Fréttablaðið - 01.03.2016, Qupperneq 10
Bandaríkin Hillary Clinton hefur
afgerandi forystu meðal demókrata
en Donald Trump meðal repúblikana
í baráttunni um að verða forsetaefni
flokkanna, samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun sem fréttastöðin CNN
birti í gær.
Skoðanakönnunin náði til allra
ríkja Bandaríkjanna. Clinton mældist
með 20 prósenta forskot á Sanders,
en hjá repúblikönum mældist Trump
með 49 prósenta fylgi, Marco Rubio
með 16 prósent en aðrir minna.
Forkosningar og prófkjör flokk-
anna hófust í byrjun febrúar og
standa allt fram í júnímánuð, en
endanlega verða forsetaefni flokk-
anna valin á landsfundum þeirra í
júlí.
Í dag er svo stærsti dagurinn í
kosningabaráttunni, „ofurþriðju-
dagurinn“ svonefndi, þar sem kosið
er samtímis í fjórtán af 50 ríkjum
Bandaríkjanna.
Eftir daginn í dag ætti staða fram-
bjóðendanna að skýrast verulega,
þótt enn sé nokkuð í land þangað til
endanleg niðurstaða verður ljós.
Til þessa hefur sá frambjóðandi,
sem á ofurþriðjudeginum hefur flesta
sigra að baki, þótt nokkuð öruggur
um að verða á endanum forsetaefni
síns flokks.
Fimm repúblikanar eru eftir í bar-
áttunni, af þeim sextán sem upphaf-
lega ákváðu að taka þátt.
Auðkýfingurinn yfirlýsingaglaði
Donald Trump hefur verið sigursæl-
Stærsti dagur kosningabaráttunnar
Í Bandaríkjunum er í dag hinn svonefndi „ofurþriðjudagur“, en þann dag efna bæði repúblikanar og demókratar til forkosninga í sam-
tals fjórtán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sá sem á flesta sigra að baki eftir daginn í dag hefur þótt öruggur um að vera forsetaefni.
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton. FréttaBlaðið/EPa
Fimm repúblikanar eru eftir í baráttunni af þeim sextán sem upphaflega ákváðu að taka þátt. Það eru Ben Carsons, Marco rubio, Donald trump, ted Cruz og John Kasich. FréttaBlaðið/EPa
astur til þessa, þótt hann hafi engan
veginn tryggt sér tilnefningu flokks-
ins enn sem komið er.
Næst honum koma þeir Marco
Rubio, sem er öldungadeildarþing-
maður frá Flórída, og Ted Cruz, sem
er öldungadeildarþingmaður frá
Texas.
Ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris
Christie eru báðir hættir, en Christie
hefur lýst yfir stuðningi við Donald
Trump.
Kasich hefur ekki verið sérlega
sigursæll, en hann hefur nú lýst
því yfir að ef hann tapar í Ohio, þar
sem hann er ríkisstjóri, þá sé hann
hættur. Forkosningar í Ohio verða
þriðjudaginn 15. mars.
Sá fimmti er heilaskurðlæknir-
inn Ben Carsons, sem vakið hefur
athygli fyrir ýmsar furðulegar yfir-
lýsingar, svo sem um að píramíd-
arnir í Egyptalandi hafi upphaflega
ekki verið grafhýsi heldur korn-
geymslur. Dagurinn í dag ræður lík-
lega úrslitum um það, hvort hann
haldi áfram.
gudsteinn@frettabladid.is
Forsetaefni valin á flokksþingum
Til að hljóta útnefningu Demókrata-
flokksins þarf atkvæði frá 2.385
af 4.768 fulltrúum á landsfundi
flokksins í júlí.
Búið er að úthluta 156 þeirra í for-
kosningum og prófkjörum flokksins
til þessa, en í dag bætast 1.034 við.
Til að hljóta útnefningu Repú-
blikanaflokksins þarf atkvæði frá
1.238 af 2.475 fulltrúum á landsfundi
flokksins í júlí.
Búið er að úthluta 126 þeirra í for-
kosningum og prófkjörum flokksins
til þessa, en í dag bætist 641 við.
Demókratarnir
Hillary Clinton
hefur tryggt sér 91 fulltrúa
og 453 ofurfulltrúa
Bernie Sanders
hefur tryggt sér 65 fulltrúa
og 20 ofurfulltrúa
repúblikanarnir
donald Trump
hefur tryggt sér 83 fulltrúa
Ted Cruz
hefur tryggt sér 17 fulltrúa
Marco rubio
hefur tryggt sér 16 fulltrúa
John kasich
hefur tryggt sér 6 fulltrúa
Ben Carson
hefur tryggt sér 4 fulltrúa
Ofurfulltrúar
Á báðum landsfundunum sitja síðan
„ofurfulltrúar“ sem geta ráðið atkvæði sínu sjálfir.
712 ofurfulltrúar sitja á
landsfundi Demókrataflokksins.
Clinton hefur þegar aflað sér
stuðnings frá 453 þeirra en 20
styðja Sanders.
278 ofurfulltrúar sitja á
landsfundi repúblikanaflokksins
og flestir andvígir Trump.
Makedónía Lögreglan í landmæra-
bænum Idomeni í Makedóníu beitti
táragasi gegn flóttafólki, sem hafði
reynt að brjótast í gegnum landa-
mæragirðingu frá Grikklandi.
Um fimm hundruð manns reyndu
að komast yfir landamærin, sem
hafa verið rammlega girt af.
Alls eru nærri sjö þúsund flótta-
menn, flestir frá Sýrlandi og
Írak, komnir að landamærunum
Grikklandsmegin, en komast ekki
áfram sömu leið norður eftir sem
hundruð þúsunda hafa farið síðustu
misserin.
Einungis örfáum er hleypt í gegn
á degi hverjum og er mikil reiði í
hópnum, sem bíður eftir að komast
frá Grikklandi eftir að hafa farið yfir
hafið frá Tyrklandi, að minnsta kosti
flestir hverjir.
Sumir hafa beðið við landamærin
dögum saman.
Búist er við því að tugir þúsunda
flóttamanna bætist í hópinn á
næstu vikum. – gb
Táragasi beitt gegn flóttafólki
danMörk Lars Løkke Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur, kynnti
í gær tvo nýja ráðherra, sem tekið
hafa sæti í ríkisstjórn hans.
Töluverð átök hafa verið um
stjórnina, sem er minnihlutastjórn
hægri flokksins Venstre, allt frá því
Íhaldsflokkurinn lýsti því yfir fyrir
viku að hann bæri ekki lengur
traust til Evu Kjer Hansen, sem var
umhverfis- og matvælaráðherra
stjórnarinnar.
Løkke Rasmussen studdi samt þétt
við bakið á henni og neitaði að víkja
henni úr embætti, en reyndi í stað-
inn að fá formenn stuðningsflokka
stjórnarinnar til að semja um aðra
niðurstöðu.
Á laugardaginn tilkynnti svo Eva
Kjer Hansen honum að hún segði
af sér embætti. Í stað hennar tekur
nú Esben Lunde Larsen við sem
umhverfis- og matvælaráðherra.
Hann hefur verið mennta- og rann-
sóknarmálaráðherra, en við þeirri
stöðu tekur Ulla Tørnes. – gb
Ráðherraskipti í Danmörku
Hópur flóttafólks hrakinn til baka með táragasi eftir að hafa reynt að komast yfir
landamærin frá Grikklandi til Makedóníu. NOrDiCPHOtOS/aFP
Eva Kjer Hansen sagði af sér eftir ólguna undanfarna viku. FréttaBlaðið/EPa
1 . M a r S 2 0 1 6 Þ r i Ð J U d a G U r10 f r é T T i r ∙ f r é T T a B L a Ð i Ð
0
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
9
F
-7
C
4
4
1
8
9
F
-7
B
0
8
1
8
9
F
-7
9
C
C
1
8
9
F
-7
8
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
9
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K