Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.03.2016, Qupperneq 18
Í dag 19.45 Norwich - Chelsea Sport 2 19.45 Leicester - WBA Sport 19.45 Aston Villa - Everton Sport 3 19.45 Sunderland - C.Palace Sport 4 19.45 Bournem. - Southam. Sport 5 handbolti „Ég hef fengið að spila meira upp á síðkastið og þá kemst maður í meiri takt. Þá fer þetta allt að ganga betur,“ segir hornamaður- inn Stefán Rafn Sigurmannsson en hann átti stórleik fyrir lið sitt Rhein- Neckar Löwen í Meistaradeildinni gegn Kolding á sunnudag. Stefán Rafn skoraði sjö glæsileg mörk í flottum sigri Löwen. Hann var markahæsti leikmaður vallar- ins og valinn í lið umferðarinnar í deildinni. Stefán Rafn hefur mátt gera sér það að góðu síðustu ár að sitja mikið á bekknum og horfa á Uwe Gensheimer spila. „Þjálfarinn hefur verið að dreifa þessu meira á okkur Uwe eftir EM. Hann hefur rúllað þessu meira en áður og það er jákvætt. Mér hefur tekist að nýta tækifærin vel. Það vilja allir alltaf spila og við Uwe erum góðir vinir og hjálpum hvor öðrum eins og við getum. Það er enginn skítamórall í gangi.“ Mun gefa allt í þetta Fyrir jól var Stefán Rafn að skoða sín mál. Hvort hann ætti að fara frá félaginu eða halda áfram. Hann er búinn að taka ákvörðun. „Ég ætla að taka slaginn áfram og vonast til að fá að spila áfram. Ég hef sýnt og sannað að ég get það vel,“ segir Stefán Rafn en hefur hann aldrei verið nálægt því að fara? „Jú, það hefur komið fyrir. Það koma oft fyrirspurnir og tilboð en mér líður mjög vel hjá félaginu og ég vil ekki fara. Ég mun halda áfram að gefa allt í þetta. Ég kom hingað 2012 og tel mig hafa bætt mig mikið. Við erum með frábæran kraftþjálfara sem hefur hjálpað mér mikið. Ég vil ekki kasta frá mér þeirra flottu aðstöðu og þjálfurum sem eru að hjálpa mér. Auðvitað skiptir máli að spila líka en þetta er allt að koma. Markmiðið er að verða númer eitt.“ Búinn að tala við Guðjón Val Gensheimer fer frá félaginu næsta sumar en samkeppnin hjá Stefáni minnkar samt ekkert fyrir vikið. Guðjón Valur Sigurðsson gengur nefnilega í raðir félagsins næsta sumar. Íslenski landsliðsfyrirliðinn er nú ekki beint þekktur fyrir að vilja sitja mikið á bekknum. „Það er alveg rétt. Hann vill spila eins og allir aðrir. Við erum búnir að tala aðeins saman um þetta og ég held að við eigum eftir að geta unnið vel saman. Auðvitað ráðum við því ekkert hver er að spila en mér líst vel á að vinna með honum. Við munum taka vel á því saman hérna,“ segir Stefán Rafn jákvæður enda telur hann að það geti skilað sér miklu að vera í liði með Guðjóni. „Ég get lært helling af honum. Maðurinn er kominn með 500 mörk í Meistaradeildinni og búinn að vera í handboltanum í 70 ár. Enda að verða áttræður. Ég ætti að geta lært eitthvað af slíkum manni,“ segir Stefán Rafn léttur. „Á landsliðsæfingum hefur hann hjálpað mér mikið. Sagt mér til og svona. Ég held að það geti þroskað mig mikið að taka eitt ár með honum. Hann æfir hrikalega mikið og það verður frábært fyrir mig að stíga inn í það prógramm með honum og taka á því af fullu. Eftir það lærdómsríka ár get ég svo tekið stöðuna á ný,“ segir Hafnfirðingur- inn en hann verður samningslaus eftir fyrsta árið með Guðjóni. Gaui siðar mig til Stefán Rafn og Aron Pálmarsson eru bestu vinir. Guðjón Valur veitti Aroni stuðning og leiðsögn er þeir voru saman hjá Kiel og tekur nú að sér að skóla hinn vininn aðeins til á æfingum sem og í lífinu. „Ég var búinn að ræða það við Aron sem mælti með þessu. Gaui getur því siðað mig aðeins til líka. Þá verðum við vinirnir á svipuðum stað í lífinu.“ Tveir heimavellir Rhein-Neckar Löwen spilar heima- leiki sína í deildinni iðulega í SAP Arena í Mannheim en hefur verið að spila meistaradeildarleiki í Fraport Arena sem er í Frankfurt. Stuðn- ingsmenn liðsins þurfa að taka á sig aðeins lengra ferðalag fyrir þá leiki og ekki alveg sama mæting og á deildarleikjum. „Þjóðverjarnir eru svo rosalegir. Þeir kaupa ársmiða á leikina í deild- inni og eru búnir að reikna út hvað veturinn á að kosta. Það má svo ekkert hnika því til. Það koma því færri á þessa leiki og þá förum við í minni höll fyrir meistaradeildina. Það byggist upp fín stemning í þessu minna húsi og við kunnum því ágætlega að spila þar,“ segir Stefán Rafn Sigurmannsson. henry@frettabladid.is Mun læra mikið af Guðjóni Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að vera í það minnsta eina leiktíð í viðbót hjá Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur barist við Uwe Gensheimer um mínútur á vellinum síðustu ár en á næsta tímabili fær hann Guðjón Val Sigurðsson á æfingar með sér. Stefán segir að það eigi eftir að þroska sig. Stefán Rafn Sigurmannsson fagnar marki með Ljónunum. fRéTTABLAðið/GETTy Stefán Rafn er hér við það að skora fram hjá einum besta markverði heims, Arpad Sterbik. fRéTTABLAðið/GETTy Stefán Rafn Sigurmannsson Aldur: 25 ára Hæð: 196 sm Uppeldisfélag: Haukar félag: Rhein-Neckar Löwen frá 2012 Landsleikir: 52 Mörk: 59 Aron mælti með þessu. Gaui getur því siðað mig aðeins til líka. Þá verðum við vinirnir á svipuðum stað í lífinu. Stefán Rafn Sigurmannsson. Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is FRÁbæR byRJUN StELPNANNA Íslenska kvennalandsliðið í íshok- kíi byrjaði frábærlega í 2. deild heimsmeistaramótsins í gær þegar liðið vann 7-2 sigur á tyrkjum í fyrsta leik. Flosrún Jóhannesdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún skoraði þrennu auk þess að leggja upp eitt mark fyrir félaga sína í liðinu. Sunna björgvins- dóttir, Guðrún Viðarsdóttir, birna baldursdóttir og Diljá björgvins- dóttir skoruðu hin mörk íslenska liðsins. Næsti leikur liðsins er á móti Nýja-Sjálandi í dag. bJARtSýNN Á Að ALFREð VERði LENGUR HJÁ AUGSbURG Alfreð Finnbogason opnaði marka reikning sinn í þýsku bundesligunni um helgina en hann skoraði skallamark í 2-2 jafntefli Augsburg og Gladbach. Alfreð er á sex mánaða lánssamn- ingi frá spænska liðinu Real Soci- edad en þjálfari Augsburg, Stefan Reuter, stefnir á það að halda íslenska fram- herjanum lengur. „Honum líður eins og heima hjá sér hérna og ég er bjart- sýnn á að við höfum hann lengur,“ sagði Stefan Reuter við Kicker. domino´s deild kvenna í körfubolta Stjarnan - Haukar 66-86 Stigahæstar: Adrienne Godbold 21/14 fráköst/5 varin, Margrét Kara Sturludóttir 12, Eva María Emilsdóttir 10, Heiðrún Krist- mundsdóttir 9/6 stoðs. - Chelsie Schweers 25, Helena Sverrisdóttir 20/13 frák./6 stoðs., Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 frák., Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9. Efst Snæfell 34 Haukar 34 Valur 20 Grindavík 18 Neðst Keflavík 16 Stjarnan 6 Hamar 4 PEPSi-DEiLDiN Í ÁRAtUG 365 og Ölgerð Egils Skallagríms- sonar gengu í gær frá samningum um nafnarétt efstu deilda Íslands- móts karla og kvenna í knatt- spyrnu til næstu þriggja ára. Það er því ljóst að Pepsi-deildin verður til í heilan áratug að minnsta kosti. LEyFA æGi Að FARA tiL SPÁNAR ægir Þór Steinarsson spilar ekki fleiri leiki með KR en nýkrýndir bikarmeistarar sem eru á toppnum í Domino´s deildinni ætla að leyfa ægi að semja við spænska liðið Cb Penas Huesca og mun hann því klára keppnistímabilið í spænsku 2. deildinni (LEb Gold). „ægir og KR höfðu klásúlu í leikmannasamningi hans sem gerði ægi kleift að skoða tilboð erlendis frá til 5. janúar. Þrátt fyrir að klásúlan ætti ekki við núna, ákvað stjórn deildarinnar að standa ekki í vegi fyrir þessum vistaskiptum,“ segir í tilkynningu frá KR. 1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r i Ð J U d a G U r18 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport 0 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 F -9 9 E 4 1 8 9 F -9 8 A 8 1 8 9 F -9 7 6 C 1 8 9 F -9 6 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.