Fréttablaðið - 18.03.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 18.03.2016, Síða 4
H V Í T T S Ú K K U L A Ð I E G G Stjórnmál „Mér finnst að forsætis- ráðherra verði sjálfur að greina frá því hvernig þessu máli var fyrir- komið,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Óttars Proppé um eignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur á Bresku Jómfrúareyjum. „Við hljótum að mæla þau mál út frá þeim lögum og reglum sem gilda,“ sagði Bjarni. „Ég hef ekki séð neitt annað sem er fram komið í þessu máli en að lögum og reglum hafi verið fylgt og að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að nokkuð óeðlilegt hafi verið á ferðinni.“ Þá sagði Bjarni það vera fagnaðar- efni að Alþingi hafi í fyrradag sam- þykkt nýjar siðareglur þingmanna. Óttarr tók undir með Bjarna um ágæti siðareglnanna en þær undir- striki að þingmenn fylgi ekki bara ýtrasta lagabókstaf heldur að allt sé uppi á borðinu. Þá kom það fram í fyrirspurnar- tímanum að Bjarni hefði ekki upp- lýsingar um eignir annarra ráðherra á Bresku Jómfrúareyjum. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, vék í fyrirspurnar- tímanum að eignum í skattaskjólum án þess að snerta beint á tilfelli Önnu Sigurlaugar. „Það er fullkomlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í við- skiptum milli innlendra aðila þegar einn aðili selur öðrum einhverja hluti, þjónustu eða vörur, flytjist í erlend skattaskjól og þar með undan innlendri skattlagningu,“ sagði Árni Páll og beindi fyrirspurn sinni til Bjarna um með hvaða hætti mætti koma í veg fyrir skattaundan- skot með þessum hætti. Bjarni sagðist hafa beitt sér fyrir því að Íslendingar gerðust aðilar að alþjóðlegum samningum um upplýsingaskipti um viðskipti ein- staklinga sem yrðu gerð skattayfir- völdum aðgengileg. „Fyrir efnahags- og viðskipta- nefnd liggja tillögur starfshóps um hvort við getum stigið frekara skref í þessum efnum. En alþjóðleg sam- vinna tel ég að sé langöflugasta vopnið sem við getum bætt í vopna- búr okkar,“ sagði Bjarni. – srs Svarar ekki fyrir forsætisráðherra manSal Innanríkisráðuneytið ætlar að taka mið af ábendingum sem gerðar hafa verið vegna verklags í mansalsmálum. Meðal annars vegna nýlegs máls er varðar meint vinnumansal í Vík í Mýrdal. Þetta kemur fram í svari til fréttastofu 365 við spurningum um verklag í meintu mansali í Vík í Mýrdal. Helst hefur verið gagnrýnd meðferð þol- enda, tveggja systra frá Srí Lanka. Þær fengu litla fjárhagsaðstoð og var boðin sjálfboðaliðavinna við að flokka föt. Þær báðu um flutning úr landi og Reykjavíkurborg greiddi flugferð þeirra samkvæmt reglum um fjárhagsaðstoð og neyð erlendra borgara. Svarið er birt í heild sinni á vef innanríkisráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins er áætlun um aðgerð- ir vegna mansalsmála sögð vera í endur skoðun. Bæði vegna ábendinga sem gerðar hafa verið á alþjóða- vettvangi og hér á landi en einnig breyttra áherslna í málaflokknum, m.a. vinnumansals. Vinnumansals- málum hefur fjölgað ört að mati lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Réttargæslumaður systranna gagn- rýnir helst að þær hafi ekki fengið að vinna. Þær hefðu átt meiri mögu- leika á að komast úr viðjum mansals hefðu þær fengið tækifæri til vinnu á Íslandi við öruggar aðstæður. Innanríkisráðuneytið segir að vegna umfjöllunar um dvalar- og atvinnuleyfi vilji það að taka fram að ráðuneytið hafi ekki heimild í lögum til að beita sér í einstökum málum en úrlausn umsókna um slík leyfi séu á forræði annars vegar Útlendingastofnunar og hins vegar Vinnumálastofnunar. Fyrirkomulag dvalar- og atvinnu- leyfa fórnarlamba mansals er lög- bundið og verður því ekki breytt nema með aðkomu Alþingis. – kbg Taka mið af ábendingum vegna systranna í Vík reykjavík Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrú Sjálfstæðisflokksins, vill að Reykjavíkurborg efli for- varnarstarf sitt. Hún lagði tillögu þessa efnis fram á fundi velferðar- ráðs Reykjavíkurborgar í gær. „Meginreglan hefur verið að sinna þeim sem oft á tíðum eru komin í mikinn vanda og taka á móti fólki sem leitar sér aðstoðar en minni áhersla hefur verið lögð á að vinna að forvörnum og leiðbeina foreldr- um og fjölskyldum með almennari leiðum, s.s. í gegnum fjölmiðla með skrifum og myndskeiðum til dreif- ingar á netmiðlum,“ segir Áslaug. Áslaug segir vel þess virði að reyna nýstárlegri en áfram fag- legar leiðir til að ná til fjölskyldna og leiðbeina þeim. Velferðarsviði verði falið að útfæra hvernig draga má fram slíkan fróðleik og kynna með nýstárlegri hætti en gert hefur verið. – jhh Vill aukna áherslu á forvarnir leiðrétt Í upptalningu á fram komnum forsetaframbjóðendum í frétt á síðu 2 í gær láðist að geta um bæði Heimi Örn Hólmarsson og Ara Jósepsson. Þá var með Árni Björn Guðjónsson, en hann hefur dregið framboð sitt til baka. Bryndísi Hlöðversdóttur og Sigrúnu Stefánsdóttur vantaði í hóp þeirra sem íhuga framboð. Bjarni sagðist ekki geta svarað til um eignir annarra ráðherra erlendis. FréttaBlaðið/Valli innanríkisráðuneytið telur lærdóm felast í meintu mansali í Vík í Mýrdal og ætlar að taka mið af ábendingum. FréttaBlaðið/Stöð2 efnahagSmál Vaxtasparnaður í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna með stöðugleika- framlögunum mun standa undir fjármögnun nýs Landspítala og hækka framkvæmdastig hins opin- bera. Þetta sagði Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Þá standi til að afnema gjaldeyrishöft á þessu ári. „Ef áfram heldur sem horfir þá erum við að ná fram á örfáum árum allt að 25 milljarða árlegum vaxta- sparnaði og það munar um minna í þessu samhengi,“ sagði Bjarni. Gert var ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkis- ins næmu 75 milljörðum króna árið 2016 í fjárlagafrumvarpi ársins. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði á fundinum að til stæði að halda útboð á aflandskrónum á fyrri hluta ársins. Í framhaldinu væri hægt að fara tiltölulega hratt í afnám gjaldeyrishafta á innlenda aðila. Hins vegar væri heppilegt að stjórntæki sem takmarka svokölluð vaxtamunarviðskipti væru tilbúin þegar útboðið færi fram. Helst væri horft til skatts eða bindiskyldu í þeim efnum en til þess þyrfti laga- breytingu. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskulda- bréfum um 64 milljarða króna frá upphafi síðasta árs. Bjarni sagði að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp sem taka ætti á þessu á vorþingi, áður en frestur til lagningar nýrra þingmála rennur út en ekki lægi fyrir hvor leiðin yrði farin. Seðlabankastjóri sagði stöðu efnahagsmála í landinu góða. Hins vegar gæti sú staða breyst hratt. „Okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varan- lega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir,“ sagði Már. Bjarni taldi ekki óheppilegt að auka ætti framkvæmdir hins opin- bera þegar útlit er fyrir vaxandi spennu hagkerfinu. „Það er lykil- atriði í því sambandi að það hefur aldrei staðið til að reisa spítalann að nýju á einu ári, þetta eru fram- kvæmdir sem taka langan tíma og það eru ytri mörk á því hversu mikið er hægt að gera í senn,“ sagði Bjarni. Bjarni tók engu að síður undir orð Más um að ekki mætti fara of geyst í hagstjórninni. „Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórn- kerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímareddingum,“ sagði Bjarni. „Nú reynir á það á næstu misserum og árum hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur til að ná langtímaárangri.“ ingvar@frettabladid.is Lægri vaxtagreiðslur standi undir byggingu nýs spítala Fjármálaráðherra segir stöðugleikaframlög geta sparað ríkinu 25 milljarða í vexti á ári. Hann boðar afnám hafta á árinu. Frumvarp sem tekur á vaxtamunarviðskiptum væntanlegt á vorþingi, fyrir aflandskrónuútboð. Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórnkerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímaredd- ingum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Bankastjórar gæslu- menn almannagæða Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði í ávarpi sínu brýnt að sú menning og siðferði sem var við lýði í fjármálakerfinu sneri ekki aftur. „Mér sýnist að umtalsverð bragarbót hafi þegar átt sér stað hér á landi. En það má gera betur og þetta er lang- tímaverkefni. Það þarf líka að festa í sessi þann skilning að stjórnendur innlánsstofnana hafa ekki einungis það hlutverk að hámarka hagnað til skamms tíma heldur eru þeir, eins og kerfið er nú byggt upp, gæslu- menn almannagæða sem eru þeir sameiginlegu innviðir sem fólgnir eru í kerfinu,“ sagði Már. Már Guðmundsson og Bjarni Benediktsson voru sammála um að aðstæður í efnahagslífinu væru góðar þó áfram þyrfti að vera á varðbergi. Við hlið Bjarna sat Guðmundur Árnason, ráðuneytisstóri í fjármálaráðuneytinu. FréttaBlaðið/SteFÁn Meginreglan hefur verið að sinna þeim sem oft á tíðum eru komin í mikinn vanda. Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi 1 8 . m a r S 2 0 1 6 f Ö S t U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -9 A D 8 1 8 D 0 -9 9 9 C 1 8 D 0 -9 8 6 0 1 8 D 0 -9 7 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.