Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2016, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 01.03.2016, Qupperneq 34
Loksins komið að Leo Áttugasta og áttunda Óskarsverðlaunahá- tíðin fór fram á sunnudagskvöldið. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi beðið með öndina í hálsinum eftir því hvort Leonardo Dicaprio myndi loks landa Óskarnum. Það má með sanni segja að mikið hafi verið um dýrðir í Dolby-höllinni  í Hollywood. Okkar allra besti Jóhann Jóhannsson var tilnefndur í annað skipti  til Óskarsverð- launa, í flokknum besta frum- samda tónlistin, fyrir tónlist sína  í bandarísku spennumyndinni Sic- ario. Hann hreppti þó ekki hnossið og sjálfur var hann fjarri góðu gamni. Aðrar stórstjörnur sáu hins vegar um að prýða rauða dregilinn og féllu verð- laun kvöldsins eftirfarandi í skaut: Chris Rock tók sér stöðu kynnis og þótti gera það ágætlega. Hann opnaði kvöldið með því að skriðtækla stóra vandamálið, sem er auðvitað sú staðreynd að Óskarinn er hátíð hvíta fólksins í brans- anum. Söngkonan SIA var við sama heygarðs- hornið og lét ekki nokkurn mann sjá á sér smettið í Vanity Fair partíinu sem haldið var í framhaldi verðlaunahá- tíðarinnar. Glæsileg engu að síður. Gwen Stefani lét sig ekki vanta, en hún skartaði huggulegum Blake Shelton upp á arminn. Þau eru nokkuð nýtt par sem slúðurblöðin fá ekki nóg af að fjalla um. Jennifer Lopez er reynslubolti á rauðum dreglum. Hér er hún búin að haka í öll boxin, glans, svolítil nekt, loðfeldurinn og pírð augu. Allt eftir bókinni. Leikkona ársins í aðalhlutverki, Brie Larsson, og leikkona ársins í aukahlutverki, Alicia Vikander, voru í virkilega góðum gír. Þó það nú væri. Leonardo er án nokkurs vafa maður kvöldsins, en hann hefur beðið ansi lengi eftir að fá styttuna í hendurnar, með sex tilnefningar til Óskars á bakinu. Hann nýtti sér tækifærið og var rammpólitískur í ræðu sinni og fór mikinn er hann talaði um loftslagsbreytingar. Besta mynd Spotlight- Michael Sugar, Steve Golin, Nicole Rocklin og Blye Pagon Faust, framleiðendur. Besti leikarinn í aðalhlutverki Leonardo DiCaprio, The Revenant Besta leikkonan í aðalhlutverki Brie Larson, Room Besti leikstjórinn Alejandro G. Inarritu, The Revenant Besti leikarinn í aukahlutverki Mark Rylance, The Bridge of Spies Besta leikkonan í aukahlutverki Alicia Vikander, The Danish Girl Besta heimildarmyndin í fullri lengd Amy, Asif Kapadia og James Gay- Rees Besta stutta heimildarmyndin A Girl in the River: The Price of For- giveness, Sharmeen Obaid-Chinoy Besta klipping Mad Max: Fury Road, Margaret Sixel Besta erlenda kvikmynd Son of Saul (Ungverjaland) Besta hár og förðun Mad Max: Fury Road – Lesley Van- derwalt, Elka Wardega og Damian Martin Besta kvikmyndatónlistin The Hateful Eight - Ennio MorriconeSicario Besta lagið Writing’s On The Wall úr Spectre. Lag og texti eftir Jimmy Napes og Sam Smith Besta list- ræna stjórnun Mad Max: Fury Road – Leikmynd: Colin Gibson; Leikmunir: Lisa Thompson Besta teikni-/brúðumyndin Inside Out Besta stutta teiknimyndin Bear Story – Gabriel Osorio og Pato Escala Besta leikna stuttmyndin Stutterer – Benjamin Cleary og Serena Armitage Besta hljóðklipping Mad Max: Fury Road – Mark Mangini og David White Besta hljóðblöndun Mad Max: Fury Road – Chris Jenk- ins, Gregg Rudloff og Ben Osmo Bestu tæknibrellurnar Ex Machina – Andrew Whitehurst, Paul Norris, Mark Ardington og Sara Bennett Besta handrit byggt á áður útgefnu efni The Big Short – Handrit eftir Charles Randolph og Adam McKayBrooklyn Besta frumsamda handrit Spotlight – Eftir Josh Singer & Tom McCarthy Besta kvik- myndataka The Revenant, Emmanuel Lubezki Bestu búningar Mad Max: Fury Road – Jenny Beavan Gigi Hadid lætur sér ekki gott partí úr greipum renna. Stórglæsi- leg sem aldrei fyrr sprellaði hún í Vanity Fair partíinu. Lady Gaga fékk hárin til að rísa með laginu Till it hap- pens to You úr heimildarmyndinni The Hunting Gro- und. Atriði Gaga lauk svo með því að hópur kvenna gekk inn á sviðið, en allar eiga þær það sameiginlegt að hafa verið nauðgað. Ádeilan var því sterk. 1 . m a r s 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r30 L í f I Ð ∙ f r É T T a B L a Ð I Ð 0 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 F -9 4 F 4 1 8 9 F -9 3 B 8 1 8 9 F -9 2 7 C 1 8 9 F -9 1 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.