Fréttablaðið - 01.03.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 01.03.2016, Síða 24
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sverrir Már Sverrisson endurskoðandi, Efstasundi 37, lést 23. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. mars kl. 13.00. Kolfinna Sigurvinsdóttir Hulda Sverrisdóttir Gauti A. Marinósson Rannveig Sverrisdóttir Kjartan Þórðarson Sólrún Sverrisdóttir Kolfinna, Rebekka, Aþena, Jóhanna Björg, Örn og Sverrir Már Móðir okkar, Ástríður Ingvadóttir Brúnavegi 9, áður Ásholti 2, Reykjavík, lést 22. febrúar á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 8. mars nk. frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Ingibjörg og Ragnheiður Kristjánsdætur og fjölskyldur. Elskulegur bróðir okkar og mágur, Ásgeir Lúðvíksson Stóragerði 36, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 4. mars kl. 13.00. Gunnar Lúðvíksson Margie Nueva Rósa Sigríður Lúðvíksdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Örn Jónsson Sæbóli 38, Grundarfirði, lést á heimili sínu að kvöldi fimmtudagsins 25. febrúar. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Von í Grundarfirði, 0321-13-700101, kt. 650107-0200. Sigríður Gísladóttir Jóhann Arnarson Margrét Lukka Brynjarsdóttir Sigríður Guðbjörg Arnardóttir Hinrik Konráðsson Gísli Valur Arnarson Karen Ósk Þórisdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra móðir, Ólafía Elísabet Agnarsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, 26. febrúar. Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Agnar Ebenesersson Margrét Lilja Pétursdóttir Halldór Ebenesersson Ásgerður Kristjánsdóttir Kristinn Guðni Ebenesersson Margrét Bjarndís Jensdóttir Guðrún Sólveig Ebenesersdóttir Þorgeir Guðbjörnsson Þuríður Ebenesersdóttir Magnús Snorrason Auður Kristín Ebenesersdóttir Ósk Ingibjörg Ebenesersdóttir Sigvaldi Karlsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Anna Sigmundsdóttir Sléttuvegi 17, lést að heimili sínu föstudaginn 12. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Harðardóttir Edda Harðardóttir Málfríður Harðardóttir Rósa Harðardóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gústav Nilsson Norðurbrú 3, Garðabæ, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.00. Þóra Ólafsdóttir Svava Gústavsdóttir Jón Þór Ólafsson Gerður Gústavsdóttir Lúðvík Hjalti Jónsson Nils Gústavsson Guðbjörg Jóna Guðlaugsd. afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Pálína Erna Ólafsdóttir lést í faðmi fjölskyldu sinnar á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 13. febrúar. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halla Dröfn Þorsteinsdóttir Sigurjón Þ. Guðmundsson Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir Róbert Grímur Grímsson Sigurður Óli Þorsteinsson Monika Radowska Erna, Grímur, Grettir, Ísak, Nína, Hilmir, Huginn og systkini hinnar látnu. „Ég fullyrði að ég fæddist með mynd- listina sem aðalatriði í lífinu. Var flinkur að teikna sem barn og skildi liti og form betur en texta,“ segir Ingibergur Finn- bogi, kallaður Bogi, sem starfar hjá Sam- skipum og hefur gert í áratugi. Hann er 62 ára og er að sýna eigin sköpunarverk í myndlist í fyrsta skipti í Gallerý O hjá Orange project í Ármúla 4-6, þar deilir hann sal með Gunnari Gunnarssyni myndlistarmanni. Tréskúlptúrarnir hans Boga birta hinar litskrúðugustu myndir sem hann marglakkar yfir með glæru lakki svo þeir líta út eins og glerlistaverk. Fyrst kveðst hann móta mynstrin í viðarplankana, bæði með sporjárni og slípirokki, og nota margs konar liti en þó einkum tré- liti af bestu gerð. „Þannig næ ég fram smáatriðunum,“ segir hann og bætir við: „Það er erfitt að búa til eitthvað nýtt, bæði í myndlist og tónlist, en ég veit ekki um neinn sem hefur notað þessa aðferð. Það er gaman að fylgjast með gestum sem koma á sýninguna því hinir sterku litir fanga strax augu þeirra,“ segir Bogi. Í verkum sínum túlkar hann það sem er að gerast í samtímanum hverju sinni og er honum hugleikið þá stundina. Hann kveðst hafa byrjað í Myndlista- og handíðaskólanum í kringum 1970 eins og margir aðrir en lífsbaráttan hafi tekið völdin, líka tónlist og spilerí með ballhljómsveitum á borð við Ópus. En hann lítur björtum augum til eftir- launaáranna þegar hann getur helgað sig listinni meira. gun@frettabladid.is Litagleðin ræður ríkjum Fyrsta myndlistarsýning Ingibergs Finnboga Gunnlaugssonar stendur yfir í Gallerý O í Ármúla 4 -6. Hann gerir abstraktverk útskorin í tré og þar ræður litagleðin ríkjum. Finnbogi segir atburði samtímans hverju sinni einatt hafa áhrif á verk hans. Fréttablaðið/Ernir Það er erfitt að búa til eitthvað nýtt, bæði í myndlist og tónlist, en ég veit ekki um neinn sem hefur notað þessa aðferð. 1872 Yellowstone-þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum verður fyrsti þjóðgarður heims. 1905 Fyrsta símaskrá á Íslandi er gefin út, Talsímaskrá Reykjavíkur. 1940 Vélbátinn Kristján frá Sandgerði rekur vélarvana að landi í Skiptivík í Höfnum eftir tólf daga hrakninga. 1947 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn byrjar útlánastarfsemi sína. 1970 Ísland gengur í EFTA, Fríversl- unarsamtök Evrópu. 1988 Ný umferðarlög gera notkun ökuljósa allan sólarhringinn að skyldu á Íslandi, svo og notkun öryggisbelta. 1989 Bjór er leyfður á ný á Íslandi eftir ára- tuga bann. 1991 Ólafsfjarðargöngin eru formlega opnuð, lengstu veggöng á Íslandi, um 3.400 metrar. Merkisatburðir 1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r20 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð tímamót 0 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 F -9 E D 4 1 8 9 F -9 D 9 8 1 8 9 F -9 C 5 C 1 8 9 F -9 B 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.