Fréttablaðið - 01.03.2016, Side 6

Fréttablaðið - 01.03.2016, Side 6
Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Er nú á tilboði Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% 370 g Starfsfólk vinnur að því að þrífa og lagfæra hina þekktu styttu Michelangelos af Davíð, sem er til sýnis í Akademíusafninu í Flórens á Ítalíu. Fréttablaðið/EPa Þrifinn tvisvar á ári Alþingi Endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innan- ríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþing- manns Vinstri grænna. Í útlendingalögum má nú finna tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostn- aðar. Annað ákvæðið snýr að end- urgreiðslu kostnaðar vegna rétt- araðstoðar við hælisleitanda hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á endurgreiðslunni. Hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrir- greiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Segir í svari ráðherra að ráðu- neytið hafi leitað upplýsinga frá Útlendingastofnun sem hafi síðan gefið þau svör að ákvæðin hefðu ekki verið nýtt undanfarin fimm ár. Rósa Björk segir þungu fargi af sér létt við að heyra að ákvæðinu hafi ekki verið beitt. „Ef svo hefði verið hefði það verið ómannúðlegt. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Þá svaraði ráðherra einnig spurn- ingu Rósu Bjarkar um hvort stæði til að breyta ákvæðunum eða fella þau brott. „Vinna við heildarendurskoð- un laga um útlendinga er á lokastig- um í ráðuneytinu,“ segir í svari ráð- herra. Einnig kemur fram að vinna við endurskoðunina hafi farið fram á vegum sérfræðinga ráðuneytisins sem og þverpólitískrar þingmanna- nefndar um útlendingamál. Þó kemur fram að eins og er hafi ekki verið gerðar efnislegar breytingar á framangreindum ákvæðum við þá vinnu. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Rósa Björk segist bíða spennt eftir frumvarpinu og vonast eftir því að ákvæðin verði afnumin og passað sé vel upp á að komið verði í veg fyrir að viðlíka ákvæði verði komið inn í lög um útlendingarétt. „Það er ekki okkur sæmandi sem þjóð að hafa viðlíka ákvæði í íslenskum lögum,“ segir Rósa Björk. Fyrr á árinu samþykkti danska þingið lög sem heimiluðu meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Hart var deilt á lögin á heimsvísu en þingið samþykkti þau með miklum meiri- hluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Dan- mörk var að gera,“ sagði Rósa Björk í samtali við fréttastofu í janúar þegar hún lagði fram fyrirspurnina og bætti við: „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru laga- ákvæði sem heimila að rukka hælis- leitendur fyrir ýmsan kostnað ríkis- ins við umsókn þeirra.“ thorgnyr@frettabladid.is Vinstri græn vilja burt ákvæði um endurgreiðslu Varaþingmaður Vinstri grænna er feginn að endur- greiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt. Frumvarp um ný útlendingalög er á borði ráðherra. Ég er mjög fegin að sjá að þessu hafi ekki verið beitt enda tel ég að þetta eigi ekki heima í íslenskum lögum. Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir, varaþing- maður VG Vinna við heildar- endurskoðun laga um útlendinga er á loka- stigum í ráðuneytinu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra heilbrigðismál Sumarið eftir fjórða ár í læknisfræði réði Arnar Jan Jóns- son sig á fíknigeðdeild. Deildin sér um meðhöndlun fólks sem er með geðsjúkdóm samhliða fíknisjúk- dómi. Hluti af starfi Arnars var að fara yfir fíknisögu og notkun sjúk- linganna á öðrum lyfjum. Þá áttaði hann sig á því að mikill misskiln- ingur ríkti um kannabisefni. „Ég uppgötvaði að fólk leit ekki á kannabis sem raunverulegt fíkni- efni. Það setti efnið í sérhillu. Það fannst mér afar áhugavert og fór í framhaldinu að kynna mér kanna- bis. Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir hversu skaðlegt efnið getur verið,“ segir Arnar, sem reyndi að fræða sjúklingana á deildinni en með afar litlum árangri. „Þeir meðtóku ekki það sem ég sagði. Þannig að ég fór að leita að fræðsluefni en fann bara leið- beiningar um hvernig ætti að nota efnið.“ Þessi skortur á fræðsluefni varð til þess að Arnar ákvað að búa til heimasíðu um skaðsemi kannabiss í samstarfi við Engilbert Sigurðsson og Heru Birgisdóttur. Síðan er nú komin í loftið og slóðin er einfald- lega kannabis.is. Á síðunni er farið yfir skaðsemi kannabiss á líkama og huga. Grein- arnar eru auðlesnar og byggðar á vísindalegum rann- sóknum. „Margir telja efnið skaðlaust og eru ekki meðvitaðir um hætturnar sem geta fylgt því að reykja kannabis, til dæmis á mið- taugakerfið og hættuna á geð- rofi. Einnig eru margir sem telja að kannabis geti ekki verið ávanabindandi en rannsóknir sýna það. Flestar sýna að einn af hverjum tíu sem prófa efnið verði háður því.“ -ebg Bjó til síðu um skaðsemi kannabisefna Fjórðungur tíundu bekkinga telja marijúana skaðlaust Rannsóknir og greining við HR hefur til margra ára gert rann- sóknir á vímuefnaneyslu unglinga í efstu bekkjum grunnskóla. Árið 2012 var spurt: Ertu sammála, óviss eða ósammála því að marijúana sé hættulegt, jafnvel þó svo það sé einungis notaði í eitt skipti? Árið 2012 voru 12% unglinga í 8. bekk, 16% unglinga í 9. bekk og 24% unglinga í 10. bekk ósammála þessari fullyrðingu. 1 . m A r s 2 0 1 6 þ r i ð J U D A g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 F -9 4 F 4 1 8 9 F -9 3 B 8 1 8 9 F -9 2 7 C 1 8 9 F -9 1 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.