Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 24

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 24
Þegar borgir stækka er tilhneig- ing til firringar, að tengsl rofni milli heimilis og vinnustaðar og að til- finning fyrir nærumhverfi minnki. Við getum spurt okkur hve vel við þekkjum granna okkar, hvernig okkur gangi samstarfið við skóla barna okkar og hve vel við hugum að nánasta umhverfi okkar? Ein leið til að vinna gegn neikvæðum áhrifum sístækkandi borgarsam- félags er að vinna nálægt heim- ilinu og hefur það ýmsa kosti í för með sér. Hér verða lögð fram þrenn rök sem snerta þetta og snúa að buddunni, umhverfis- málum og fjölskyldunni. Þessar hugleiðingar eru settar fram sem liður í því að laða fólk til starfa hjá Reykjavíkurborg, sem er að jafnaði stærsti atvinnurekandinn í hverfum borgarinnar og býður upp á þann möguleika að vinna nálægt heimilinu. Hagkvæmara Það er hagkvæmara fyrir okkur að ferðast stuttar vegalengdir í vinnuna. Til að byrja með má velta upp fjárhagslegum kostum þess að starfa nálægt heimili. Miðað við upplýsingar af heima- síðu Félags íslenskra bifreiðaeig- enda má reikna með að það kosti a.m.k. 120 þúsund krónur á ári að aka til og frá vinnu. Þessi kostn- aður hækkar svo ef skjótast þarf á foreldrafundi eða sækja aðra þjón- ustu í heimahverfi viðkomandi. Oft eru keyptir aukabílar á heim- ilin til að auðveldara sé fyrir alla fjölskyldumeðlimi að sækja vinnu um langan veg og því til mikils að vinna ef hægt er að spara sér slíkar fjárfestingar. Valkostirnir er augljóslega þeir að geta gengið, hjólað eða tekið jafnvel strætis- vagn innan hverfis í vinnuna. Umhverfisvænna Það er umhverfisvænna að geta hjólað eða gengið í vinnuna og stuðla þar með að sjálfbæru sam- félagi. Margvísleg vandamál fylgja mikilli bílaumferð. Til dæmis skap- ar umferðaröngþveiti við skóla á morgnana mikla hættu og veldur l o f t m e n g - un en oft er þar um að ræða for- eldra á leið til vinnu á bílum sínum sem skutla barninu í leiðinni. Umhverfissvið borgar- innar hefur ítrekað vakið athygli á of mikilli svifryksmengun og því hvernig mikil notkun á bílum stuðlar að víðtækari vandamálum s.s. gróðurhúsaáhrifum. Þarna er um að ræða bæði umhverfis- og skipulagsmál. Sérfræðingar í skipulagsmálum hafa lengi bent á mikilvægi þess að gera fólki kleift að starfa nálægt heimilum sínum, slíkt styrki alla innviði borga og geri þjónustu nærumhverfis skil- virkari. Viðhorf okkar til nærum- hverfis / Upplifun okkar af nærum- hverfinu er einnig mikilvæg. Það að þekkja sögu, kennileiti og íbúa þess er hluti af færni okkar í að umgangast umhverfið af virðingu og næmni. Tilfinninguna / Upp- lifunina öðlumst við og styrkjum meðal annars með því að starfa þar. Fjölskylduvænna Tengsl okkar við börn og for- eldra okkar skipta gríðarlegu máli. Fjölskylda og félagsleg tengsl verða auðveldari þegar nálægðin er mikil. Með því að starfa nálægt leik- og grunnskólum barnanna geta t.d. foreldrar verið í nánari tengslum við alla þá starfsmenn sem þeir eiga í samstarfi við um uppeldi barna sinna og velferð fjölskyldunnar. Ekki einasta eru þau tengsl mikilvæg fyrir velferð okkar heldur hefur þetta einnig áhrif á hvernig samfélaginu vegn- ar í heild. Þannig verður til félag- sauður sem hefur bein áhrif á aðra þætti samfélagsins s.s. efna- hagslega þætti. Alþjóðavæðing (globalism) byggir á þeirri vissu að við vitum hvaðan við komum. Því verður stöðugt mikilvægara að við ræktum eigin garð og hugs- um staðbundið (locally), hugum betur að fjölskyldutengslum og þeim sem koma að fjölskyldunni í víðara samhengi. Með því að starfa nálægt heimili styrkjast þau tengsl óhjákvæmilega. Nú er hægt er að velja starf hjá Reykjavíkurborg nálægt heimili. Í dag vantar a.m.k. fjölda starfs- manna og möguleiki á starfsvali í öllum hverfum. Um er að ræða fjölbreytt störf sem finna má m.a. á vef Reykjavíkurborgar www. reykjavik.is undir krækjunni störf í boði. Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri Þjónustumið- stöðvar Vesturbæjar 24 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2007 Það er gott að vinna í Vesturbænum Óskar Dýrmundur Ólafsson.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.