Fréttablaðið - 01.03.2016, Side 20

Fréttablaðið - 01.03.2016, Side 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófess­ or við Háskólann í Reykjavík og stofnandi Rannsókna og grein­ ingar, mun flytja erindið „Líðan barna og unglinga á Íslandi: staða og þróun“ á málþingi Bandalags kvenna í Reykjavík og velferðar­ ráðuneytisins á föstudaginn. Inga Dóra hefur síðustu tutt­ ugu ár unnið rannsóknir á forspár­ þáttum heilsu, líðanar og hegð­ unar hjá börnum og unglingum. Hún segir íslenska krakka hafa það almennt gott en þó hafi hópur stelpna sem líði verst stækkað á undanförnum árum. líðan barna almennt góð „Við á R&G birtum rannsókn fyrir nokkrum árum um þróun á kvíða og þunglyndi meðal barna og ung­ linga yfir tímabilið frá 1997 til 2006. Á föstudaginn mun ég gera grein fyrir áframhaldandi niður­ stöðum úr þeirri greiningu. Ingi­ björg Eva Þórisdóttir, doktors­ nemi minn, er að skrifa um þetta í ritgerðinni sinni og ég mun gera grein fyrir fyrstu niðurstöðum þeirrar greiningar,“ útskýrir Inga Dóra. „Almennt hefur líðan barna ekki versnað eftir hrun ef horft er í meðaltöl. Hjá hinum venju­ lega krakka hefur líðanin jafn­ vel batnað meðal annars af því að sá tími sem börn hafa með foreldrum hefur aukist síðustu ár. En það eru vísbendingar um það að sá hópur sem líður mjög illa sé stærri en hann var. Þetta á þó bara við um stelpurnar. Við sjáum ákveðna þróun milli áranna 2012 og 2014, það er, sá hópur sem stendur verst hvað kvíða og þung­ lyndi varðar hefur stækkað tals­ vert milli þessara ára. Hvort það eru einungis árgangaáhrif eða hvort þetta er þróun getum við ekki sagt til um fyrr en við höfum feng­ ið einn tímapunkt í viðbót, en nið­ urstöðurnar fyrir 2016 eru væntan­ legar eftir mánuð. Þá mun ég einn­ ig tala um þætti sem tengjast kvíða og þunglyndi og velta upp mögu­ legum skýringum á málþinginu.“ SamVera og Stuðningur Inga Dóra segir samveru með for­ eldrum skipta höfuðmáli þegar litið er til bæði líðanar og hegðunar. „Tími með fjölskyldunni er lykil­ þáttur og tilfinningalegur stuðn­ ingur foreldra er það sem skipt­ ir verulegu máli, hvort sem verið er að skoða líðan eða hegðun barna og unglinga. Við sjáum að krakk­ ar sem verja tíma með foreldrum sínum eru til að mynda ólíklegri til að neyta vímuefna. Hvað líðan­ ina varðar vegur tilfinningalegur stuðningur foreldra þungt.“ Dagskráin hefst klukkan 8.30 í stofu V101 í HR. Ókeypis er inn. FjölSkyldutíminn mikilVægur „Börn og nútímasamfélag“ er yfirskrift málþings þar sem fjallað verður um aðbúnað og líðan barna, skólakerfið, mismunandi fjárhagslegan bakgrunn barnafjölskyldna, samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og styttingu vinnudagsins. Málþingið fer fram í Háskólanum í Reykjavík næstkomandi föstudag og er öllum opið. Samvera og stuðningur foreldra skiptir höfuðmáli í líðan og hegðun barna og unglinga. nordic pHotoS/getty inga dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í reykjavík og stofnandi rannsókna og greininga, flytur erindi á málþinginu Börn og nútímasamfélag á föstudaginn. mynd/HáSkólinn Í reykJAVÍk leiðrétting misritun varð í viðtali við Þórð H. Hilmarsson, forstöðumann fjárfestingarsviðs Íslandsstofu, í sérblaðinu Fjárfesting í ferða- þjónustu á laugardaginn. Hér er birtur réttur texti: „Hlutverk fjárfestingarsviðs Íslandsstofu er að laða til landsins erlenda fjárfestingu sem talin er æskileg fyrir land og þjóð. Við eigum að endurspegla stefnu stjórnvalda á hverjum tíma í þessum efnum.“ 1. „Líðan barna og unglinga á Ís- landi: staða og þróun.“ Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Há- skólann í Reykjavík og stofnandi Rannsókna og greininga. 2. „Nám, grunnleggjandi færni og breytt skipulag skóladagsins.“ Hermundur Sigmundsson, pró- fessor í lífeðlislegri sálarfræði við norska Tækni- og vísindaháskól- ann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík. 3. Niðurstöður skýrslu UNICEF um börn á Íslandi sem líða efnisleg- an skort. Lovísa Arnardóttir, rétt- indagæslufulltrúi UNICEF og höf- undur skýrslunnar. 4. „Ég er bara með samviskubit, svo geðveikt gagnvart börnunum.” Um samræmingu fjölskyldu og at- vinnu í nútímasamfélagi. Andrea Hjálmsdóttir, lektor við Háskól- ann á Akureyri og Marta Einars- dóttir, sérfræðingur við Rann- sókna- og þróunarmiðstöð Há- skólans á Akureyri. 5. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi um tilraunaverkefni Reykjavíkur- borgar, um styttingu vinnudags- ins. 6. Guðrún Hafsteinsdóttir, formað- ur Samtaka iðnaðarins, um sam- þættingu fjölskyldu- og atvinnu- lífs. SWISS EDUCATION GROUP Montreux | Switzerland | T +41 21 965 40 20 info@swisseducation.com | www.swisseducation.com Are you dreaming of an exciting, international career in one of the world’s largest industries ? Are you keen on studying in a multicultural environment in a country known to be the birthplace of hospitality ? Are you planning your career in one of the following areas ? • Hospitality • Hotel Design • Events • Culinary Arts • Resort & Spa • Business • Tourism • Hotel Management Then come and join us for our free info session, get information about our hotel management programmes and discover the exciting career perspectives in the hospitality industry. We are looking forward to welcoming you! FREE SEMINAR NEAR YOU 29th of February 2016 | 15:30 – 17:00 Harpa Convention Center | Reykjavik For more information please contact: Arni Solonsson arni@citycenterhotel.is FREE INFO SESSION : DISCOVER THE ART OF HOTEL MANAGEMENT IN SWITZERLAND 9973_SEG_AD_ICELAND_150X200_PROD_2.indd 1 25.02.16 10:30 1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a 0 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 F -8 6 2 4 1 8 9 F -8 4 E 8 1 8 9 F -8 3 A C 1 8 9 F -8 2 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.