Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 28

Vesturbæjarblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 28
28 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2007 Bretti, húdd, ljós, stuðarar... Boddývarahlutir á bílinn þinn varahlutir.is S: 511 2222 varahlutir.is Smiðjuvegi 8, Kópavogi Íslensk kirkjutónlist Flytjendur: Kór Hjallakirkju ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum. Stjórnandi: Jón Ólafur Sigurðsson. Fæst í Kirkjuhúsinu, 12 tónum, Pennanum-Eymundsson og í Hjallakirkju. Nánar á www.hjallakirkja.is/korinn.htm Upp með Vestfirði! Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is Vestfirska forlagið Síra Kjartan Kjartansson í Grunnavík Síra Kjartans Kjartansson- ar, sem vígðist til Grunna- víkur 1893 og hélt til 1916, getur töluvert við Furu- fjörð, bænhúsið á Austur- ströndum. Hann var ekki búsýslumaður og varð jafn- vel að ráða sig á hvalveiði- skip til að afla heimilinu tekna, en kirkjujarðirnar gengu undan 1913, þegar söfnuðurinn tók við Staðar- kirkju. Við biskupsvisitasíu þá um sumarið hittist svo illa á, að presturinn var að hvalveiðum. Sóknarbændur báðu um gott veður, því að presturinn var ómissandi kennari, síðan fræðslulögin 1907 tóku gildi. Auk hans kenndi og síra Gísli bróðir hans í Grunnavík 1905-1909, en hann var þau árin embættislaus vestra. Síra Kjartan færði prestssetrið niður að sjó, byggði þar all stórt stein- steypt hús, er síðan heitir í Sætúni. Urðu þau umsvif mjög kostnaðarsöm og eru skýringin á féleysi hans, sjómennsku og afhendingu kirkjunnar til safnaðarins. Verð: 2,900,-kr. Fæst í bókaverslunum um land allt Trausti Jónsson, Frístundaráðgjafi Þjónustumiðstöð Vesturbæjar Undanfarin 2 ár hafa þjónustumiðstöðvar og hverfislögreglumenn átt í samstarfi um nágranna- vörslu og hvatt íbúa til þess að taka höndum saman í forvarnarskyni. Verkefninu er ætlað að virkja íbúa við sínar götur til að sporna gegn innbrotum og öðru ólöglegu athæfi í samstarfi við lögregluna og þjónustumiðstöð í sínu hverfi. Eftir auglýsingu var valin gata og boðað til fundar með íbúum hennar af þjónustumiðstöð og hverfislögreglu. Þar var farið verkefnið, leiðbeining- um og auðkennum fyrir hvert hús dreift. Samhliða auðkenndi Reykjavíkurborg viðkomandi götu með skiltum. Lærdóm má draga af þeirri reynslu sem komin er og skal greint frá nokkrum punktum hér sem gott er að hafa í huga og horfa til. • Innbrot gerast nánast alltaf í skjóli af palli eða trjágróðri • Oft er farið inn bakdyramegin • Auðvelt er að fara inn um opnanleg fög • Gætið þess að láta nágranna vita þegar farið er í frí • Hægt er að biðja granna um að setja rusl í ruslatunnuna og leggja bíl í innkeyrslu þegar farið er í frí, sem gefur til kynna að einhver gæti verið heima. • Ekki láta muni á borð við fartölvur, verkfæri og önnur slík verðmæti sjást í bílum • Látið vita af óeðlilegum mannaferðum hjá nágrönnum ykkar • Tilkynnið tafarlaust til lögreglu í síma 112 um öll grunsamleg atvik Þetta eru meðal nokkurra ráða sem hægt er að hafa í huga. Í grund- vallaratriðum snýst þetta um að fólk standi saman um að gæta hvers annars. Þetta gerum við með því að efla tengslin og hafast að ef eitt- hvað bjátar hugsanlega á. Með aukinni tengslamyndun spinnum við okkar eigið öryggisnet. Nágrannavarsla er forvörn Góð ráð til að efla öryggi Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson vesturgÖtu 12 opiÐ 14-18 mÁn.-lau. www.nornabudin.is galdrar Í neytendapakkningum, spÁspil, rÚnir og Óvenjuleg gjafavara. n rnabúðin

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.