nýju heilsuræktarstöðvarnar verða allar búnar fullkomnasta búnaði til heilsuræktar frá Life Fit- ness og Hammer Strength í Banda- ríkjunum auk ýmissa þæginda. World Class á Seltjarnarnesi verður stærst nýju stöðvanna, mun rúma um 2.000 manns, en auk heilsuræktaraðstöðu verða þar þrír æfingasalir, baðstofa og barnaleikherbergi með gæslu. Gestir munu hafa aðgang að sund- lauginni og aðstöðu hennar. Eig- andi World Class, sem sem stofn- að var 1985, er Þrek ehf. Stöðin á Seltjarnarnesi opnar laugardaginn 29. desember kl. 14.00 með fjöl- skylduhátíð þar sem öllum verð- ur boðið að skoða stöðina og taka skrefið inn í heilsuræktina. Öllum verður boðið í sund. Þarna koma fram Skoppa og Skrýtla, Skóla- hljómsveit Seltjarnarness o.fl. Tengist sundlauginni “Við erum í nýbyggingu á Sel- tjarnarnesi sem tengist sundlaug- inni svo okkar viðskiptavinir geta komið beint út úr búningsher- bergjunum hjá okkur og farið í útilaugina, svo ekki þarf að klæða sig úr og í. Gengið er inn um sama inngang, til vinstri til okkar en til hægri í sundlaugina. Við inn- ganginn verður listaverk eftir lista- manninn Sigurð Guðmundsson enda gaman að geta boðið upp á íslenska list. Öll okkar tæki á Seltjarnarnesi eru ný, bara nýrri útgáfur af Life Fitness og Hammer Strenght sem við höfum góða reynslu af og finnst vera bestu tækin á mark- aðnum, auk þess sem við erum með laus lóð og nýjung sem heitir Powerplate sem bókstaflega allir verða að kynnast! Þarna eru þrír leikfimissalir; einn þeirra verður eingöngu not- aður undir jóga, annar undir dans- studio World Class en sá þriðji verður alhliða leikfimissalur. Auk þess verður þarna boðið upp á stórt og mikið teygjusvæði smeð stórkostlegu útsýni, en þaðan blasir við Skerjafjörðurinn, Bessa- staðir, Keilir og annað. Þarna verð- ur baðstofa líkt og í Laugum, en minni í sniðum.” - Nú er heilmikið af líkamsrækt- arstöðvum í Reykjavík, er alltaf rúm fyrir eina í viðbót? “Það sem fyrir okkur vakir er að stíga skrefið til móts við viðskipta- vini okkar og veita þeim meiri þjónustu. Við heyrum stundum fólk segja að það hafi ekki verið að æfa um tíma vegna þess að það hafi flutt eða skipt um vinnustað. Þá fannst viðkomandi kannski orð- ið of langt að sækja í heilsurækt- ina hjá okkur, og kannski komst það ekki fyrir í dagsskipulaginu. En ef stöð væri nærri kæmu við- komandi aftur. Með því að opna nýjar stöðvar, m.a. á Seltjarnar- nesi, höfum við tekið viðskipta- vini okkar á orðinu og komið til þeirra. Nú eiga hvorki Seltirning- ar eða Vesturbæingar neina hald- bæra afsökun fyrir því að stunda ekki líkamsrækt, þeir geta skotist til okkar í World Class á Nesinu, þeir eiga næsta leik.” Hafdís segist viss um að margir nýjir viðskiptavinir birtist á Sel- tjarnarnesinu, en auðvitað flytji sig einhverjir um set, t.d. fólk sem hafi verið í Laugum. En á öllum þessum stöðum myndast skemmtilegur kjarni, félagsskap- ur sem jafnvel þróast og heldur áfram fyrir utan líkamsræktarstöð- ina. Íslendingar séu að verða meðvit- aðri um það hversu heilsan sé dýr- mæt en það gerist ekki af sjálfu sér, leggja verði rækt til líkamann. “Við höfum orðið vör við mikla aukningu á eldra fólki í líkams- ræktina hjá okkur sem þó er ekki alið upp við þetta eins og margt yngra fólkið. Hingað kemur jafn- vel fólk á níræðisaldri, finnst þetta skemmtileg upplifun og góð æfing og er jafnvel að hitta börnin sín hér. Allar rannsóknir sýna að við erum samt ekki nógu dugleg að stunda líkamsrækt, enda sýna þessar rannsóknir að við erum að versna í holdafari, þ.e. fitna,” seg- ir Hafdís Jónsdóttir. 22 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2007 World Class færir þjónustu sína „skrefi nær”: Nýja heilsuræktarstöðin á Seltjarnarnesi. World Class opnar glæsilega heilsuræktar- stöð fyrir Vesturbæinga og Seltirninga Hafdís Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri World Class. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. AUGL†SINGASÍMI 511 1188

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.