Fréttablaðið - 18.03.2016, Page 39

Fréttablaðið - 18.03.2016, Page 39
„Við vorum að fá til landsins mini- brew bar sem nota má í veislur og stærri viðburði. Við tökum bjór- inn úr gerjunartönkunum okkar beint á litlu tankana sem svo er farið með í veisluna. Bjórinn er því alveg ferskur í glösin hjá gest- unum, kemur beint úr gerjun,“ út- skýrir Elvar Ingimarsson, mark- aðsstjóri Bryggjunnar brugghúss á Grandagarði. Mikill metnaður er lagður í bjór- gerð hjá bruggara Bryggjunnar og boðið er upp á úrval fjölbreyttra veiga. Á dæluna fara craft-bjórar Bryggjunnar, Bryggjan Lagerbjór, Pale Ale, Session IPA og IPA. Þá er boðið upp á sérbrugg eftir óskum. Sérbrugg í brúðkauðið „Það er vaxandi bjórmenning á Íslandi í dag og margir sem hafa mikið vit á bjór og vita hvað þeir vilja. Bruggarinn okkar þarf þriggja vikna fyrirvara á sérpönt- unum og pöntunin þarf að vera að lágmarki 250 lítrar.“ Tankarnir á mini-brew barnum taka 250 lítra hvor og er lágmarks- pöntun í veislu 250 lítrar. Einn tankur dugir í um það bil 300-400 manna veislu. Ef um þúsund manna viðburð er að ræða þarf báða tank- ana, 500 lítra. „Það er skemmtilegt að fá mini- brew inn á gólf í veislum og skapar ákveðna stemmingu,“ segir Elvar. „Við sköffum allt sem þarf, dæluna starfsmann og glös. Við mætum með dæluna á staðinn og setjum allt upp. Starfsmaður frá okkur dælir í glös í veislunni og svo sjáum við um að taka saman að veislunni lokinni. Veislusalur Á Bryggjunni Brugghúsi er veislu- salur sem leigja má undir brúðkaup og veislur. Salurinn tekur um 120- 300 manns og setur matreiðslu- meistari Bryggjunnar saman mat- seðil í samráði við veisluhald- ara. Þá standa allar bjórtegundir Bryggjunnar til boða. Litli grís Fljótlega munu sérbjórar Bryggj- unnar sjást í hillum Vínbúðanna. „Um mánaðamótin setjum við okkar fyrsta bjór í Vínbúðirnar en hann kallast Litli grís Double IPA. Það er mikil spenna í kringum það hjá okkur en ætlunin er að fara með sérbjóra sem við bruggum í vínbúð- irnar framvegis,“ segir Elvar. Nánari upplýsingar er að finna á www.bryggjanbrugghus.is Beint úr brugghúsinu í glös gesta Bryggjan er sjálfstætt brugghús, veitingastaður og bar við höfnina í Reykjavík sem leggur áherslu á fersk hráefni og gæðabjór af ýmsum tegundum. Panta má bjórinn beint úr brugghúsinu á dælu í veislur og viðburði, við það myndast afar skemmtileg stemning. Tankarnir á mini-brew barnum taka 250 lítra hvor og er lágmarkspöntun í veislu 250 lítrar. Einn tankur dugir í um það bil 300-400 manna veislu. Ef um þúsund manna viðburð er að ræða þarf báða tankana, 500 lítra. myNd/ErNir Elvar ingimarsson, markaðsstjóri Bryggjunnar Brugghúss, segir vaxandi bjórmenningu á Íslandi en Bryggjan bruggar eftir sérpöntunum í veislur. Það er skemmtilegt að fá mini-brew inn á gólf í veislum og skapar ákveðna stemmingu. Elvar Ingimarsson Kynningarblað BrúðKaup 18. mars 2016 13 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -B 3 8 8 1 8 D 0 -B 2 4 C 1 8 D 0 -B 1 1 0 1 8 D 0 -A F D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.